Þurfa að velja um að vera lengur á sængurdeild eða fara heim og vera án eftirlits Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. apríl 2018 20:30 Verðandi móðir kveðst hafa áhyggjur af stöðunni sem upp er komin eftir að nær allar ljósmæður sem sinna heimaþjónustu við sængurkonur og nýbura ákváðu að leggja niður störf þar sem ekki hefur verið gengið frá samningum. Heilbrigðisráðherra hvetur heilbrigðisstofnanir til að tryggja að nauðsynleg þjónusta verði veitt á meðan lausna er leitað. Um er að ræða yfir 90 ljósmæður sem bjóða þjónustu sína í verktöku samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands. Líkt og fram hefur komið mun ákvörðunin bitna á nýbökuðum foreldrum og ekki síst á meðgöngu-og sængurlegudeildum þar sem konur munu þurfa að dvelja lengur á deildinni en ef heimaþjónustunnar nyti við. Heiðrún Anna Friðriksdóttir á von á sínu þriðja barni en hún segir stressandi að hugsa til þess að ef til vill muni heimaþjónustan ekki standa til boða þegar hún á að eiga. „Núna á ég von á mér í næstu viku, þannig það gæti gerst bara hvenær sem er og þá þarf ég í rauninni bara að velja hvort að ég ætli að vera inni á spítalann í fjóra, fimm daga eða fara heim og vera eftirlitslaus. Ég myndi velja spítalann og ég veit að margar myndu gera það sem þýðir bara að spítalinn verður fljótur að fyllast,“ segir Heiðrún. „Það er ástæða fyrir þessari þjónustu,“ hún er nauðsynleg.Bauðst 2,7% hækkun en vilja 13,8% Bergrún Svava Jónsdóttir er ein þeirra ljósmæðra sem komið hefur að gerð samninga við Sjúkratryggingar en síðasti samningur rann út í lok janúar og hefur ekki verið endurnýjaður. „Allt skipulag varðandi þjónustu við sængurkonur og nýbura, er í kringum þessa þjónustu, það er ekki pláss núna fyrir þessar konur núna að liggja sængurlegu, það er alveg á hreinu,“ segir Bergrún. Að sögn Bergrúnar óska ljósmæður eftir 13,8% hækkun á tímataxta en aðeins 2,7% hækkun hafi staðið þeim til boða. „Þetta er verktakavinna, þannig að þetta er ekki verkfall eða neitt slíkt, við bara kjósum að vinna ekki fyrir þessa greiðslu sem er í boði núna,“ segir Bergrún. Tillögur að nýjum samningi liggja fyrir en þær tillögur sem Sjúkratryggingar Íslands sendu velferðarráðuneytinu um breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra eru „óæskilegar og leiði jafnframt til lakari þjónustu“ að mati fagfólks heilbrigðisstofnanna að því er fram kemur í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Samningur um heimaþjónustu ljósmæðra hefur síðustu ár leitt til hagræðingar á Landspítala og á öðrum stofnunum úti á landi en samkvæmt samantekt frá árinu 2015 sinna ljósmæðurnar rúmlega 80% sængurkvenna í heimaþjónustu. Bergrún Svava Jónsdóttir, ljósmóðir.Vísir/Sigurjón„Auðvitað vorum við alltaf að vonast til þess að þessi samningur yrði endurnýjaður. Síðasti formlegi fundur í Sjúkratryggingum var 21. mars og þá voru okkar gefnar miklar vonir um að það blað, sem nú er kallað minnisblað, það var sent til ráðuneytisins og við gerðum okkur mjög miklar vonir um að það yrði samþykkt,“ segir Bergrún. „Ennþá erum við að vinna fyrir þessi lægstu verktakalaun sem um getur.“Samkvæmt tilkynningu frá velferðarráðuneytinu er nú lagt kapp á að finna fyrirkomulagi heimaþjónustunnar traustari umgjörð eins og það er orðað í tilkynningunni. Ekki hefur náðst í Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra vegna málsins í dag en hún var spurð um málið í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. „Í ljósi stöðunnar hef ég nú þegar skrifað bréf til allra heilbrigðisstofnanna landsins með tilmælum um að þær annist umrædda þjónustu þar til lausn hefur fundist á stöðunni,“ sagði Svandís. „Það er á ábyrgð heilbrigðisstofnanna að tryggja öryggi mæðra og barna og að nýburar og sængurkonur líði ekki fyrir þá stöðu sem upp er komin.“ Tengdar fréttir Tillögur um breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra óæskilegar að mati fagfólks Þær tillögur sem Sjúkratryggingar Íslands sendu velferðarráðuneytinu um breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra eru að mati fagfólks Sjúkrahússins á Akureyri og Landspítalans óæskilegar. 23. apríl 2018 12:16 Allar heimaþjónustuljósmæður landsins leggja niður störf Allar þær 95 heimaþjónustuljósmæður sem skráðar eru í það starf á landinu samkvæmt þar til gerðum lista hafa ákveðið að leggja niður störf frá og með deginum í dag. 23. apríl 2018 08:44 Minnst 60 heimaþjónustuljósmæður leggja niður störf Ákvörðunin kemur verst niður á nýbökuðum foreldrum og meðgöngu- og sængurlegudeild. 22. apríl 2018 18:28 Þurftu að bíða eftir viðbrögðum frá Landspítala "Það kemur mér ofsalega á óvart hvað þær taka þetta bratt,“ segir Svandís um ákvörðun heimaþjónustuljósmæðra. 22. apríl 2018 21:48 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira
Verðandi móðir kveðst hafa áhyggjur af stöðunni sem upp er komin eftir að nær allar ljósmæður sem sinna heimaþjónustu við sængurkonur og nýbura ákváðu að leggja niður störf þar sem ekki hefur verið gengið frá samningum. Heilbrigðisráðherra hvetur heilbrigðisstofnanir til að tryggja að nauðsynleg þjónusta verði veitt á meðan lausna er leitað. Um er að ræða yfir 90 ljósmæður sem bjóða þjónustu sína í verktöku samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands. Líkt og fram hefur komið mun ákvörðunin bitna á nýbökuðum foreldrum og ekki síst á meðgöngu-og sængurlegudeildum þar sem konur munu þurfa að dvelja lengur á deildinni en ef heimaþjónustunnar nyti við. Heiðrún Anna Friðriksdóttir á von á sínu þriðja barni en hún segir stressandi að hugsa til þess að ef til vill muni heimaþjónustan ekki standa til boða þegar hún á að eiga. „Núna á ég von á mér í næstu viku, þannig það gæti gerst bara hvenær sem er og þá þarf ég í rauninni bara að velja hvort að ég ætli að vera inni á spítalann í fjóra, fimm daga eða fara heim og vera eftirlitslaus. Ég myndi velja spítalann og ég veit að margar myndu gera það sem þýðir bara að spítalinn verður fljótur að fyllast,“ segir Heiðrún. „Það er ástæða fyrir þessari þjónustu,“ hún er nauðsynleg.Bauðst 2,7% hækkun en vilja 13,8% Bergrún Svava Jónsdóttir er ein þeirra ljósmæðra sem komið hefur að gerð samninga við Sjúkratryggingar en síðasti samningur rann út í lok janúar og hefur ekki verið endurnýjaður. „Allt skipulag varðandi þjónustu við sængurkonur og nýbura, er í kringum þessa þjónustu, það er ekki pláss núna fyrir þessar konur núna að liggja sængurlegu, það er alveg á hreinu,“ segir Bergrún. Að sögn Bergrúnar óska ljósmæður eftir 13,8% hækkun á tímataxta en aðeins 2,7% hækkun hafi staðið þeim til boða. „Þetta er verktakavinna, þannig að þetta er ekki verkfall eða neitt slíkt, við bara kjósum að vinna ekki fyrir þessa greiðslu sem er í boði núna,“ segir Bergrún. Tillögur að nýjum samningi liggja fyrir en þær tillögur sem Sjúkratryggingar Íslands sendu velferðarráðuneytinu um breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra eru „óæskilegar og leiði jafnframt til lakari þjónustu“ að mati fagfólks heilbrigðisstofnanna að því er fram kemur í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Samningur um heimaþjónustu ljósmæðra hefur síðustu ár leitt til hagræðingar á Landspítala og á öðrum stofnunum úti á landi en samkvæmt samantekt frá árinu 2015 sinna ljósmæðurnar rúmlega 80% sængurkvenna í heimaþjónustu. Bergrún Svava Jónsdóttir, ljósmóðir.Vísir/Sigurjón„Auðvitað vorum við alltaf að vonast til þess að þessi samningur yrði endurnýjaður. Síðasti formlegi fundur í Sjúkratryggingum var 21. mars og þá voru okkar gefnar miklar vonir um að það blað, sem nú er kallað minnisblað, það var sent til ráðuneytisins og við gerðum okkur mjög miklar vonir um að það yrði samþykkt,“ segir Bergrún. „Ennþá erum við að vinna fyrir þessi lægstu verktakalaun sem um getur.“Samkvæmt tilkynningu frá velferðarráðuneytinu er nú lagt kapp á að finna fyrirkomulagi heimaþjónustunnar traustari umgjörð eins og það er orðað í tilkynningunni. Ekki hefur náðst í Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra vegna málsins í dag en hún var spurð um málið í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. „Í ljósi stöðunnar hef ég nú þegar skrifað bréf til allra heilbrigðisstofnanna landsins með tilmælum um að þær annist umrædda þjónustu þar til lausn hefur fundist á stöðunni,“ sagði Svandís. „Það er á ábyrgð heilbrigðisstofnanna að tryggja öryggi mæðra og barna og að nýburar og sængurkonur líði ekki fyrir þá stöðu sem upp er komin.“
Tengdar fréttir Tillögur um breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra óæskilegar að mati fagfólks Þær tillögur sem Sjúkratryggingar Íslands sendu velferðarráðuneytinu um breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra eru að mati fagfólks Sjúkrahússins á Akureyri og Landspítalans óæskilegar. 23. apríl 2018 12:16 Allar heimaþjónustuljósmæður landsins leggja niður störf Allar þær 95 heimaþjónustuljósmæður sem skráðar eru í það starf á landinu samkvæmt þar til gerðum lista hafa ákveðið að leggja niður störf frá og með deginum í dag. 23. apríl 2018 08:44 Minnst 60 heimaþjónustuljósmæður leggja niður störf Ákvörðunin kemur verst niður á nýbökuðum foreldrum og meðgöngu- og sængurlegudeild. 22. apríl 2018 18:28 Þurftu að bíða eftir viðbrögðum frá Landspítala "Það kemur mér ofsalega á óvart hvað þær taka þetta bratt,“ segir Svandís um ákvörðun heimaþjónustuljósmæðra. 22. apríl 2018 21:48 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira
Tillögur um breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra óæskilegar að mati fagfólks Þær tillögur sem Sjúkratryggingar Íslands sendu velferðarráðuneytinu um breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra eru að mati fagfólks Sjúkrahússins á Akureyri og Landspítalans óæskilegar. 23. apríl 2018 12:16
Allar heimaþjónustuljósmæður landsins leggja niður störf Allar þær 95 heimaþjónustuljósmæður sem skráðar eru í það starf á landinu samkvæmt þar til gerðum lista hafa ákveðið að leggja niður störf frá og með deginum í dag. 23. apríl 2018 08:44
Minnst 60 heimaþjónustuljósmæður leggja niður störf Ákvörðunin kemur verst niður á nýbökuðum foreldrum og meðgöngu- og sængurlegudeild. 22. apríl 2018 18:28
Þurftu að bíða eftir viðbrögðum frá Landspítala "Það kemur mér ofsalega á óvart hvað þær taka þetta bratt,“ segir Svandís um ákvörðun heimaþjónustuljósmæðra. 22. apríl 2018 21:48