Paul Allen látinn Andri Eysteinsson skrifar 15. október 2018 22:17 Paul Allen lést í dag eftir baráttu við krabbamein. EPA/Andrew Gombert Paul Allen meðstofnandi Microsoft og eigandi NFL liðsins Seattle Seahawks og NBA liðsins Portland Trailblazers er látinn 65 ára að aldri eftir langvarandi baráttu við eitilfrumukrabbamein. Paul Allen fæddist í Seattle í Washington-ríki árið 1953. Hann gekk í Lakeside einkaskólann þar sem hann kynntist Bill Gates sem deildi áhuga hans á tölvum. Allen hóf nám við Washington State háskólann en hætti námi til að starfa ásamt Gates félaga sínum. Þeir félagar stofnuðu árið 1975 fyrirtækið Microsoft, nafn fyrirtækisins var uppástunga Allen. Microsoft varð, eins og þjóð veit, eitt stærsta fyrirtæki heims og urðu þeir félagar Allen og Gates að einum af ríkustu mönnum heims. Báðir höfðu þeir þó gefið mikið af auðæfum sínum til góðgerðarmála. Allen var einn þeirra sem tóku þátt í verkefninu The Giving Pledge og með því lofaði hann því að ánafna helming auðs síns hið minnsta til góðgerðamála. Allen hefur í gegnum tíðina vanir komur sínar hingað til lands og hefur ofursnekkja hans, Octupus, vakið mikla athygli þegar hún liggur í Reykjavíkurhöfn. Snekkjan nýtist þó líka til rannsókna og hefur hún oft verið við Íslandsstrendur án Allen sjálfs. Allen hafði gríðarlegan áhuga á íþróttum og var hann til að mynda eigandi NBA liðsins Portland TrailBlazers og NFL liðsins Seattle Seahawks, einnig var hann hlutareigandi í MLS liðinu Seattle Sounders. Einnig styrkti Allen vísindi með fjárgjöfum en fjölmargar stofnanir á sviðum læknavísinda og umhverfisverndar bera nafn hans. Allen greindist fyrst með eitilfrumukrabbamein árið 1982, Allen greindist í annað skiptið 2009 og loks nú fyrir 2 vikum síðan tilkynnti hann að krabbameinið hefði tekið sig upp aftur. Allen kvæntist aldrei og átti engin börn, hann lést 65 ára að aldri. Andlát Tengdar fréttir Ofursnekkja í Reykjavík - Paul Allen kominn aftur? Risasnekkjan Octopus er komin aftur hingað til lands. Snekkjan er í eigu auðkýfingsins Paul Allens sem er annar stofnanda Microsoft. Snekkjan kom hingað til lands í morgun og er vel sýnileg ökumönnum og gangandi vegfarendum á Sæbrautinni. 19. ágúst 2012 16:36 Auðkýfingur og Íslandsvinur þróar stærstu flugvél veraldar Auðkýfingurinn og Íslandsvinurinn Paul Allen mun smíða stærstu flugvél veraldar innan fimm ára. Vænghaf flugvélarinnar verður 117 metrar en það er 30 metrum meira en á Airbus 380, stærstu flugvél heims. 31. janúar 2012 21:10 Paul Allen fékk sér hamborgara á Búllunni Hamborgarabúlla Tómasar í Geirsgötu við höfnina í Reykjavík hefur fengið marga skipverja af Octopus, risasnekkju í eigu Pauls Allen auðkýfings, á staðinn til sín í dag. Þar hafa þeir borðað og drukkið ýmist, Coke eða Coke light. 5. ágúst 2010 17:46 Teymi Paul Allen sótti skipsbjöllu HMS Hood Skipinu var sökkt skammt frá Íslandi árið 1941 en það var mesta herskip sem breski flotinn hefur átt. 8. ágúst 2015 20:30 Hver er þessi Paul Allen? Bandaríski milljarðamæringurinn Paul Allen er staddur á landinu. Heimsókn hans hefur vakið gríðarlega athygli, enda fer lúxussnekkja hans, sem er ein sú stærsta í heimi, ekki framhjá neinum. Paul stofnaði Microsoft á sínum tíma ásamt Bill Gates og er í 37. sæti yfir ríkustu menn heims samkvæmt tímaritinu Forbes. 7. ágúst 2010 06:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir Sjá meira
Paul Allen meðstofnandi Microsoft og eigandi NFL liðsins Seattle Seahawks og NBA liðsins Portland Trailblazers er látinn 65 ára að aldri eftir langvarandi baráttu við eitilfrumukrabbamein. Paul Allen fæddist í Seattle í Washington-ríki árið 1953. Hann gekk í Lakeside einkaskólann þar sem hann kynntist Bill Gates sem deildi áhuga hans á tölvum. Allen hóf nám við Washington State háskólann en hætti námi til að starfa ásamt Gates félaga sínum. Þeir félagar stofnuðu árið 1975 fyrirtækið Microsoft, nafn fyrirtækisins var uppástunga Allen. Microsoft varð, eins og þjóð veit, eitt stærsta fyrirtæki heims og urðu þeir félagar Allen og Gates að einum af ríkustu mönnum heims. Báðir höfðu þeir þó gefið mikið af auðæfum sínum til góðgerðarmála. Allen var einn þeirra sem tóku þátt í verkefninu The Giving Pledge og með því lofaði hann því að ánafna helming auðs síns hið minnsta til góðgerðamála. Allen hefur í gegnum tíðina vanir komur sínar hingað til lands og hefur ofursnekkja hans, Octupus, vakið mikla athygli þegar hún liggur í Reykjavíkurhöfn. Snekkjan nýtist þó líka til rannsókna og hefur hún oft verið við Íslandsstrendur án Allen sjálfs. Allen hafði gríðarlegan áhuga á íþróttum og var hann til að mynda eigandi NBA liðsins Portland TrailBlazers og NFL liðsins Seattle Seahawks, einnig var hann hlutareigandi í MLS liðinu Seattle Sounders. Einnig styrkti Allen vísindi með fjárgjöfum en fjölmargar stofnanir á sviðum læknavísinda og umhverfisverndar bera nafn hans. Allen greindist fyrst með eitilfrumukrabbamein árið 1982, Allen greindist í annað skiptið 2009 og loks nú fyrir 2 vikum síðan tilkynnti hann að krabbameinið hefði tekið sig upp aftur. Allen kvæntist aldrei og átti engin börn, hann lést 65 ára að aldri.
Andlát Tengdar fréttir Ofursnekkja í Reykjavík - Paul Allen kominn aftur? Risasnekkjan Octopus er komin aftur hingað til lands. Snekkjan er í eigu auðkýfingsins Paul Allens sem er annar stofnanda Microsoft. Snekkjan kom hingað til lands í morgun og er vel sýnileg ökumönnum og gangandi vegfarendum á Sæbrautinni. 19. ágúst 2012 16:36 Auðkýfingur og Íslandsvinur þróar stærstu flugvél veraldar Auðkýfingurinn og Íslandsvinurinn Paul Allen mun smíða stærstu flugvél veraldar innan fimm ára. Vænghaf flugvélarinnar verður 117 metrar en það er 30 metrum meira en á Airbus 380, stærstu flugvél heims. 31. janúar 2012 21:10 Paul Allen fékk sér hamborgara á Búllunni Hamborgarabúlla Tómasar í Geirsgötu við höfnina í Reykjavík hefur fengið marga skipverja af Octopus, risasnekkju í eigu Pauls Allen auðkýfings, á staðinn til sín í dag. Þar hafa þeir borðað og drukkið ýmist, Coke eða Coke light. 5. ágúst 2010 17:46 Teymi Paul Allen sótti skipsbjöllu HMS Hood Skipinu var sökkt skammt frá Íslandi árið 1941 en það var mesta herskip sem breski flotinn hefur átt. 8. ágúst 2015 20:30 Hver er þessi Paul Allen? Bandaríski milljarðamæringurinn Paul Allen er staddur á landinu. Heimsókn hans hefur vakið gríðarlega athygli, enda fer lúxussnekkja hans, sem er ein sú stærsta í heimi, ekki framhjá neinum. Paul stofnaði Microsoft á sínum tíma ásamt Bill Gates og er í 37. sæti yfir ríkustu menn heims samkvæmt tímaritinu Forbes. 7. ágúst 2010 06:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir Sjá meira
Ofursnekkja í Reykjavík - Paul Allen kominn aftur? Risasnekkjan Octopus er komin aftur hingað til lands. Snekkjan er í eigu auðkýfingsins Paul Allens sem er annar stofnanda Microsoft. Snekkjan kom hingað til lands í morgun og er vel sýnileg ökumönnum og gangandi vegfarendum á Sæbrautinni. 19. ágúst 2012 16:36
Auðkýfingur og Íslandsvinur þróar stærstu flugvél veraldar Auðkýfingurinn og Íslandsvinurinn Paul Allen mun smíða stærstu flugvél veraldar innan fimm ára. Vænghaf flugvélarinnar verður 117 metrar en það er 30 metrum meira en á Airbus 380, stærstu flugvél heims. 31. janúar 2012 21:10
Paul Allen fékk sér hamborgara á Búllunni Hamborgarabúlla Tómasar í Geirsgötu við höfnina í Reykjavík hefur fengið marga skipverja af Octopus, risasnekkju í eigu Pauls Allen auðkýfings, á staðinn til sín í dag. Þar hafa þeir borðað og drukkið ýmist, Coke eða Coke light. 5. ágúst 2010 17:46
Teymi Paul Allen sótti skipsbjöllu HMS Hood Skipinu var sökkt skammt frá Íslandi árið 1941 en það var mesta herskip sem breski flotinn hefur átt. 8. ágúst 2015 20:30
Hver er þessi Paul Allen? Bandaríski milljarðamæringurinn Paul Allen er staddur á landinu. Heimsókn hans hefur vakið gríðarlega athygli, enda fer lúxussnekkja hans, sem er ein sú stærsta í heimi, ekki framhjá neinum. Paul stofnaði Microsoft á sínum tíma ásamt Bill Gates og er í 37. sæti yfir ríkustu menn heims samkvæmt tímaritinu Forbes. 7. ágúst 2010 06:00