Innlent

Deilur vina og verktaka fresta lyftu

Sveinn Arnarsson skrifar
Úr Hlíðarfjalli.
Úr Hlíðarfjalli. Fréttablaðið/Vilhelm
Ekkert verður af því að ný stólalyfta rísi í Hlíðarfjalli fyrir veturinn eins og vonir stóðu til. Ekkert hefur verið verið unnið við uppsetningu stólalyftunnar frá því um miðjan júlí þar sem Vinir Hlíðarfjalls neita að greiða verktaka fyrir framkvæmdir í fjallinu.

Verktakafyrirtækið G. Hjálmarsson var fengið til að gera undirstöður fyrir nýja stólalyftu sem kom frá Noregi að undangengnu útboði. Þegar byrjað var að grafa fyrir undirstöðum varð vinnan fljótt umfangsmeiri en að var stefnt. Stöðvuðust því framkvæmdir og neituðu Vinir Hlíðarfjalls að greiða verktakafyrirtækinu reikninginn.

Guðmundur Karl Jónsson, yfirmaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli, segir ljóst að lyftan komi ekki upp fyrir veturinn og frestist þar af leiðandi um ár. „Eins og staðan er núna mun þessi lyfta bíða til næsta vetrar,“ segir Guðmundur Karl.

Áætlaður heildarkostnaður við verkið er 363 milljónir króna en Vinir Hlíðarfjalls fjármagna framkvæmdina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×