Helgi Mikael verður FIFA-dómari á næsta ári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2018 16:00 Helgi Mikael Jónasson í leik í Pepsi-deildinni síðasta sumar. Vísir/Daníel Tvær breytingar verða á íslenska FIFA-dómara listanum á næsta ári en þetta kemur fram í fundagerð Dómaranefndar KSÍ sem var birt inn á heimasíðu sambandsins. Það er mat dómaranefndar að frammistaðan hjá dómurunum síðasta sumar hafi heilt yfir verið góð. Margir dómarar dæmdu í deild ofar en þeir höfðu áður gert og fórst það vel úr hendi. Í fundagerðinni er einnig farið yfir stöðuna í landsdómarahópnum og FIFA listann fyrir árið 2019. Það eru að verða breytingar á dómarahópnum á næsta ári. Átta landsdómarar luku ekki síðsumarsþolprófi í ár en auk þess hafa meiðsli og sumarfrí orðið þess valdandi að mönnun leikja var þung seinni parts ágústs og fram í miðjan september. Það er líka ljóst að einhver breyting verður á landsdómaralistanum í vor. Það stefnir í að fimmi landsdómarar munu hætta. Nýir landsdómar sem verða teknir inn í þeirra stað verða að hafa staðist þrekpróf auk þess að þeir verða skoðaðir í leikjum. Sú breyting verður á FIFA listanum að Þóroddur Hjaltalín og Frosti Viðar Gunnarsson munu hætta að dæma eftir þetta tímabil. Helgi Mikael Jónasson dómari og Gylfi Tryggvason aðstoðardómari munu taka þeirra sæti á FIFA listanum. FIFA listinn þarf að vera klár í júní á næsta ári en ekki í lok september eins og verið hefur. FIFA-dómararnir fyrir árið 2019 verða því auk Helga Mikaels þeir Bríet Bragadóttir, Ívar Orri Kristjánsson, Vilhjálmur Alvar Þórarinsson og Þorvaldur Árnason. Helgi Mikael Jónasson er fæddur í október 1993 og er því nýorðinn 25 ára. Hann hefur dæmt í Pepsi-deild karla undanfarin þrjú tímabil og samtals 35 leiki. Hann hefur dæmt fleiri leiki á hverju ári og dæmdi 16 leiki í 22 umferðum síðasta sumar. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Sjá meira
Tvær breytingar verða á íslenska FIFA-dómara listanum á næsta ári en þetta kemur fram í fundagerð Dómaranefndar KSÍ sem var birt inn á heimasíðu sambandsins. Það er mat dómaranefndar að frammistaðan hjá dómurunum síðasta sumar hafi heilt yfir verið góð. Margir dómarar dæmdu í deild ofar en þeir höfðu áður gert og fórst það vel úr hendi. Í fundagerðinni er einnig farið yfir stöðuna í landsdómarahópnum og FIFA listann fyrir árið 2019. Það eru að verða breytingar á dómarahópnum á næsta ári. Átta landsdómarar luku ekki síðsumarsþolprófi í ár en auk þess hafa meiðsli og sumarfrí orðið þess valdandi að mönnun leikja var þung seinni parts ágústs og fram í miðjan september. Það er líka ljóst að einhver breyting verður á landsdómaralistanum í vor. Það stefnir í að fimmi landsdómarar munu hætta. Nýir landsdómar sem verða teknir inn í þeirra stað verða að hafa staðist þrekpróf auk þess að þeir verða skoðaðir í leikjum. Sú breyting verður á FIFA listanum að Þóroddur Hjaltalín og Frosti Viðar Gunnarsson munu hætta að dæma eftir þetta tímabil. Helgi Mikael Jónasson dómari og Gylfi Tryggvason aðstoðardómari munu taka þeirra sæti á FIFA listanum. FIFA listinn þarf að vera klár í júní á næsta ári en ekki í lok september eins og verið hefur. FIFA-dómararnir fyrir árið 2019 verða því auk Helga Mikaels þeir Bríet Bragadóttir, Ívar Orri Kristjánsson, Vilhjálmur Alvar Þórarinsson og Þorvaldur Árnason. Helgi Mikael Jónasson er fæddur í október 1993 og er því nýorðinn 25 ára. Hann hefur dæmt í Pepsi-deild karla undanfarin þrjú tímabil og samtals 35 leiki. Hann hefur dæmt fleiri leiki á hverju ári og dæmdi 16 leiki í 22 umferðum síðasta sumar.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Sjá meira