„Ekki sjálfsagt að geta orðið ófrísk“ Andri Eysteinsson skrifar 17. september 2018 22:00 Það er algengara en fólk heldur að konur missi fóstur en umræðan um þessi mál hefur ekki verið áberandi. Sjónvarpskokkurinn Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir sagði Sindra Sindrasyni sögu sína af fósturmissi í Íslandi í dag. Eva Laufey giftist æskuástinni sinni Haraldi Haraldssyni fyrir tveimur árum og áttu þau þá fyrir eina dóttur, Ingibjörgu Rósu sem nú er 4 ára gömul. Fyrir ári síðan bættist önnur dóttir við í fjölskylduna en þá fæddist Kristín Rannveig. Hjónin fundu um leið og yngri dóttirin fæddist að þau langaði að eignast þriðja barnið. „Ég segi að ég gleymi fæðingunni hratt og var strax farin að hugsa um þriðja barnið“.Fékk ónotatilfinningu á meðan að á tökum stóð Eva segist vera manneskja sem veit nákvæmlega hvað hún vill gera í lífinu, og er því búin að lista því upp sem hún ætlar að gera fyrir fram. Þegar í ljós kom að Eva var ófrísk af þriðja barni hjónanna fór því allt á fullt, nöfn valin, húsið skipulagt og framtíðin skipulögð. „Ég hélt að þetta væri alltaf nákvæmlega eins, ég á tvær hraustar og heilbrigðar stelpur og það gekk allt mjög vel og af hverju ætti þetta ekki að ganga líka jafnvel“. En þegar Eva var komin tíu vikur á leið missti hún fóstrið. Eva tók eftir blæðingum og fékk strax ónotatilfinningu, kláraði vinnudaginn og hélt að honum loknum í skoðun. „Ég fékk að koma upp á spítala og þar tóku á móti mér yndislegar hjúkkur ljósmóðir og svo læknir, þá kom í ljós að það var ekki hjartsláttur og ekki í lagi með þetta fóstur“. „Það kom mér mjög mikið á óvart hvað þetta er mikil sorg, fóstrið er ekki það stórt en væntingar og þrár eru orðnar stórar þetta er orðinn hluti af okkar lífi“ segir Eva.Hefur fengið fjölmörg skilaboð frá konum Eva segist ekki bara hafa fundið fyrir sorg heldur líka sektarkennd, hún taldi að hún hlyti að hafa gert eitthvað rangt. Eva byrjaði að efast um mataræði hennar og jafnvel hlaupahraða. Algengt er að konur sem lenda í fósturmissi kenni sjálfri sér um hvernig fer og fékk Eva mörg skilaboð frá konum sem höfðu verið í sömu stöðu. Eva segist þó vita að sú hugmynd er fráleit. Eva þakkar fyrir að hún hafi eignast tvö börn áður en þessi staða kom upp. Þegar ég skrifaði þetta fékk ég skilaboð frá konum sem hafa aldrei sagt frá en hafa upplifað fósturmissi allt að 10 sinnum. „Þegar ég horfi á stelpurnar mínar tvær, sé ég hvað þetta er mikið kraftaverk að geta orðið ófrísk og geta fætt heilbrigð börn, þetta er ekki sjálfsagt.“ Eva segist halda að fósturmissir sé enn tabú í samfélaginu, konur þori ekki að stíga fram og segja frá sorginni vegna hræðslu við skilningsleysi annarra. Skilaboð Evu til þeirra kvenna og para sem hafa lent í aðstæðum sem þessum eru þau að vera ekki feimin við að sýna tilfinningar,sama hversu stutt meðgangan var. Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Sjá meira
Það er algengara en fólk heldur að konur missi fóstur en umræðan um þessi mál hefur ekki verið áberandi. Sjónvarpskokkurinn Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir sagði Sindra Sindrasyni sögu sína af fósturmissi í Íslandi í dag. Eva Laufey giftist æskuástinni sinni Haraldi Haraldssyni fyrir tveimur árum og áttu þau þá fyrir eina dóttur, Ingibjörgu Rósu sem nú er 4 ára gömul. Fyrir ári síðan bættist önnur dóttir við í fjölskylduna en þá fæddist Kristín Rannveig. Hjónin fundu um leið og yngri dóttirin fæddist að þau langaði að eignast þriðja barnið. „Ég segi að ég gleymi fæðingunni hratt og var strax farin að hugsa um þriðja barnið“.Fékk ónotatilfinningu á meðan að á tökum stóð Eva segist vera manneskja sem veit nákvæmlega hvað hún vill gera í lífinu, og er því búin að lista því upp sem hún ætlar að gera fyrir fram. Þegar í ljós kom að Eva var ófrísk af þriðja barni hjónanna fór því allt á fullt, nöfn valin, húsið skipulagt og framtíðin skipulögð. „Ég hélt að þetta væri alltaf nákvæmlega eins, ég á tvær hraustar og heilbrigðar stelpur og það gekk allt mjög vel og af hverju ætti þetta ekki að ganga líka jafnvel“. En þegar Eva var komin tíu vikur á leið missti hún fóstrið. Eva tók eftir blæðingum og fékk strax ónotatilfinningu, kláraði vinnudaginn og hélt að honum loknum í skoðun. „Ég fékk að koma upp á spítala og þar tóku á móti mér yndislegar hjúkkur ljósmóðir og svo læknir, þá kom í ljós að það var ekki hjartsláttur og ekki í lagi með þetta fóstur“. „Það kom mér mjög mikið á óvart hvað þetta er mikil sorg, fóstrið er ekki það stórt en væntingar og þrár eru orðnar stórar þetta er orðinn hluti af okkar lífi“ segir Eva.Hefur fengið fjölmörg skilaboð frá konum Eva segist ekki bara hafa fundið fyrir sorg heldur líka sektarkennd, hún taldi að hún hlyti að hafa gert eitthvað rangt. Eva byrjaði að efast um mataræði hennar og jafnvel hlaupahraða. Algengt er að konur sem lenda í fósturmissi kenni sjálfri sér um hvernig fer og fékk Eva mörg skilaboð frá konum sem höfðu verið í sömu stöðu. Eva segist þó vita að sú hugmynd er fráleit. Eva þakkar fyrir að hún hafi eignast tvö börn áður en þessi staða kom upp. Þegar ég skrifaði þetta fékk ég skilaboð frá konum sem hafa aldrei sagt frá en hafa upplifað fósturmissi allt að 10 sinnum. „Þegar ég horfi á stelpurnar mínar tvær, sé ég hvað þetta er mikið kraftaverk að geta orðið ófrísk og geta fætt heilbrigð börn, þetta er ekki sjálfsagt.“ Eva segist halda að fósturmissir sé enn tabú í samfélaginu, konur þori ekki að stíga fram og segja frá sorginni vegna hræðslu við skilningsleysi annarra. Skilaboð Evu til þeirra kvenna og para sem hafa lent í aðstæðum sem þessum eru þau að vera ekki feimin við að sýna tilfinningar,sama hversu stutt meðgangan var.
Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Sjá meira