Fannst hún of feit til að fara á stefnumót: „Fór að hugsa um mig sem manneskju“ Stefán Árni Pálsson skrifar 24. september 2018 10:30 Fanney Dóra Veigarsdóttir ræddi við Völu Matt í síðustu viku. Ein af stærstu samfélagsmiðlastjörnum landsins, Fanney Dóra Veigarsdóttir, hefur verið óhemju opinská og einlæg í viðtölum og á miðlum sínum. En glansmyndir af henni á Instagram, heimasíðunni hennar og á YouTube segja ekki alla söguna því Fanney hefur verið að berjast við bæði kvíða og depurð. Vala Matt hitti Fanney í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 á föstudagskvöldið. „Ég byrjaði á mínum samfélagsmiðlum alls ekkert neitt tengt tilfinningum en svo áttaði ég mig á því einn daginn að ég hefði svo mikið þurft að einhver hefði verið að tala um þessar tilfinningar þegar ég var yngri og ég vissi ekki einu sinni að þær hefðu nafn,“ segir Fanney Dór sem er förðunarfræðingur og háskólanemi „Þá ákvað ég bara að byrja að sýna hvernig þær stjórnuðu mér og hvernig ég ætlaði mér að breyta því. Ég hef alltaf verið með frekar lélegt sjálfstraust síðan ég var ung. Það eina sem maður sá var fallegt fólk. Maður horfði á fallegt fólk í sjónvarpinu og sá myndir af fallegu fólki. Um leið og ég áttaði mig á því að það voru ekkert allir þannig og það ættu allir sinn djöful að draga, þá áttaði ég mig á því hverju ég þyrfti að breyta hjá sjálfri mér.“Fanney er mjög virk á samfélagsmiðlum sínum.Fanney segist hafa unnið í sjálfstrausti sínu með því að horfa á sig nákvæmlega eins og hún er á þeim tíma. „Ég áttaði mig á því að það skipti engu máli þó ég grennist um þessi tuttugu kíló, ég þarf að elska manneskjuna sem ég er, því ég verð alltaf ég. Hvort sem ég breytist í framtíðinni eða ekki. Þannig varð sjálfstraust mitt svo miklu betra og ég er allt önnur manneskja í dag. Fólk getur núna leitað uppi fólk eins og mig á samfélagsmiðlum. Það getur auðvitað leitað uppi þetta fullkomna fólk en það getur líka skoðað mig sem vill bara vera ég sjálf.“ Hún segir að fólk eigi ekki að taka allt sem það sér á samfélagsmiðlum mikið inn á sig. Hún segist hafa haft mikla fordóma fyrir sjálfri sér.Fyrsta stefnumótið skilaði henni kærastanum sem hún á í dag.„Ég hélt alltaf að vinkonur mínar vildu fá mig með í sund til að ég gæti verið feita vinkonan og í dag segja þær bara við mig: ert þú eitthvað rugluð? Og ég missti af svo mörgum sundferðum út af því hvernig ég leit út. Ég bjó til ákveðna möntru sem var að ég væri nóg og fullkomin. Svolítið bjó það til þó mér fyndist það ekki, en svo allt í einu fór mér að finnast það.“ Fanney fannst hún alltaf of feit til að fara á stefnumót. „Ég fór að hugsa um mig sem manneskju, ekki sem einhvern endalausan útlitsstimpil. Ég hætti að spá í því hver ég væri og hvernig ég væri. Út frá því fór ég að þora að fara á stefnumót, eitthvað sem ég hafði aldrei þorað að gera. Það er svo auðvelt að kynnast fólki á netinu en þá sagði ég alltaf nei, því ég hélt að hann myndi kannski finnast ég feitari en ég var á myndum. Þetta var alvöru hræðsla hjá mér og síðan hugsaði ég hvenær ætla ég að komast yfir þetta. Þá þurfti ég bara að taka ákvörðun hvort ég ætlaði að vera ein að eilífu og fyrsti strákurinn sem ég fór á stefnumót með er kærastinn minn í dag.“ Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Lífið Fleiri fréttir Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ „Við vitum aldrei hvenær draugarnir banka uppá“ Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Eyddi Youtube síðu sonarins Prestur og brauðterta í tíu þúsund manna fermingarveislu FM95BLÖ Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Játning í Svörtum söndum Tóm hamingja hjá forsetanum Hafi áður tekið of stóran skammt Er einfaldlega að finna út úr kynhneigð sinni Kynntust í fyrri seríunni Sjá meira
Ein af stærstu samfélagsmiðlastjörnum landsins, Fanney Dóra Veigarsdóttir, hefur verið óhemju opinská og einlæg í viðtölum og á miðlum sínum. En glansmyndir af henni á Instagram, heimasíðunni hennar og á YouTube segja ekki alla söguna því Fanney hefur verið að berjast við bæði kvíða og depurð. Vala Matt hitti Fanney í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 á föstudagskvöldið. „Ég byrjaði á mínum samfélagsmiðlum alls ekkert neitt tengt tilfinningum en svo áttaði ég mig á því einn daginn að ég hefði svo mikið þurft að einhver hefði verið að tala um þessar tilfinningar þegar ég var yngri og ég vissi ekki einu sinni að þær hefðu nafn,“ segir Fanney Dór sem er förðunarfræðingur og háskólanemi „Þá ákvað ég bara að byrja að sýna hvernig þær stjórnuðu mér og hvernig ég ætlaði mér að breyta því. Ég hef alltaf verið með frekar lélegt sjálfstraust síðan ég var ung. Það eina sem maður sá var fallegt fólk. Maður horfði á fallegt fólk í sjónvarpinu og sá myndir af fallegu fólki. Um leið og ég áttaði mig á því að það voru ekkert allir þannig og það ættu allir sinn djöful að draga, þá áttaði ég mig á því hverju ég þyrfti að breyta hjá sjálfri mér.“Fanney er mjög virk á samfélagsmiðlum sínum.Fanney segist hafa unnið í sjálfstrausti sínu með því að horfa á sig nákvæmlega eins og hún er á þeim tíma. „Ég áttaði mig á því að það skipti engu máli þó ég grennist um þessi tuttugu kíló, ég þarf að elska manneskjuna sem ég er, því ég verð alltaf ég. Hvort sem ég breytist í framtíðinni eða ekki. Þannig varð sjálfstraust mitt svo miklu betra og ég er allt önnur manneskja í dag. Fólk getur núna leitað uppi fólk eins og mig á samfélagsmiðlum. Það getur auðvitað leitað uppi þetta fullkomna fólk en það getur líka skoðað mig sem vill bara vera ég sjálf.“ Hún segir að fólk eigi ekki að taka allt sem það sér á samfélagsmiðlum mikið inn á sig. Hún segist hafa haft mikla fordóma fyrir sjálfri sér.Fyrsta stefnumótið skilaði henni kærastanum sem hún á í dag.„Ég hélt alltaf að vinkonur mínar vildu fá mig með í sund til að ég gæti verið feita vinkonan og í dag segja þær bara við mig: ert þú eitthvað rugluð? Og ég missti af svo mörgum sundferðum út af því hvernig ég leit út. Ég bjó til ákveðna möntru sem var að ég væri nóg og fullkomin. Svolítið bjó það til þó mér fyndist það ekki, en svo allt í einu fór mér að finnast það.“ Fanney fannst hún alltaf of feit til að fara á stefnumót. „Ég fór að hugsa um mig sem manneskju, ekki sem einhvern endalausan útlitsstimpil. Ég hætti að spá í því hver ég væri og hvernig ég væri. Út frá því fór ég að þora að fara á stefnumót, eitthvað sem ég hafði aldrei þorað að gera. Það er svo auðvelt að kynnast fólki á netinu en þá sagði ég alltaf nei, því ég hélt að hann myndi kannski finnast ég feitari en ég var á myndum. Þetta var alvöru hræðsla hjá mér og síðan hugsaði ég hvenær ætla ég að komast yfir þetta. Þá þurfti ég bara að taka ákvörðun hvort ég ætlaði að vera ein að eilífu og fyrsti strákurinn sem ég fór á stefnumót með er kærastinn minn í dag.“
Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Lífið Fleiri fréttir Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ „Við vitum aldrei hvenær draugarnir banka uppá“ Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Eyddi Youtube síðu sonarins Prestur og brauðterta í tíu þúsund manna fermingarveislu FM95BLÖ Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Játning í Svörtum söndum Tóm hamingja hjá forsetanum Hafi áður tekið of stóran skammt Er einfaldlega að finna út úr kynhneigð sinni Kynntust í fyrri seríunni Sjá meira