Horfa verði til heilsufarsógna loftslagsbreytinga Sigurður Mikael Jónsson skrifar 14. nóvember 2018 06:00 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Fréttablaðið/Valli „Það eru að mínu mati hálfógnvænlegir tímar fram undan ef ekkert gerist. Það er full þörf á að vekja alla til umhugsunar,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Hann sat nýverið alþjóðlega ráðstefnu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í Genf um heilsufarsógnir af völdum loftmengunar og loftslagsbreytinga. Útgangspunktur ráðstefnunnar var að tími umræðu sé liðinn og stund aðgerða sé runnin upp. Þórólfur segir það líka eiga við um Ísland. Á ári hverju er talið að í heiminum látist sjö milljónir einstaklinga af völdum loftmengunar, þar af 500 þúsund börn yngri en fimm ára. Þórólfur bendir á að evrópska Umhverfisstofnunin áætli að hér á landi valdi loftmengun 80 ótímabærum dauðsföllum á ári og að nokkrar íslenskar rannsóknir sýni óyggjandi að mengunin veldur hér ýmsum heilsufarslegum vandamálum. Bendir Þórólfur á að um áramótin síðustu hafi mengun af völdum skotelda í Reykjavík slegið öll met og á bilinu 10-20 einstaklingar leitað til heilbrigðiskerfisins vegna öndunarvandamála og óþæginda. Það sé bara toppurinn á ísjakanum. „Það má búast við að ef ekkert verður að gert, eins og margir hafa bent á, þá mun væntanlega margt breytast hér ef ekki tekst að snúa þróuninni við. Við munum fá aukinn fjölda flóttamanna, óbyggileg svæði víða um heim, við munum fá nýja sjúkdóma hingað vegna breytinga á dýralífi og svo framvegis.“ Hann kveðst ekki ætla að leggja mat á það hvort loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar gangi nógu langt, þar sem hann sé ekki sérfræðingur í loftslagsmálum. „En við þurfum að fara að hugsa okkur um hvernig þessi mál eru að þróast, bæði hér á Íslandi og í heiminum öllum.“ –smj Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Fleiri fréttir Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Sjá meira
„Það eru að mínu mati hálfógnvænlegir tímar fram undan ef ekkert gerist. Það er full þörf á að vekja alla til umhugsunar,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Hann sat nýverið alþjóðlega ráðstefnu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í Genf um heilsufarsógnir af völdum loftmengunar og loftslagsbreytinga. Útgangspunktur ráðstefnunnar var að tími umræðu sé liðinn og stund aðgerða sé runnin upp. Þórólfur segir það líka eiga við um Ísland. Á ári hverju er talið að í heiminum látist sjö milljónir einstaklinga af völdum loftmengunar, þar af 500 þúsund börn yngri en fimm ára. Þórólfur bendir á að evrópska Umhverfisstofnunin áætli að hér á landi valdi loftmengun 80 ótímabærum dauðsföllum á ári og að nokkrar íslenskar rannsóknir sýni óyggjandi að mengunin veldur hér ýmsum heilsufarslegum vandamálum. Bendir Þórólfur á að um áramótin síðustu hafi mengun af völdum skotelda í Reykjavík slegið öll met og á bilinu 10-20 einstaklingar leitað til heilbrigðiskerfisins vegna öndunarvandamála og óþæginda. Það sé bara toppurinn á ísjakanum. „Það má búast við að ef ekkert verður að gert, eins og margir hafa bent á, þá mun væntanlega margt breytast hér ef ekki tekst að snúa þróuninni við. Við munum fá aukinn fjölda flóttamanna, óbyggileg svæði víða um heim, við munum fá nýja sjúkdóma hingað vegna breytinga á dýralífi og svo framvegis.“ Hann kveðst ekki ætla að leggja mat á það hvort loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar gangi nógu langt, þar sem hann sé ekki sérfræðingur í loftslagsmálum. „En við þurfum að fara að hugsa okkur um hvernig þessi mál eru að þróast, bæði hér á Íslandi og í heiminum öllum.“ –smj
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Fleiri fréttir Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Sjá meira