Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina ekki hörfa frá loforðum Heimir Már Pétursson skrifar 14. nóvember 2018 19:00 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. vísir/vilhelm Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina ekki vera að hörfa frá loforðum sínum með breytingum á fjárlagafrumvarpinu þótt leiðrétta hafi þurft fyrir breyttum forsendum. Þrátt fyrir allt sé til að mynda gert ráð fyrir milljarða aukningu framlaga til öryrkja. Fjárlög næsta árs koma til annarar umræðu á Alþingi á morgun en í áliti fjárlaganefndar sem meirihlutinn lagði fram í gær eru gerðar all nokkrar breytingar á frumvarpinu. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi ásamt fleiri stjórnarandstöðuþingmönnum að til að mynda ætti að lækka viðbótarframlög til málefna öryrkja, en þau áttu að verða 4 milljarðar á næsta ári. „En með einu pennastriki í gær verða þessir fjórir milljarðar að 2,9 milljörðum. Þetta stendur svart á hvítu í plöggum ráðherrans. Annað er fullkominn útúrsnúningur og blekkingarleikur ráðherrans í anda Yes Prime Minister þáttanna,“ sagði Ágúst Ólafur. Stjórnarandstaðan beindi spjótum sínum að fjármálaráðherra í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag vegna þeirra breytinga sem stjórnarmeirihlutinn boðar á fjárlagafrumvarpinu. Stjórnarandstaðan vildi meina að ríkisstjórnin væri að ganga á bak orða sinna til dæmis varðandi loforð til öryrkja og eldri borgara. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði ríkisstjórnina ekki vera að hörfa frá loforðum sínum. „Nei, hún er ekki að gera það. Það er ennþá verið að bæta í alla málaflokka. Við erum að bregðast við og reikna upp ákveðnar forsendur fjárlagafrumvarpsins. Það verður aðeins meiri verðbólga á næsta ári. Við þurfum að taka tillit til þess,“ sagði Bjarni. Meðal annars til að ná markmiðinu um afgang á fjárlögum upp á eitt prósent af landsframleiðslu.Keyptu ekki rök fjármálaráðherraEn stjórnarandstaðan keypti ekki þessi rök í fyrirspurnartímanum í dag. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, sagði samtök öryrkja hafa haft fulla ástæðu, miðað við yfirlýsingar ráðherra í ríkisstjórninni, til að ætla að hægt hefði verið að ráðstafa þessum fjórum milljörðum til að bæta hag öryrkja. „Króna á móti krónu skerðing festir öryrkja í fátækragildur og hamlar meðal annars þeim sem geta fráþví að vinna og bæta sín kjör,“ sagði Halldóra. Fjármálaráðherra segir sex milljarða króna fara til málefna öryrkja á næsta ári. En af þeim hafi fjórir verið vegna kerfisbreytinga sem vandséð væri að nái fram fyrr en áöðrum ársfjórðungi næsta árs. „Þannig að það er engu verið að breyta varðandi áform um áframhaldandi stuðning þar. Við erum með rétt um fimm milljarða sem við ætlum að bæta í þann málaflokk. Allt tal um niðurskurð er bara á misskilningi byggt,“ segir fjármálaráðherra. Sumir fulltrúar stjórnarandstöðunnar gagnrýndu líka að framlög til nýbygginga á Landsspítalalóðinni verði fimm milljarðar en ekki 7,5 eins og upphaflega var gert ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu. „Þar er bara verið að horfast í augu við staðreyndir. Við erum aðeins á eftir áætlun varðandi framkvæmdatímann og erum í fjárlagafrumvarpinu bara að áætla hvað þurfi í fjárheimildir á næsta ári miðað við stöðu framkvæmdanna eins og hún blasir við okkur. En það sem stendur upp úr þegar allar þessar tölur eru lagðar saman er rúmlega fjögurra prósenta aukning ríkisútgjalda í þessa málaflokka okkar sem við köllum rammasett útgjöld,“ segir Bjarni Benediktsson. Alþingi Efnahagsmál Félagsmál Fjárlagafrumvarp 2019 Heilbrigðismál Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir „Fólk er uggandi“ Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Sjá meira
Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina ekki vera að hörfa frá loforðum sínum með breytingum á fjárlagafrumvarpinu þótt leiðrétta hafi þurft fyrir breyttum forsendum. Þrátt fyrir allt sé til að mynda gert ráð fyrir milljarða aukningu framlaga til öryrkja. Fjárlög næsta árs koma til annarar umræðu á Alþingi á morgun en í áliti fjárlaganefndar sem meirihlutinn lagði fram í gær eru gerðar all nokkrar breytingar á frumvarpinu. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi ásamt fleiri stjórnarandstöðuþingmönnum að til að mynda ætti að lækka viðbótarframlög til málefna öryrkja, en þau áttu að verða 4 milljarðar á næsta ári. „En með einu pennastriki í gær verða þessir fjórir milljarðar að 2,9 milljörðum. Þetta stendur svart á hvítu í plöggum ráðherrans. Annað er fullkominn útúrsnúningur og blekkingarleikur ráðherrans í anda Yes Prime Minister þáttanna,“ sagði Ágúst Ólafur. Stjórnarandstaðan beindi spjótum sínum að fjármálaráðherra í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag vegna þeirra breytinga sem stjórnarmeirihlutinn boðar á fjárlagafrumvarpinu. Stjórnarandstaðan vildi meina að ríkisstjórnin væri að ganga á bak orða sinna til dæmis varðandi loforð til öryrkja og eldri borgara. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði ríkisstjórnina ekki vera að hörfa frá loforðum sínum. „Nei, hún er ekki að gera það. Það er ennþá verið að bæta í alla málaflokka. Við erum að bregðast við og reikna upp ákveðnar forsendur fjárlagafrumvarpsins. Það verður aðeins meiri verðbólga á næsta ári. Við þurfum að taka tillit til þess,“ sagði Bjarni. Meðal annars til að ná markmiðinu um afgang á fjárlögum upp á eitt prósent af landsframleiðslu.Keyptu ekki rök fjármálaráðherraEn stjórnarandstaðan keypti ekki þessi rök í fyrirspurnartímanum í dag. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, sagði samtök öryrkja hafa haft fulla ástæðu, miðað við yfirlýsingar ráðherra í ríkisstjórninni, til að ætla að hægt hefði verið að ráðstafa þessum fjórum milljörðum til að bæta hag öryrkja. „Króna á móti krónu skerðing festir öryrkja í fátækragildur og hamlar meðal annars þeim sem geta fráþví að vinna og bæta sín kjör,“ sagði Halldóra. Fjármálaráðherra segir sex milljarða króna fara til málefna öryrkja á næsta ári. En af þeim hafi fjórir verið vegna kerfisbreytinga sem vandséð væri að nái fram fyrr en áöðrum ársfjórðungi næsta árs. „Þannig að það er engu verið að breyta varðandi áform um áframhaldandi stuðning þar. Við erum með rétt um fimm milljarða sem við ætlum að bæta í þann málaflokk. Allt tal um niðurskurð er bara á misskilningi byggt,“ segir fjármálaráðherra. Sumir fulltrúar stjórnarandstöðunnar gagnrýndu líka að framlög til nýbygginga á Landsspítalalóðinni verði fimm milljarðar en ekki 7,5 eins og upphaflega var gert ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu. „Þar er bara verið að horfast í augu við staðreyndir. Við erum aðeins á eftir áætlun varðandi framkvæmdatímann og erum í fjárlagafrumvarpinu bara að áætla hvað þurfi í fjárheimildir á næsta ári miðað við stöðu framkvæmdanna eins og hún blasir við okkur. En það sem stendur upp úr þegar allar þessar tölur eru lagðar saman er rúmlega fjögurra prósenta aukning ríkisútgjalda í þessa málaflokka okkar sem við köllum rammasett útgjöld,“ segir Bjarni Benediktsson.
Alþingi Efnahagsmál Félagsmál Fjárlagafrumvarp 2019 Heilbrigðismál Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir „Fólk er uggandi“ Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Sjá meira