Besta liðið í upphafi leiktíðar í NFL-deildinni er lið Kansas City Chiefs sem er algjörlega óstöðvandi. Liðið skoraði 42 stig gegn Pittsburgh í nótt.
Leikstjórnandi liðsins, Patrick Mahomes, hefur leikið við hvurn sinn fingur og kastaði fyrir litlum sex snertimörkum í nótt. Hann er því búinn að kasta boltanum tíu sinnum fyrir snertimarki í fyrstu tveimur leikjum ferilsins en hann sat á bekknum hjá Chiefs á síðustu leiktíð.
Þetta er í fyrsta skipti í sögu NFL-deildarinnar sem leikstjórnandi hefur feril sinn á því að kasta tíu sinnum fyrir snertimarki. Þessi sex snertimörk er líka jöfnun á félagsmeti. Það sem meira er þá hefur Mahomes ekki enn kastað frá sér boltanum í fyrstu leikjunum.
Það er útherjakrísa hjá New England Patriots og það kom í bakið á liðinu gegn sterku varnarliði Jacksonville í gær. Liðið komst aldrei almennilega á flug og Brady fann ekki innherjann sinn Rob Gronkowski nema tvisvar í leiknum. Þetta var fyrsti sigur Jacksonville á Patriots í sögunni.
Það er ekki bara Patrick Mahomes sem fer á kostum í upphafi leiktíðar því Ryan Fitzpatrick, leikstjórnandi Tampa Bay, hefur einnig verið frábær. Hann kastaði aftur fyrir fjórum snertimörkum í gær og fór yfir 400 jarda. Fitzpatrick er varaleikstjórnandi Bucs en er heldur betur að nýta tækifærið í upphafi leiktíðar.
Úrslit:
Atlanta-Carolina 31-24
Buffalo-LA Chargers 20-31
Green Bay-Minnesota 29-29
New Orleans-Cleveland 21-18
NY Jets-Miami 12-20
Pittsburgh-Kansas City 37-42
Tampa Bay-Philadelphia 27-21
Tennessee-Houston 20-17
Washington-Indianapolis 9-21
LA Rams-Arizona 34-0
San Francisco-Detroit 30-27
Denver-Oakland 20-19
Jacksonville-New England 31-20
Dallas-NY Giants 20-13
Í nótt:
Chicago - Seattle
Hvað er að gerast í Kansas City? | Brady fékk á baukinn
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

„Held áfram nema ég verði rekinn“
Körfubolti


Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið
Enski boltinn

Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá
Körfubolti


Kári: Bara negla þessu niður
Körfubolti




Fleiri fréttir
