Lífið

Kevin Hart var skíthræddur við dýrin hans Robert Irwin

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hart og Fallon voru ekkert ýkja spenntir fyrir gestunum.
Hart og Fallon voru ekkert ýkja spenntir fyrir gestunum.
Robert Irwin, sem sennilega er þekktastur fyrir að vera sonur krókódílaveiðimannsins Steve Irwin, mætti í heimsókn til spjallþáttastjórnandans Jimmy Fallon nú á dögunum og steig þar í fótspor föður síns, sem mætti reglulega í sama þátt, þegar hann var undir stjórn Jay Leno.

Þetta var í annað sinn sem Irwin yngri mætir til Fallon. Þeir feðgar bera ekki bara sama eftirnafnið, því Robert er sláandi líkur föður sínum og hefur yfir að búa sama áhuga á dýralífi líkt og faðir sinn, sem öðlaðist heimsfrægð ásamt eiginkonu sinni, Terri Irwin, þegar þau gerðu heimildaþætti um dýralíf Ástralíu. Hann lét lífið við gerð sambærilegra dýralífsþátta árið 2006.

Í þættinum fékk grínistinn Kevin Hart að kynnast nokkrum dýrum sem Irwin mætti með sér í þáttinn og má segja að hann hafi ekkert verið neitt sérstaklega hrifinn af uppátækinu.

Myndband af heimsókn Irwin er eitt það vinsælasta á YouTube um þessar mundir og hafa margar milljónir horft á þegar þessi frétt er skrifuð. Jimmy Fallon var ekkert heldur mjög hrifinn af gestunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×