Fórst full af áhrifavöldum Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. apríl 2018 08:39 Mariah Sunshine Coogan hafði sent vinum sínum myndband skömmu fyrir flugtak. Facebook Allir sex farþegar lítillar einkaflugvélar létust þegar hún brotlenti skömmu eftir flugtak í Arizona á mánudag. Vélin, sem var á leið til glysborgarinnar Las Vegas, brotlenti á golfvelli og segja vitni að mikill eldur hafi blossað upp um leið og hún hafnaði á einni flötinni. Allir um borð í vélinni voru því látnir þegar sjúkraflutningamenn komu á vettvang. Lögreglan í Scottsdale hefur birt nöfn þeirra sem létust, nöfn sem fjöldamargir notendur myndaþjónustunnar Instagram kannast við ef marka má erlenda miðla. Um helmingur farþeganna hafði tugþúsundir fylgjenda á reikningum sínum og segir People því að um svokallaða áhrifavalda hafa verið að ræða. Áhrifavaldar eru, eins nafnið gefur til kynna, fólk sem talið er geta haft áhrif á neyslu fylgjenda með hegðun sinni á samfélagsmiðlum og eru þeir því gríðarlega eftirsóttir til markaðssetningar. Vinur hinna látnu minntist þeirra í færslu á Facebook síðu sinni, þar sem meðal annars má sjá myndbönd sem þau tóku um borð í vélinni skömmu fyrir flugtak. Í fyrrnefndri grein People eru áhrifavaldarnir kynntir til sögunnar. Hin 23 ára gamla Mariah Sunshine Coogan var til að mynda með 28 þúsund fylgjendur áður en hún lést. Hún birti reglulega myndir af sér léttklæddri við sundlaugabakkann. I love ya'll a latte. Reminder to live in every moment thrown at your beautiful life. You're to blessed to stress. #GoodMorningSunshine Snapchat: Mariahsunshine A post shared by Mariah Sunshine Coogan (@mariahsunshiinee) on Dec 7, 2017 at 9:06am PST Um 12 þúsund manns fylgdust með ævintýrum James Pedroza, sem var 28 ára. Hann var jafnframt flugmaður vélarinnar. Pedroza ferðaðist mikið og er Instagram-aðgangur hans fullur af myndum úr ferðalögum. Last night the world took James Pedroza from us in a plane crash. There were also thought to be 5 other beautiful souls on board. James had a wide network of friends and loved ones. We are all in shock over this tragedy and have no words. A post shared by James pedroza (@itsactuallyprettydope) on Apr 10, 2018 at 1:47pm PDTAnand Patel, 26 ára, er lýst sem frumkvöðli sem kom til Bandaríkjanna fyrir um áratug síðan. Aðgangur hans er lokaður en engu að síður fylgdust um 44 þúsund manns með ævintýrum Patel.Anand Patel var kallaður Happy af vinum sínum.FacebookRannsókn á slysinu stendur nú yfir en margir telja að vélin hafi ekki verið hönnuð til þess að flytja sex manns í einu. Bráðabirgðaskýrslu er að vænta eftir um tvær vikur.Myndband People um málið má sjá hér að neðan. Samfélagsmiðlar Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Allir sex farþegar lítillar einkaflugvélar létust þegar hún brotlenti skömmu eftir flugtak í Arizona á mánudag. Vélin, sem var á leið til glysborgarinnar Las Vegas, brotlenti á golfvelli og segja vitni að mikill eldur hafi blossað upp um leið og hún hafnaði á einni flötinni. Allir um borð í vélinni voru því látnir þegar sjúkraflutningamenn komu á vettvang. Lögreglan í Scottsdale hefur birt nöfn þeirra sem létust, nöfn sem fjöldamargir notendur myndaþjónustunnar Instagram kannast við ef marka má erlenda miðla. Um helmingur farþeganna hafði tugþúsundir fylgjenda á reikningum sínum og segir People því að um svokallaða áhrifavalda hafa verið að ræða. Áhrifavaldar eru, eins nafnið gefur til kynna, fólk sem talið er geta haft áhrif á neyslu fylgjenda með hegðun sinni á samfélagsmiðlum og eru þeir því gríðarlega eftirsóttir til markaðssetningar. Vinur hinna látnu minntist þeirra í færslu á Facebook síðu sinni, þar sem meðal annars má sjá myndbönd sem þau tóku um borð í vélinni skömmu fyrir flugtak. Í fyrrnefndri grein People eru áhrifavaldarnir kynntir til sögunnar. Hin 23 ára gamla Mariah Sunshine Coogan var til að mynda með 28 þúsund fylgjendur áður en hún lést. Hún birti reglulega myndir af sér léttklæddri við sundlaugabakkann. I love ya'll a latte. Reminder to live in every moment thrown at your beautiful life. You're to blessed to stress. #GoodMorningSunshine Snapchat: Mariahsunshine A post shared by Mariah Sunshine Coogan (@mariahsunshiinee) on Dec 7, 2017 at 9:06am PST Um 12 þúsund manns fylgdust með ævintýrum James Pedroza, sem var 28 ára. Hann var jafnframt flugmaður vélarinnar. Pedroza ferðaðist mikið og er Instagram-aðgangur hans fullur af myndum úr ferðalögum. Last night the world took James Pedroza from us in a plane crash. There were also thought to be 5 other beautiful souls on board. James had a wide network of friends and loved ones. We are all in shock over this tragedy and have no words. A post shared by James pedroza (@itsactuallyprettydope) on Apr 10, 2018 at 1:47pm PDTAnand Patel, 26 ára, er lýst sem frumkvöðli sem kom til Bandaríkjanna fyrir um áratug síðan. Aðgangur hans er lokaður en engu að síður fylgdust um 44 þúsund manns með ævintýrum Patel.Anand Patel var kallaður Happy af vinum sínum.FacebookRannsókn á slysinu stendur nú yfir en margir telja að vélin hafi ekki verið hönnuð til þess að flytja sex manns í einu. Bráðabirgðaskýrslu er að vænta eftir um tvær vikur.Myndband People um málið má sjá hér að neðan.
Samfélagsmiðlar Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira