Útgöngutillögum Breta lýst sem óraunhæfum og líkt við köku Jóhann Óli Eiðsson skrifar 3. júlí 2018 06:00 Boris Johnson er utanríkisráðherra Bretlands. Vísir/Getty Háttsettir ráðamenn innan Evrópusambandsins (ESB) segja tillögur Breta í samningaviðræðum um skilmála útgöngu þeirra úr sambandinu vera óraunhæfar. Tillögunum hefur nú þegar verið hafnað með þeim skilaboðum að Bretar muni ekki geta breytt grunnstoðum sambandsins. „Við lásum hvítbókina og það sem við lásum var „kaka“,“ segir heimildarmaður The Guardian sem starfar hjá ESB. Vísar hann þar til orða Boris Johnson, utanríkisráðherra Breta, um að Bretland gæti „átt kökuna og étið hana líka“ með því að ganga út úr ESB. Frá því að Bretar samþykktu útgöngu í þjóðaratkvæðagreiðslu hefur orðið „kaka“ verið notað í höfuðstöðvum ESB til að lýsa þeim kröfum Breta sem metnar eru óraunhæfar.Sjá einnig: Samskipti „slæmu stráka Brexit“ við Rússa og Trump til skoðunar Grunnstoðir ESB, fjórfrelsið svokallaða, byggja á frjálsu flæði vara, þjónustu, fjármuna og fólks innan aðildarríkjanna. Talið er að kröfur Breta, sem enn hafa ekki verið gerðar opinberar, feli í sér að Bretar vilji fullan aðgang að innri markaðnum en vilji hins vegar setja ýmis höft á flæði fólks. Slíkt verður ekki samþykkt af ESB. „ESB er að ganga í gegnum erfiða tíma núna. Sem stendur er innri markaðurinn meðal þess sem heldur sambandinu saman. Ef þú veitir utanaðkomandi þriðja ríki fullan aðgang að honum án þess að það taki á sig aðrar skyldur er það upphafið að endinum,“ segir Jean-Claude Piris, fyrrverandi yfirmaður lagasviðs leiðtogaráðsins. Á fundi leiðtoga ESB-ríkjanna, að Theresu May undanskilinni, var Brexit aðeins rætt í korter. Í yfirlýsingu sem var samþykkt var kallað eftir því að Bretar legðu fram „raunhæfar tillögur“. Birtist í Fréttablaðinu Brexit Tengdar fréttir Samskipti „slæmu stráka Brexit“ við Rússa og Trump til skoðunar Spurningar hafa vaknað um hvort að Brexit-liðar hafi verið milliliðir fyrir samskipti á milli framboðs Donalds Trump og Rússa eftir Brexit-þjóðaratkvæðagreiðsluna árið 2016. 2. júlí 2018 12:15 Sápuóperustjarna óvænt hetja andstæðinga Brexit eftir þrumuræðu í beinni Dyer hélt mikla skammarræðu yfir David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands í beinni útsendingu á ITV-sjónvarpstöðinni í Bretlandi í gær. 29. júní 2018 14:30 Farage segist ekki hafa afvegaleitt markaðinn Í aðdraganda Brexit-kosninga keyptu vogunarsjóðir sérstakar útgönguspár af breskum könnunarfyrirtækjum. Niðurstöður þeirra voru þvert á almennu spárnar. Sjóðirnir högnuðust um milljónir dollara á því að skortselja bresk pund. 26. júní 2018 06:00 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Háttsettir ráðamenn innan Evrópusambandsins (ESB) segja tillögur Breta í samningaviðræðum um skilmála útgöngu þeirra úr sambandinu vera óraunhæfar. Tillögunum hefur nú þegar verið hafnað með þeim skilaboðum að Bretar muni ekki geta breytt grunnstoðum sambandsins. „Við lásum hvítbókina og það sem við lásum var „kaka“,“ segir heimildarmaður The Guardian sem starfar hjá ESB. Vísar hann þar til orða Boris Johnson, utanríkisráðherra Breta, um að Bretland gæti „átt kökuna og étið hana líka“ með því að ganga út úr ESB. Frá því að Bretar samþykktu útgöngu í þjóðaratkvæðagreiðslu hefur orðið „kaka“ verið notað í höfuðstöðvum ESB til að lýsa þeim kröfum Breta sem metnar eru óraunhæfar.Sjá einnig: Samskipti „slæmu stráka Brexit“ við Rússa og Trump til skoðunar Grunnstoðir ESB, fjórfrelsið svokallaða, byggja á frjálsu flæði vara, þjónustu, fjármuna og fólks innan aðildarríkjanna. Talið er að kröfur Breta, sem enn hafa ekki verið gerðar opinberar, feli í sér að Bretar vilji fullan aðgang að innri markaðnum en vilji hins vegar setja ýmis höft á flæði fólks. Slíkt verður ekki samþykkt af ESB. „ESB er að ganga í gegnum erfiða tíma núna. Sem stendur er innri markaðurinn meðal þess sem heldur sambandinu saman. Ef þú veitir utanaðkomandi þriðja ríki fullan aðgang að honum án þess að það taki á sig aðrar skyldur er það upphafið að endinum,“ segir Jean-Claude Piris, fyrrverandi yfirmaður lagasviðs leiðtogaráðsins. Á fundi leiðtoga ESB-ríkjanna, að Theresu May undanskilinni, var Brexit aðeins rætt í korter. Í yfirlýsingu sem var samþykkt var kallað eftir því að Bretar legðu fram „raunhæfar tillögur“.
Birtist í Fréttablaðinu Brexit Tengdar fréttir Samskipti „slæmu stráka Brexit“ við Rússa og Trump til skoðunar Spurningar hafa vaknað um hvort að Brexit-liðar hafi verið milliliðir fyrir samskipti á milli framboðs Donalds Trump og Rússa eftir Brexit-þjóðaratkvæðagreiðsluna árið 2016. 2. júlí 2018 12:15 Sápuóperustjarna óvænt hetja andstæðinga Brexit eftir þrumuræðu í beinni Dyer hélt mikla skammarræðu yfir David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands í beinni útsendingu á ITV-sjónvarpstöðinni í Bretlandi í gær. 29. júní 2018 14:30 Farage segist ekki hafa afvegaleitt markaðinn Í aðdraganda Brexit-kosninga keyptu vogunarsjóðir sérstakar útgönguspár af breskum könnunarfyrirtækjum. Niðurstöður þeirra voru þvert á almennu spárnar. Sjóðirnir högnuðust um milljónir dollara á því að skortselja bresk pund. 26. júní 2018 06:00 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Samskipti „slæmu stráka Brexit“ við Rússa og Trump til skoðunar Spurningar hafa vaknað um hvort að Brexit-liðar hafi verið milliliðir fyrir samskipti á milli framboðs Donalds Trump og Rússa eftir Brexit-þjóðaratkvæðagreiðsluna árið 2016. 2. júlí 2018 12:15
Sápuóperustjarna óvænt hetja andstæðinga Brexit eftir þrumuræðu í beinni Dyer hélt mikla skammarræðu yfir David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands í beinni útsendingu á ITV-sjónvarpstöðinni í Bretlandi í gær. 29. júní 2018 14:30
Farage segist ekki hafa afvegaleitt markaðinn Í aðdraganda Brexit-kosninga keyptu vogunarsjóðir sérstakar útgönguspár af breskum könnunarfyrirtækjum. Niðurstöður þeirra voru þvert á almennu spárnar. Sjóðirnir högnuðust um milljónir dollara á því að skortselja bresk pund. 26. júní 2018 06:00