Stóri bróðir fastur heima í 1. deildinni og sér ekki Hörð spila á HM Kolbeinn Tumi Daðason í Moskvu skrifar 15. júní 2018 14:00 Hörður Björgvin er uppalinn Framari en hefur spilað bæði á Ítalíu og Englandi. Vísir/Vilhelm Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður karlalandsliðsins í knattspyrnu, segist ekki hafa hugmynd um hvort hann byrji gegn Argentínu á morgun eða ekki. Hann var í hlutverki ungrar varaskeifu á EM 2016 þegar Ari Freyr Skúlason átti stöðuna með húð og hári. Í undankeppni HM 2018 snerist dæmið að mestu við. „Þetta er aðeins öðruvísi núna,“ segir Hörður Björgvin. „Maður vill spila alla leiki. Ég er reynslunni ríkari eftir að hafa verið í hópnum á EM og auðvitað var ég einn af þeim sem fékk ekki að spila.“ Hann undirstrikar að íslenska liðið sé 23 manna lið, þar sem menn styðji hver annan óháð því hverjir fái ósk sína uppfyllt að spila. „Auðvitað kitlar í puttana að fá tækifæri á móti Argentínu. Það er undir þjálfaranum komið. Það er enginn lélegri en annar. Alir á sama striki. Maður vonast til að fá tækifærið gegn Argentínu. Það væri draumur í dós.“Hörður Björgvin Magnússon skoraði sigurmarkið gegn Króatíu í undankeppninni.vísir/ernirFjölskylda Harðar Björgvins stendur þétt við bakið á honum. „Ég held að það séu 14 manns sem koma út, ekki á alla leikina, en þau skipta sér niður á þessa þrjá leiki. Ég fæ einhvern á alla leikina,“ segir Hörður. Hann kann vel að meta hrós og stuðning frá sínu nánasta en saknar þó Hlyns Atla bróður síns sem spilar í næstefstu deild heima á Íslandi með Fram og kemst því ekki út að sjá litla bróður spila á stærsta sviði fótboltans. „Ég heyri í honum á Facetime, þetta er auðvitað svekkjandi fyrir hann að geta ekki komist út. Hann þarf að upplifa þetta í sjónvarpinu að sjá litla bróður sinn spila.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Sjá meira
Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður karlalandsliðsins í knattspyrnu, segist ekki hafa hugmynd um hvort hann byrji gegn Argentínu á morgun eða ekki. Hann var í hlutverki ungrar varaskeifu á EM 2016 þegar Ari Freyr Skúlason átti stöðuna með húð og hári. Í undankeppni HM 2018 snerist dæmið að mestu við. „Þetta er aðeins öðruvísi núna,“ segir Hörður Björgvin. „Maður vill spila alla leiki. Ég er reynslunni ríkari eftir að hafa verið í hópnum á EM og auðvitað var ég einn af þeim sem fékk ekki að spila.“ Hann undirstrikar að íslenska liðið sé 23 manna lið, þar sem menn styðji hver annan óháð því hverjir fái ósk sína uppfyllt að spila. „Auðvitað kitlar í puttana að fá tækifæri á móti Argentínu. Það er undir þjálfaranum komið. Það er enginn lélegri en annar. Alir á sama striki. Maður vonast til að fá tækifærið gegn Argentínu. Það væri draumur í dós.“Hörður Björgvin Magnússon skoraði sigurmarkið gegn Króatíu í undankeppninni.vísir/ernirFjölskylda Harðar Björgvins stendur þétt við bakið á honum. „Ég held að það séu 14 manns sem koma út, ekki á alla leikina, en þau skipta sér niður á þessa þrjá leiki. Ég fæ einhvern á alla leikina,“ segir Hörður. Hann kann vel að meta hrós og stuðning frá sínu nánasta en saknar þó Hlyns Atla bróður síns sem spilar í næstefstu deild heima á Íslandi með Fram og kemst því ekki út að sjá litla bróður spila á stærsta sviði fótboltans. „Ég heyri í honum á Facetime, þetta er auðvitað svekkjandi fyrir hann að geta ekki komist út. Hann þarf að upplifa þetta í sjónvarpinu að sjá litla bróður sinn spila.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Sjá meira