Tónlist

Beyoncé og Jay-Z ætla aftur í tónleikaferðalag

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Beyoncé og Jay-Z á tónleikum árið 2016.
Beyoncé og Jay-Z á tónleikum árið 2016. Vísir/Getty
Beyoncé og Jay-Z tilkynntu í dag um væntanlegt tónleikaferðalag undir yfirskriftinni „On the Run II“ sem hleypt verður af stokkunum í sumar. Um er að ræða annað sameiginlegt tónleikaferðalag hjónanna.

Fyrstu tónleikarnir verða haldnir í Cardiff, höfuðborg Wales, þann 6. júní næstkomandi að því er fram kemur í frétt Variety. Þá mun miðasala hefjast mánudaginn 19. mars samkvæmt fréttatilkynningu frá aðstandendum tónleikaferðalagsins. Beyoncé og Jay-Z munu koma víða við en þau hyggjast fyrst þræða stórborgir Evrópu og halda svo yfir til Bandaríkjanna.

Fyrstu fréttir bárust af fyrirhuguðu tónleikaferðalagi í síðustu viku, að því er virðist fyrir mistök, en tilkynningum um tónleikana var eytt í snarhasti af Facebook-síðu Beyoncé.

Hjónin héldu í sameiginlegt tónleikaferðalag árið 2014, þá einnig undir yfirskriftinni „On the Run“, við góðar undirtektir. Hjónaband Beyoncé og Jay-Z hefur enn fremur verið til umfjöllunar síðustu misseri eftir að nýjasta plata hinnar fyrrnefndu, Lemonade, kom út árið 2016. Beyoncé virðist þar syngja um framhjáhald Jay-Z en hann viðurkenndi síðar að hafa verið ótrúr eiginkonu sinni.

Hér að neðan má sjá lagið Young Forever/Halo í flutningi Beyoncé og Jay-Z á tónleikaferðalagi þeirra árið 2014.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.