Fótbolti

Ástralir vilja fá Bolt í lyfjapróf

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Bolt í leik með Mariners.
Bolt í leik með Mariners. vísir/getty
Fljótasti maður allra tíma, Usain Bolt, er að reyna að komast að sem atvinnumaður í knattspyrnu og þó svo hann sé ekki enn kominn með samning er lyfjaeftirlitið byrjað að elta hann.

Bolt skilur ekkert í því af hverju ástralska lyjfaeftirlitið sé á eftir sér. Hann sé ekki einu sinni orðinn atvinnumaður.

„Ég er hættur í frjálsum og er kallaður beint í lyfjapróf í fótboltanum. Ég er ekki einu sinni atvinnumaður. Í alvöru talað?“ segir Bolt svekktur og skilur enn þennan leik því líklega er ekki verið að hundelta aðra menn sem vilja komast á samning.

Bolt hefur verið að æfa með CC Mariners í Ástralíu og skoraði tvö mörk í leik með liðinu á dögunum. Jamaíkamaðurinn er orðinn 32 ára gamall og hætti í frjálsum á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×