Stuðningsfólk Atlanta United að reyna að stela af okkur Víkingaklappinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2018 22:30 Stuðningsfólk Atlanta United. Vísir/Getty Bandaríska fótboltatímabilið er komið af stað og meðal liðanna sem keppa í MLS-deildinni er lið Atlanta United FC. Atlanta United spilar á hinum nýja og glæsilega leikvangi Mercedes-Benz Stadium í Atlanta borg. Leikvangurinn var tekinn í notkun í ágúst 2017 og Atlanta United var stofnað fyrir aðeins þremur ár. Þetta tímabil verður annað tímabil félagsins í MLS-deildinni og það er ljóst að félagið hefur þegar eignast marga stuðningsmenn. Það þarf ekki annað en að skoða mætinguna á Mercedes-Benz Stadium. Þannig mættu yfir 72 þúsund manns á fyrsta heimaleik félagsins á leiktíðinni í nótt og það þrátt fyrir að Atlanta liðið hafi tapað 4-0 á útivelli í fyrsta leik. Þetta var nýtt áhorfendamet á leik í MLS-deildinni og í raun í þriðja sinn sem Atlanta United bætir þetta met. Stuðningsmenn Atlanta United tóku sig líka til og buðu upp á Víkingaklappið á leiknum í gær eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan.When you’re up 3-0. #ATLvDCpic.twitter.com/CmmeTZpKfX — ESPN FC (@ESPNFC) March 11, 2018 Atlanta United er ekki fyrsta félagið til að „stela“ Víkingaklappinum því NFL-liðið Minnesota Vikings tók það upp eftir EM-sumarið 2016. Maður sér víkingatengslin þar en það er erfiðara að sjá tengslin við lið frá suðurríkjum Bandaríkjanna. Það breytir þó ekki því að Víkingaklappið er flott þegar það er tekið af 72 þúsund manns. Atlanta United endaði í fjórða sæti deildarkeppninnar í fyrra eftir 15 sigra (og 10 töp) í 34 leikjum. Liðið skoraði 30 mörkum fleira en mótherjarnir og var með yfir tvö mörk að meðaltali í leik. Atlanta United féll síðan út út fyrstu umferð úrslitakeppninnar eftir tap í vítakeppni. Atlanta United spilar næsta heimaleik sinn á móti Vancouver Whitecaps 17. mars næstkomandi. Fótbolti Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
Bandaríska fótboltatímabilið er komið af stað og meðal liðanna sem keppa í MLS-deildinni er lið Atlanta United FC. Atlanta United spilar á hinum nýja og glæsilega leikvangi Mercedes-Benz Stadium í Atlanta borg. Leikvangurinn var tekinn í notkun í ágúst 2017 og Atlanta United var stofnað fyrir aðeins þremur ár. Þetta tímabil verður annað tímabil félagsins í MLS-deildinni og það er ljóst að félagið hefur þegar eignast marga stuðningsmenn. Það þarf ekki annað en að skoða mætinguna á Mercedes-Benz Stadium. Þannig mættu yfir 72 þúsund manns á fyrsta heimaleik félagsins á leiktíðinni í nótt og það þrátt fyrir að Atlanta liðið hafi tapað 4-0 á útivelli í fyrsta leik. Þetta var nýtt áhorfendamet á leik í MLS-deildinni og í raun í þriðja sinn sem Atlanta United bætir þetta met. Stuðningsmenn Atlanta United tóku sig líka til og buðu upp á Víkingaklappið á leiknum í gær eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan.When you’re up 3-0. #ATLvDCpic.twitter.com/CmmeTZpKfX — ESPN FC (@ESPNFC) March 11, 2018 Atlanta United er ekki fyrsta félagið til að „stela“ Víkingaklappinum því NFL-liðið Minnesota Vikings tók það upp eftir EM-sumarið 2016. Maður sér víkingatengslin þar en það er erfiðara að sjá tengslin við lið frá suðurríkjum Bandaríkjanna. Það breytir þó ekki því að Víkingaklappið er flott þegar það er tekið af 72 þúsund manns. Atlanta United endaði í fjórða sæti deildarkeppninnar í fyrra eftir 15 sigra (og 10 töp) í 34 leikjum. Liðið skoraði 30 mörkum fleira en mótherjarnir og var með yfir tvö mörk að meðaltali í leik. Atlanta United féll síðan út út fyrstu umferð úrslitakeppninnar eftir tap í vítakeppni. Atlanta United spilar næsta heimaleik sinn á móti Vancouver Whitecaps 17. mars næstkomandi.
Fótbolti Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira