Viðskipti innlent

Ingvar nýr aðstoðarritstjóri Viðskiptablaðsins

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Ingvar Haraldsson hefur starfað sem blaðamaður á Viðskiptablaðinu undanfarin misseri.
Ingvar Haraldsson hefur starfað sem blaðamaður á Viðskiptablaðinu undanfarin misseri. Mynd/Viðskiptablaðið
Ingvar Haraldsson hefur verið ráðinn aðstoðarritstjóri Viðskiptablaðsins. Þetta kemur fram í frétt á vef blaðsins.

Ingvar hefur starfað sem blaðamaður á Viðskiptablaðinu undanfarin misseri. Áður starfaði hann m.a. sem blaðamaður á Vísi og Fréttablaðinu.

Ingvar er 26 ára gamall og hefur lokið meistaraprófi í hagsögu frá London School of Economics og BA-prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands.

Ritstjóri Viðskiptablaðsins er Trausti Hafliðason en hann tók við starfinu af Bjarna Ólafssyni í júní 2017. Á sama tíma var Ásdís Auðunsdóttir ráðin aðstoðarritstjóri.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×