Strákarnir sýna mér traust Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. júní 2018 21:30 Jón Daði Böðvarsson. Vísir/Getty „Fyrstu dagarnir hérna í Rússlandi hafa verið fínir og það eru allir einbeittir fyrir verkefnið sem fram undan er. Allar aðstæður eru til fyrirmyndar og stemningin í hópnum góð,“ sagði Jón Daði Böðvarsson fyrir æfingu íslenska landsliðsins í Kabardinka í gær. Þetta var síðasta æfing liðsins áður en það flaug til Moskvu síðdegis. Á morgun er komið að stóru stundinni, leiknum gegn Lionel Messi og félögum í argentínska landsliðinu. Jón Daði vonast að sjálfsögðu til að vera í byrjunarliðinu í þessum fyrsta leik Íslands á HM frá upphafi. „Ég vona það en þetta kemur bara í ljós. Maður gerir sig alltaf kláran eins og maður sé að fara að byrja.“ Selfyssingurinn skoraði síðast fyrir landsliðið í 2-1 sigrinum fræga á Austurríki á EM 2016. Síðan eru liðin tvö ár. Og raunar eru mörk Jóns Daða fyrir landsliðið aðeins tvö. „Ég er ekkert að stressa mig yfir þessu. Tölfræðin mín er ekkert rosaleg sem framherji en maður þarf bara að hlæja að því. Ég reyni að bæta úr því og halda áfram að vinna vel fyrir liðið,“ sagði Jón Daði sem leggst rólegur á koddann þótt mörkin láti bíða eftir sér. „Það er mikilvægt að horfa á aðrar hliðar í leiknum þínum líka. Ég stressa mig ekki yfir þessu og strákarnir sýna mér traust. Við þurfum að verjast meira en aðrir og þekkja okkar takmörk. Maður einblínir á þau gildi sem leikmaður og hvernig þetta virkar hjá landsliðinu. Það er öðruvísi en hjá félagsliðinu,“ sagði Jón Daði að lokum. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Sjá meira
„Fyrstu dagarnir hérna í Rússlandi hafa verið fínir og það eru allir einbeittir fyrir verkefnið sem fram undan er. Allar aðstæður eru til fyrirmyndar og stemningin í hópnum góð,“ sagði Jón Daði Böðvarsson fyrir æfingu íslenska landsliðsins í Kabardinka í gær. Þetta var síðasta æfing liðsins áður en það flaug til Moskvu síðdegis. Á morgun er komið að stóru stundinni, leiknum gegn Lionel Messi og félögum í argentínska landsliðinu. Jón Daði vonast að sjálfsögðu til að vera í byrjunarliðinu í þessum fyrsta leik Íslands á HM frá upphafi. „Ég vona það en þetta kemur bara í ljós. Maður gerir sig alltaf kláran eins og maður sé að fara að byrja.“ Selfyssingurinn skoraði síðast fyrir landsliðið í 2-1 sigrinum fræga á Austurríki á EM 2016. Síðan eru liðin tvö ár. Og raunar eru mörk Jóns Daða fyrir landsliðið aðeins tvö. „Ég er ekkert að stressa mig yfir þessu. Tölfræðin mín er ekkert rosaleg sem framherji en maður þarf bara að hlæja að því. Ég reyni að bæta úr því og halda áfram að vinna vel fyrir liðið,“ sagði Jón Daði sem leggst rólegur á koddann þótt mörkin láti bíða eftir sér. „Það er mikilvægt að horfa á aðrar hliðar í leiknum þínum líka. Ég stressa mig ekki yfir þessu og strákarnir sýna mér traust. Við þurfum að verjast meira en aðrir og þekkja okkar takmörk. Maður einblínir á þau gildi sem leikmaður og hvernig þetta virkar hjá landsliðinu. Það er öðruvísi en hjá félagsliðinu,“ sagði Jón Daði að lokum.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Sjá meira