Harry Kane meiddist á ökkla í leik Tottenham og Bournemouth og fór af velli eftir aðeins 34 mínútna leik. Gylfi Þór Sigurðsson meiddist á hné en harkaði af sér og kláraði leikinn.
Update: Mauricio Pochettino tells Sky Sports that Harry Kane will have a scan tomorrow and he is "concerned", but hopes he will recover quickly. Kane mood described as "positive" #ssn
— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 11, 2018
Báðir þurfa þeir Gylfi og Kane hinsvegar að fara í frekari skoðun í dag og þá kemur betur í ljós hversu alvarleg meiðslin eru og hversu lengi þeir verða frá.
Harry Kane yfirgaf Bournemouth á hækjum sem boðaði ekki gott fyrir framhaldið og það sem verra er að þessi meiðsli hans eru á stað sem Kane hefur oft meiðst á áður.
19/05/2014 vs Wales [U21s]
Kane - ankle injury - sidelined [26 days]
18/09/2016 vs Sunderland
Kane - ankle injury - sidelined [49 days]
12/03/17 vs Millwall
Kane - ankle injury - sidelined [27 days]
11/03/18 vs Bournemouth
Kane - ankle injury - sidelined ??? pic.twitter.com/YXSgxkAz2i
— Ben Dinnery (@BenDinnery) March 12, 2018
Kane var þá frá í tvo mánuði frá milli september og nóvember 2016 og hann var einnig frá í tvær og hálf viku frá mars til apríl 2017 vegna sömu meiðsla. Þessi hægri ökkli hans er því enn á ný til vandræða.