Traust Guðmundur Steingrímsson skrifar 24. september 2018 07:00 Allt frá því að traust hrundi á Íslandi, til stjórnmálamanna aðallega (og bankamanna), fyrir 10 árum í Hruninu, sem við köllum svo – vegna þess að allt einhvern veginn hrundi – hefur reglulega skotið upp kollinum umræða um það innan stjórnmálanna hvernig megi auka traust og líka af hverju traustið sé svona lítið. Ég veit ekki alveg hvort ég treysti mér í þessa umræðu. Ég er svolítið ringlaður þegar kemur að þessum málum. Ég skil vel af hverju traustið er svona lítið en á sama tíma klóra ég mér í höfðinu yfir því. Á ákveðinn hátt kemur það mér alls ekki á óvart að alþingismenn skuli njóta lítils trausts. Ekki vegna þess að alþingismenn séu almennt svikahrappar, heldur meira út af eðli starfsins og hvað það þýðir í samfélaginu að gegna því. Ég held að traust til alþingis muni alltaf endurspegla traust fólks almennt til þjóðar sinnar, samborgara og jafnvel sjálfs sín. Á þingi situr þverskurður þjóðarinnar. Sextíu og þrír einstaklingar eru valdir af þjóðinni sjálfri til að sýsla með löggjafarvaldið. Á þingi situr þar af leiðandi alls konar fólk. Þar eru fulltrúar stálheiðarlegra, ekki svo heiðarlegra, athafnasamra, kærulausra, smámunasamra, mælskra, óheppinna, langrækinna, vænisjúkra, kærleiksríkra, fyndinna, ófyndinna og guð má vita hvað. Allt þetta fólk er kosið af okkur hinum. Hið athyglisverða er, að nánast daginn eftir að þessir fjölbreytilegu fulltrúar okkar taka sæti á þingi hætta flestir að treysta þeim, jafnvel af engri sýnilegri ástæðu. Fólkið – með hugsanlega einstaka undantekningum – hefur nákvæmlega ekkert gert af sér annað en að setjast á þing. Á þeim tímapunkti hrynur traustið. Hvernig á að túlka þetta? Jú, ég held að þetta sýni að í grunninn treystir þjóðin ekki þjóðinni. Þjóðin er ósátt við sig. Hún hafnar vali sínu. Valið er spegill og spegilmyndin þykir ófögur. Þessi sjálfsóánægja er tekin út á alþingismönnum.Grunsamlegar alhæfingar Það sem vekur þessar grunsemdir mínar er einkum það, að hið almenna viðhorf um skort á trausti til þingsins er mjög oft sett fram sem alhæfing (og hér er ég að passa mig á því að alhæfa ekki). Þetta eru allt lygarar, þessir andskotar. Þetta er svíkjandi og ljúgandi allan daginn, þetta lið. Þau eru alltaf að rífast um ekki neitt. Svona alhæfingar eru augljóslega ekki réttar. Sumir eru hugsanlega lygarar (en ljúga þó varla allan daginn). Sumir eru svikarar. Sumir rífast, en þó sjaldnast um ekki neitt. Sumir ljúga bara alls ekki og hafa kannski aldrei logið á ævinni (sem mun ábyggilega koma þeim í koll). Sumir eru rosalega vandir að virðingu sinni og láta aldrei tæla sig í ómálefnalegt orðaskak, nema mögulega út af misskilningi. Í þessar manngreiningar er hins vegar sjaldan farið. Þetta segir mér að traustleysið sem ríkir til fólks í stjórnmálum snýst ekki um mannkosti fólksins eða hvað það gerir eða gerir ekki, heldur snýst þetta meira um almenna stemningu. Það eru einfaldlega ákaflega fáir reiðubúnir til þess að treysta alþingismönnum. Það er bara þannig. Það er nánast hægt að skrifað það inn í starfslýsingu þingmanns að taki manneskja sæti á þingi skuli hún gera ráð fyrir því að missa traust og vera tortryggð sem slík, jafnvel fram á grafarbakkann.Lýsing um bjartan dag Ný skýrsla kom út um daginn. Um traust til stjórnmála og hvernig eigi að efla það. Starfshópur um aukið traust er búinn að smíða traustvekjandi tillögur. Það á að auka gagnsæi, svokallað. Það á að setja betri reglur um hagsmunaskráningu og það á að setja reglur um lobbýista. Og margt fleira. Gott og vel. Og Siðfræðistofnun á að vera ríkisstjórninni til ráðgjafar. Það getur vel verið að þetta leiði til enn betri starfsemi á þingi og í ráðuneytunum. Fólk verði enn frekar á tánum, passi sig, fari eftir reglunum. Hið nýja og góða máltæki „að kaupa lýsingu um hábjartan dag“ kemur þó óneitanlega upp í hugann. Eins og fólk veit merkir máltækið það, að mjög miklu fé og tíma sé varið í óþarfa. Að eitthvað sé gert með ærinni fyrirhöfn, sem bætir litlu við og gerir lítið til að leysa fyrirliggjandi vanda. Ég held að með hinni miklu áherslu á siðbót, betri ferla, dýpri skilgreiningar, siðfræðiráðgjöf, gagnsæi, skráningar og svoleiðis hluti, sem eru allir góðra gjalda verðir og jafnvel sjálfsagðir, sé verið að kaupa lýsingu um hábjartan dag. Stærsti vandinn er ekki þessi. Þótt alþingismenn yrðu siðferðisleg ofurmenni, í skikkju og klæddir í nærbuxurnar utan yfir buxurnar í þágu gagnsæis, er allt eins líklegt að þeir nytu samt ekki trausts. Vandinn er, vil ég meina, á einhvern hátt dýpri og flóknari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Sjá meira
Allt frá því að traust hrundi á Íslandi, til stjórnmálamanna aðallega (og bankamanna), fyrir 10 árum í Hruninu, sem við köllum svo – vegna þess að allt einhvern veginn hrundi – hefur reglulega skotið upp kollinum umræða um það innan stjórnmálanna hvernig megi auka traust og líka af hverju traustið sé svona lítið. Ég veit ekki alveg hvort ég treysti mér í þessa umræðu. Ég er svolítið ringlaður þegar kemur að þessum málum. Ég skil vel af hverju traustið er svona lítið en á sama tíma klóra ég mér í höfðinu yfir því. Á ákveðinn hátt kemur það mér alls ekki á óvart að alþingismenn skuli njóta lítils trausts. Ekki vegna þess að alþingismenn séu almennt svikahrappar, heldur meira út af eðli starfsins og hvað það þýðir í samfélaginu að gegna því. Ég held að traust til alþingis muni alltaf endurspegla traust fólks almennt til þjóðar sinnar, samborgara og jafnvel sjálfs sín. Á þingi situr þverskurður þjóðarinnar. Sextíu og þrír einstaklingar eru valdir af þjóðinni sjálfri til að sýsla með löggjafarvaldið. Á þingi situr þar af leiðandi alls konar fólk. Þar eru fulltrúar stálheiðarlegra, ekki svo heiðarlegra, athafnasamra, kærulausra, smámunasamra, mælskra, óheppinna, langrækinna, vænisjúkra, kærleiksríkra, fyndinna, ófyndinna og guð má vita hvað. Allt þetta fólk er kosið af okkur hinum. Hið athyglisverða er, að nánast daginn eftir að þessir fjölbreytilegu fulltrúar okkar taka sæti á þingi hætta flestir að treysta þeim, jafnvel af engri sýnilegri ástæðu. Fólkið – með hugsanlega einstaka undantekningum – hefur nákvæmlega ekkert gert af sér annað en að setjast á þing. Á þeim tímapunkti hrynur traustið. Hvernig á að túlka þetta? Jú, ég held að þetta sýni að í grunninn treystir þjóðin ekki þjóðinni. Þjóðin er ósátt við sig. Hún hafnar vali sínu. Valið er spegill og spegilmyndin þykir ófögur. Þessi sjálfsóánægja er tekin út á alþingismönnum.Grunsamlegar alhæfingar Það sem vekur þessar grunsemdir mínar er einkum það, að hið almenna viðhorf um skort á trausti til þingsins er mjög oft sett fram sem alhæfing (og hér er ég að passa mig á því að alhæfa ekki). Þetta eru allt lygarar, þessir andskotar. Þetta er svíkjandi og ljúgandi allan daginn, þetta lið. Þau eru alltaf að rífast um ekki neitt. Svona alhæfingar eru augljóslega ekki réttar. Sumir eru hugsanlega lygarar (en ljúga þó varla allan daginn). Sumir eru svikarar. Sumir rífast, en þó sjaldnast um ekki neitt. Sumir ljúga bara alls ekki og hafa kannski aldrei logið á ævinni (sem mun ábyggilega koma þeim í koll). Sumir eru rosalega vandir að virðingu sinni og láta aldrei tæla sig í ómálefnalegt orðaskak, nema mögulega út af misskilningi. Í þessar manngreiningar er hins vegar sjaldan farið. Þetta segir mér að traustleysið sem ríkir til fólks í stjórnmálum snýst ekki um mannkosti fólksins eða hvað það gerir eða gerir ekki, heldur snýst þetta meira um almenna stemningu. Það eru einfaldlega ákaflega fáir reiðubúnir til þess að treysta alþingismönnum. Það er bara þannig. Það er nánast hægt að skrifað það inn í starfslýsingu þingmanns að taki manneskja sæti á þingi skuli hún gera ráð fyrir því að missa traust og vera tortryggð sem slík, jafnvel fram á grafarbakkann.Lýsing um bjartan dag Ný skýrsla kom út um daginn. Um traust til stjórnmála og hvernig eigi að efla það. Starfshópur um aukið traust er búinn að smíða traustvekjandi tillögur. Það á að auka gagnsæi, svokallað. Það á að setja betri reglur um hagsmunaskráningu og það á að setja reglur um lobbýista. Og margt fleira. Gott og vel. Og Siðfræðistofnun á að vera ríkisstjórninni til ráðgjafar. Það getur vel verið að þetta leiði til enn betri starfsemi á þingi og í ráðuneytunum. Fólk verði enn frekar á tánum, passi sig, fari eftir reglunum. Hið nýja og góða máltæki „að kaupa lýsingu um hábjartan dag“ kemur þó óneitanlega upp í hugann. Eins og fólk veit merkir máltækið það, að mjög miklu fé og tíma sé varið í óþarfa. Að eitthvað sé gert með ærinni fyrirhöfn, sem bætir litlu við og gerir lítið til að leysa fyrirliggjandi vanda. Ég held að með hinni miklu áherslu á siðbót, betri ferla, dýpri skilgreiningar, siðfræðiráðgjöf, gagnsæi, skráningar og svoleiðis hluti, sem eru allir góðra gjalda verðir og jafnvel sjálfsagðir, sé verið að kaupa lýsingu um hábjartan dag. Stærsti vandinn er ekki þessi. Þótt alþingismenn yrðu siðferðisleg ofurmenni, í skikkju og klæddir í nærbuxurnar utan yfir buxurnar í þágu gagnsæis, er allt eins líklegt að þeir nytu samt ekki trausts. Vandinn er, vil ég meina, á einhvern hátt dýpri og flóknari.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun