Segir brýnt að sameina FME og Seðlabankann Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. ágúst 2018 21:15 Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands Vísir/ÞÞ Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands segir að sú staðreynd að Fjármálaeftirlitið og Seðlabanki Íslands séu enn tvær aðgreindar, sjálfstæðar stofnanir sé vísbending um að Íslendingar hafi ekki dregið rétta lærdóma af banka- og gjaldeyrishruninu 2008. Í fjórum skýrslum sérfræðinga, sem hafa komið út á síðustu árum, er mælt með sameiningu þessara stofnana. Eftir bankahrunið 2008 var hávær umræða um að sameina þyrfti að nýju Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, FME. Þetta var þó ekki gert heldur var samstarf þessara stofnana aukið í staðinn. Í ársbyrjun 2011 var undirritaður nýr samstarfssamningur milli Seðlabankans og FME. Í maí 2014 samþykkti Alþingi svo lög um fjármálastöðugleikaráð, sérstakan samstarfsvettvang þessara stofnana og tók ráðið til starfa sama ár. Ráðið hefur fundað nokkrum sinnum á ári í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Það sem af er þessu ári hefur ráðið fundað þrisvar. Siðast hinn 26. júní síðastliðinn.Á síðustu árum hafa komið út fjórar skýrslur sérfræðinga þar sem mælt er með sameiningu FME og Seðlabankans. Megintillaga finnska bankasérfræðingsins Kaarlo Jännari í skýrslu frá mars 2009 var var að sameina Seðlabanka Íslands og FME eða setja þessar tvær stofnanir undir sömu yfirstjórn. Svíinn Mats Josefsson lagði til í annarri skýrslu frá nóvember 2011 að það myndi styrkja fókus og skilvirkni FME ef að bæði þjóðhags- og eindarvarúð yrði flutt til Seðlabankans en Fjármálaeftirlitið sinnti eingöngu eftirlitshlutverki. Breski bankamaðurinn Sir Andrew Large lagði til í skýrslu sem hann vann fyrir Seðlabankann í maí 2012 að Fjármálaeftirlitið yrði fært inn í Seðlabankann. Kaarlo Jännari vann svo aðra skýrslu í október 2012 ásamt Gavin Bingham og Jóni Sigurðssyni en þremenningarnir lögðu til, orðrétt að: „Samþætta ætti í tveimur áföngum Seðlabanka og Fjármálaeftirlit í einni stofnun sem fari með yfirstjórn peninga- og fjármála á Íslandi.“ Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði segir blasa við að sameina þurfi þessar stofnanir á ný.„Hvað höfum við í rauninni lært af hruninu? Ein helsta gagnrýnin var sú að það væru margir aðilar sem bæru ábyrgð á bönkunum og fjármálastöðugleika. Það er enn þannig. Það eru tveir aðilar sem bera ábyrgð á fjármálastöðugleika. Allir erlendir ráðgjafar segja að þetta fyrirkomulag gangi ekki upp. Seðlabankinn eigi að taka einn ábyrgð á fjármálastöðugleika, enda er hann lánveitandi til þrautavara. Miðað við hvað það er fátt fólk á Íslandi er í raun fáránlegt að vera með tvær greiningardeildir, í Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu, til að greina sama hlutinn,“ segir Ásgeir. Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands segir að sú staðreynd að Fjármálaeftirlitið og Seðlabanki Íslands séu enn tvær aðgreindar, sjálfstæðar stofnanir sé vísbending um að Íslendingar hafi ekki dregið rétta lærdóma af banka- og gjaldeyrishruninu 2008. Í fjórum skýrslum sérfræðinga, sem hafa komið út á síðustu árum, er mælt með sameiningu þessara stofnana. Eftir bankahrunið 2008 var hávær umræða um að sameina þyrfti að nýju Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, FME. Þetta var þó ekki gert heldur var samstarf þessara stofnana aukið í staðinn. Í ársbyrjun 2011 var undirritaður nýr samstarfssamningur milli Seðlabankans og FME. Í maí 2014 samþykkti Alþingi svo lög um fjármálastöðugleikaráð, sérstakan samstarfsvettvang þessara stofnana og tók ráðið til starfa sama ár. Ráðið hefur fundað nokkrum sinnum á ári í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Það sem af er þessu ári hefur ráðið fundað þrisvar. Siðast hinn 26. júní síðastliðinn.Á síðustu árum hafa komið út fjórar skýrslur sérfræðinga þar sem mælt er með sameiningu FME og Seðlabankans. Megintillaga finnska bankasérfræðingsins Kaarlo Jännari í skýrslu frá mars 2009 var var að sameina Seðlabanka Íslands og FME eða setja þessar tvær stofnanir undir sömu yfirstjórn. Svíinn Mats Josefsson lagði til í annarri skýrslu frá nóvember 2011 að það myndi styrkja fókus og skilvirkni FME ef að bæði þjóðhags- og eindarvarúð yrði flutt til Seðlabankans en Fjármálaeftirlitið sinnti eingöngu eftirlitshlutverki. Breski bankamaðurinn Sir Andrew Large lagði til í skýrslu sem hann vann fyrir Seðlabankann í maí 2012 að Fjármálaeftirlitið yrði fært inn í Seðlabankann. Kaarlo Jännari vann svo aðra skýrslu í október 2012 ásamt Gavin Bingham og Jóni Sigurðssyni en þremenningarnir lögðu til, orðrétt að: „Samþætta ætti í tveimur áföngum Seðlabanka og Fjármálaeftirlit í einni stofnun sem fari með yfirstjórn peninga- og fjármála á Íslandi.“ Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði segir blasa við að sameina þurfi þessar stofnanir á ný.„Hvað höfum við í rauninni lært af hruninu? Ein helsta gagnrýnin var sú að það væru margir aðilar sem bæru ábyrgð á bönkunum og fjármálastöðugleika. Það er enn þannig. Það eru tveir aðilar sem bera ábyrgð á fjármálastöðugleika. Allir erlendir ráðgjafar segja að þetta fyrirkomulag gangi ekki upp. Seðlabankinn eigi að taka einn ábyrgð á fjármálastöðugleika, enda er hann lánveitandi til þrautavara. Miðað við hvað það er fátt fólk á Íslandi er í raun fáránlegt að vera með tvær greiningardeildir, í Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu, til að greina sama hlutinn,“ segir Ásgeir.
Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira