Bergþór biðst afsökunar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. nóvember 2018 01:01 Bergþór kannast ekki við að hafa notað orðfæri áður á borð við það sem DV og Stundin hafi eftir honum. Inga Sæland svaraði ekki fyrirspurnum fréttastofu í kvöld. Vísir Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir að svo virðist sem hann hafi notað orðfæri honum framandi á hótelbar í liðinni viku. Stundin greindi frá því í kvöld að Bergþór hefði kallað Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, „húrrandi klikkaða kuntu“. Bergþór segir í færslu á Facebook hafa rætt við Ingu í kvöld og beðið hana afsökunar á framgöngu sinni. Bergþór sat að sumbli á hótelbar í miðborginni þann 20. nóvember ásamt kollegum úr Miðflokki og Flokki fólksins. Á upptökum sem bárust DV og Stundinni í formi nafnleysis hvetja þingmenn Miðflokksins Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson, þingmenn Flokks fólksins, til að skipta um lið. En þetta snýst allt um, og ég held við séum öll í þessum slag til að láta gott af okkur leiða, og það eru miklu meiri líkur til þess að það gerist undir merkjum Miðflokksins heldur en Flokks fólksins af því að þið eruð með þessa húrrandi klikkuðu kuntu sem formann Flokks fólksins, sem þið ráðið ekkert við. Þið ráðið ekkert við hana. Segið mér ef ég hef rangt fyrir mér. Ég mundi ekki ráða við hana, Sigmundur mundi ekki. Hún er fokking tryllt. Komið til okkar.“ Gunnar Bragi Sveinsson er þingflokksformaður Miðflokksins.Vísir/Hanna Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, var einn þeirra sex þingmanna sem ræddu málin umrætt kvöld. Hafa orð hans vakið mikla athygli miðað við fyrri ummæli um að breyta þurfi orðræðu karla í bakherbergjum. Hann tjáði DV í kvöld að öll umræða um að fá þingmenn yfir í aðra flokka væri á léttum nótum. Það væri oft talað á þessum nótum og væri grín. Bergþór segir að sér hafi orðið hressilega á í messunni umrætt kvöld og notað munnsöfnuð í garð Ingu sem hefði ekkert sér til sakar unnið að verðskulda það. „Þar virðist ég hafa notað orðfæri sem er mér framandi og ég veit ekki til að ég hafi áður notað.“ Hann lýsir yfir ánægju með samstarfið við Flokk fólksins. „Flest þekkjum við að hafa í lokuðu rými talað óvarlega, og jafnvel af ósanngirni um annað fólk, þá sérstaklega þegar öl er haft um hönd, en það breytir því ekki að svona á maður ekki að tala um fólk.“ Inga Sæland svaraði ekki fyrirspurnum fréttastofu í kvöld en tjáði DV að Miðflokkurinn gæti étið það sem úti frysi. Uppfært klukkan 08:09: Karl Gauti Hjaltason hefur sent fjölmiðlum yfirlýsingu vegna orða sinna: Ég harma ummæli sem ég lét falla á veitingastað fyrir stuttu síðan og hafa birst í nokkrum fjölmiðlum. Af því tilefni vil ég taka fram að ég er ekki á förum úr Flokki fólksins, styð stefnu flokksins og ber traust til formanns hans, Ingu Sæland. Við höfum unnið að einurð fyrir kjósendur okkar og lagt fram mörg góð mál sem við hétum því að vinna að. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Glæfralegar yfirlýsingar þingmanna munu draga dilk á eftir sér Formaður Samfylkingarinnar segir ömurlegt að lesa níð um Ingu Sæland og hrossakaup með sendiherrastöður. 28. nóvember 2018 21:16 Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17 Gunnar Bragi annar í orði en á barborði Utanríkisráðherrann þáverandi talaði um að breyta þyrfti hugsunarhætti karlmanna í búningsklefanum og rakarastofunni. 28. nóvember 2018 23:32 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Sjá meira
Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir að svo virðist sem hann hafi notað orðfæri honum framandi á hótelbar í liðinni viku. Stundin greindi frá því í kvöld að Bergþór hefði kallað Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, „húrrandi klikkaða kuntu“. Bergþór segir í færslu á Facebook hafa rætt við Ingu í kvöld og beðið hana afsökunar á framgöngu sinni. Bergþór sat að sumbli á hótelbar í miðborginni þann 20. nóvember ásamt kollegum úr Miðflokki og Flokki fólksins. Á upptökum sem bárust DV og Stundinni í formi nafnleysis hvetja þingmenn Miðflokksins Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson, þingmenn Flokks fólksins, til að skipta um lið. En þetta snýst allt um, og ég held við séum öll í þessum slag til að láta gott af okkur leiða, og það eru miklu meiri líkur til þess að það gerist undir merkjum Miðflokksins heldur en Flokks fólksins af því að þið eruð með þessa húrrandi klikkuðu kuntu sem formann Flokks fólksins, sem þið ráðið ekkert við. Þið ráðið ekkert við hana. Segið mér ef ég hef rangt fyrir mér. Ég mundi ekki ráða við hana, Sigmundur mundi ekki. Hún er fokking tryllt. Komið til okkar.“ Gunnar Bragi Sveinsson er þingflokksformaður Miðflokksins.Vísir/Hanna Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, var einn þeirra sex þingmanna sem ræddu málin umrætt kvöld. Hafa orð hans vakið mikla athygli miðað við fyrri ummæli um að breyta þurfi orðræðu karla í bakherbergjum. Hann tjáði DV í kvöld að öll umræða um að fá þingmenn yfir í aðra flokka væri á léttum nótum. Það væri oft talað á þessum nótum og væri grín. Bergþór segir að sér hafi orðið hressilega á í messunni umrætt kvöld og notað munnsöfnuð í garð Ingu sem hefði ekkert sér til sakar unnið að verðskulda það. „Þar virðist ég hafa notað orðfæri sem er mér framandi og ég veit ekki til að ég hafi áður notað.“ Hann lýsir yfir ánægju með samstarfið við Flokk fólksins. „Flest þekkjum við að hafa í lokuðu rými talað óvarlega, og jafnvel af ósanngirni um annað fólk, þá sérstaklega þegar öl er haft um hönd, en það breytir því ekki að svona á maður ekki að tala um fólk.“ Inga Sæland svaraði ekki fyrirspurnum fréttastofu í kvöld en tjáði DV að Miðflokkurinn gæti étið það sem úti frysi. Uppfært klukkan 08:09: Karl Gauti Hjaltason hefur sent fjölmiðlum yfirlýsingu vegna orða sinna: Ég harma ummæli sem ég lét falla á veitingastað fyrir stuttu síðan og hafa birst í nokkrum fjölmiðlum. Af því tilefni vil ég taka fram að ég er ekki á förum úr Flokki fólksins, styð stefnu flokksins og ber traust til formanns hans, Ingu Sæland. Við höfum unnið að einurð fyrir kjósendur okkar og lagt fram mörg góð mál sem við hétum því að vinna að.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Glæfralegar yfirlýsingar þingmanna munu draga dilk á eftir sér Formaður Samfylkingarinnar segir ömurlegt að lesa níð um Ingu Sæland og hrossakaup með sendiherrastöður. 28. nóvember 2018 21:16 Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17 Gunnar Bragi annar í orði en á barborði Utanríkisráðherrann þáverandi talaði um að breyta þyrfti hugsunarhætti karlmanna í búningsklefanum og rakarastofunni. 28. nóvember 2018 23:32 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Sjá meira
Glæfralegar yfirlýsingar þingmanna munu draga dilk á eftir sér Formaður Samfylkingarinnar segir ömurlegt að lesa níð um Ingu Sæland og hrossakaup með sendiherrastöður. 28. nóvember 2018 21:16
Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17
Gunnar Bragi annar í orði en á barborði Utanríkisráðherrann þáverandi talaði um að breyta þyrfti hugsunarhætti karlmanna í búningsklefanum og rakarastofunni. 28. nóvember 2018 23:32