Skipulagsráð vill ekki jafn háa byggð og lagt var upp með Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. nóvember 2019 13:52 Hugmyndir um uppbyggingu á Oddeyrinni hafa skapað mikla umræðu á Akureyri. Mynd/Zeppelin arkitektar Skipulagsráð Akureyrarbæjar telur ekki rétt að byggja eins háa byggð og gert er ráð fyrir í tillögum að uppbyggingu á reit á Oddeyrinni. Sviðsstjóra skipulagsráð hefur verið falið að útbúa sviðsmyndir um mögulega uppbyggingu á svæðinu. RÚV greindi fyrst frá.Í síðasta mánuði samþykkti bæjarstjórn Akureyrar fyrsta skrefið í vinnu sem miðar að því að breyta aðalskipulagi Akureyrar svo SS Byggi verði heimilt að byggja allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús á reit á Oddeyrinni. Tillögurnar hafa mjög verið til umræðu á meðal bæjarbúa og sýnist sitt hverjum. Þannig var fullt hús á opnum kynningarfundi þar sem tillögurnar voru kynntar fyrir bæjarbúum. Á fundi skipulagsráðs í gær voru lagðar fram til umræðu umsagnir, athugasemdir og ábendingar sem borist hafa við skipulagsvinnuna. Alls bárust 35 umsagnir, þar á meðal frá Isavia og Hafnasamlagi Norðurlands líkt og Vísir hefur áður greint frá.Reiturinn sem um ræðir er afmarkaður með rauðu.Mynd/AkureyrarbærÍ umsögn Skipulagsstofnunar segir að ljóst sé að hugmyndirnar feli í sér þéttari og hærri byggð en stefnt er að í rammaskipulagi Oddeyrar. Þetta muni fela í sér breytingu á ásýnd Oddeyrar og bæjarmyndar Akureyrar. Í ljósi þess telur Skipulagsstofnun mikilvægt að íbúum og öðrum hagsmunaaðilum sé gert kleift að fylgjast með og koma að mótun skipulagstillögunnar á vinnslustigi hennar. Þannig hefði verið rétt að setja fram ítarlega kynningar- og samráðsáætlun um slíkt samráð í skipulagslýsingunni sem samþykkt var af bæjarstjórn.Minjastofnun vill ekki háhýsi á reitnum Minjastofnun gerir ekki athugasemd við að landnotkun reitsins sem um ræðir verði breitt úr blandaðri byggð í íbúðabyggð. Stofnunin leggst þó alfarið gegn hugmyndum um sex til ellefu hæða háhýsi, aftan við hin friðlýstu Gránufélagshús og í nágrenni við gamla og fíngerða byggð á Oddeyri. Í bókun sem samþykkt var á fundi skipulagsráðs í gær segir að með vísun til innkominna umsagna, athugasemda og ábendinga sé ekki rétt að byggja eins háa byggð og fram kom í fyrirliggjandi lýsingu skipulagsbreytingarinnar. Var Pétri Inga Haraldssyni, sviðsstjóra skipulagssviðs Akureyrarbæjar, jafnframt falið að leggja fram tillögur með fleiri sviðsmyndum mögulegrar uppbyggingar á svæðinu en þeirri sem kynnt hefur verið. Í samtali við Vísi segir Pétur Ingi að sú vinna fari nú af stað. Akureyri Skipulag Tengdar fréttir Vilja byggja allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús á Oddeyrinni Bæjarstórn Akureyrar hefur samþykkt fyrsta skrefið í vinnu sem miðar að því að breyta deiliskipulagi Akureyrar svo heimilt verði að byggja allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús á reit á Oddeyrinni. Tillögurnar sem liggja til grundvallar verða kynntar fljótlega á íbúafundi. 3. október 2019 09:45 Isavia gerir ýmsar athugasemdir við uppbygginguna á Oddeyrinni Isavia telur mögulegt að ellefu hæða fjölsbýlishús á lóð á Oddeyrinni á Akureyri kunni að auka takmarkanir á nýtingu Akureyrarflugvallar. Isavia gerir ýmsar athugasemdir við fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu. 10. nóvember 2019 09:00 Fullt út úr dyrum á íbúafundi um uppbyggingu á Oddeyrinni Akureyringar, og þá sérstaklega íbúar á Oddeyrinni, fjölmenntu á íbúafund þar sem kynntar voru nánar hugmyndir að uppbyggingu nokkurra fjölbýlishúsa á afmörkuðum reit á Oddeyrinni. Fullt var út úr dyrum á fundinum í kvöld í menningarhúsinu Hofi. 21. október 2019 21:45 Svona líta hugmyndir að uppbyggingunni á Oddeyrinni út "Svona verkefni í bæ eins og Akureyri. Við þurfum að vinna það í sátt við samfélagið,“ segir Helgi Örn Eyþórsson, verkefnastjóri hjá SS Byggi, um hugmyndir félagsins að byggja allt að ellefu hæða fjölbýlishúsa á Oddeyrinni á Akureyri. 10. október 2019 18:45 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Sjá meira
Skipulagsráð Akureyrarbæjar telur ekki rétt að byggja eins háa byggð og gert er ráð fyrir í tillögum að uppbyggingu á reit á Oddeyrinni. Sviðsstjóra skipulagsráð hefur verið falið að útbúa sviðsmyndir um mögulega uppbyggingu á svæðinu. RÚV greindi fyrst frá.Í síðasta mánuði samþykkti bæjarstjórn Akureyrar fyrsta skrefið í vinnu sem miðar að því að breyta aðalskipulagi Akureyrar svo SS Byggi verði heimilt að byggja allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús á reit á Oddeyrinni. Tillögurnar hafa mjög verið til umræðu á meðal bæjarbúa og sýnist sitt hverjum. Þannig var fullt hús á opnum kynningarfundi þar sem tillögurnar voru kynntar fyrir bæjarbúum. Á fundi skipulagsráðs í gær voru lagðar fram til umræðu umsagnir, athugasemdir og ábendingar sem borist hafa við skipulagsvinnuna. Alls bárust 35 umsagnir, þar á meðal frá Isavia og Hafnasamlagi Norðurlands líkt og Vísir hefur áður greint frá.Reiturinn sem um ræðir er afmarkaður með rauðu.Mynd/AkureyrarbærÍ umsögn Skipulagsstofnunar segir að ljóst sé að hugmyndirnar feli í sér þéttari og hærri byggð en stefnt er að í rammaskipulagi Oddeyrar. Þetta muni fela í sér breytingu á ásýnd Oddeyrar og bæjarmyndar Akureyrar. Í ljósi þess telur Skipulagsstofnun mikilvægt að íbúum og öðrum hagsmunaaðilum sé gert kleift að fylgjast með og koma að mótun skipulagstillögunnar á vinnslustigi hennar. Þannig hefði verið rétt að setja fram ítarlega kynningar- og samráðsáætlun um slíkt samráð í skipulagslýsingunni sem samþykkt var af bæjarstjórn.Minjastofnun vill ekki háhýsi á reitnum Minjastofnun gerir ekki athugasemd við að landnotkun reitsins sem um ræðir verði breitt úr blandaðri byggð í íbúðabyggð. Stofnunin leggst þó alfarið gegn hugmyndum um sex til ellefu hæða háhýsi, aftan við hin friðlýstu Gránufélagshús og í nágrenni við gamla og fíngerða byggð á Oddeyri. Í bókun sem samþykkt var á fundi skipulagsráðs í gær segir að með vísun til innkominna umsagna, athugasemda og ábendinga sé ekki rétt að byggja eins háa byggð og fram kom í fyrirliggjandi lýsingu skipulagsbreytingarinnar. Var Pétri Inga Haraldssyni, sviðsstjóra skipulagssviðs Akureyrarbæjar, jafnframt falið að leggja fram tillögur með fleiri sviðsmyndum mögulegrar uppbyggingar á svæðinu en þeirri sem kynnt hefur verið. Í samtali við Vísi segir Pétur Ingi að sú vinna fari nú af stað.
Akureyri Skipulag Tengdar fréttir Vilja byggja allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús á Oddeyrinni Bæjarstórn Akureyrar hefur samþykkt fyrsta skrefið í vinnu sem miðar að því að breyta deiliskipulagi Akureyrar svo heimilt verði að byggja allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús á reit á Oddeyrinni. Tillögurnar sem liggja til grundvallar verða kynntar fljótlega á íbúafundi. 3. október 2019 09:45 Isavia gerir ýmsar athugasemdir við uppbygginguna á Oddeyrinni Isavia telur mögulegt að ellefu hæða fjölsbýlishús á lóð á Oddeyrinni á Akureyri kunni að auka takmarkanir á nýtingu Akureyrarflugvallar. Isavia gerir ýmsar athugasemdir við fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu. 10. nóvember 2019 09:00 Fullt út úr dyrum á íbúafundi um uppbyggingu á Oddeyrinni Akureyringar, og þá sérstaklega íbúar á Oddeyrinni, fjölmenntu á íbúafund þar sem kynntar voru nánar hugmyndir að uppbyggingu nokkurra fjölbýlishúsa á afmörkuðum reit á Oddeyrinni. Fullt var út úr dyrum á fundinum í kvöld í menningarhúsinu Hofi. 21. október 2019 21:45 Svona líta hugmyndir að uppbyggingunni á Oddeyrinni út "Svona verkefni í bæ eins og Akureyri. Við þurfum að vinna það í sátt við samfélagið,“ segir Helgi Örn Eyþórsson, verkefnastjóri hjá SS Byggi, um hugmyndir félagsins að byggja allt að ellefu hæða fjölbýlishúsa á Oddeyrinni á Akureyri. 10. október 2019 18:45 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Sjá meira
Vilja byggja allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús á Oddeyrinni Bæjarstórn Akureyrar hefur samþykkt fyrsta skrefið í vinnu sem miðar að því að breyta deiliskipulagi Akureyrar svo heimilt verði að byggja allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús á reit á Oddeyrinni. Tillögurnar sem liggja til grundvallar verða kynntar fljótlega á íbúafundi. 3. október 2019 09:45
Isavia gerir ýmsar athugasemdir við uppbygginguna á Oddeyrinni Isavia telur mögulegt að ellefu hæða fjölsbýlishús á lóð á Oddeyrinni á Akureyri kunni að auka takmarkanir á nýtingu Akureyrarflugvallar. Isavia gerir ýmsar athugasemdir við fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu. 10. nóvember 2019 09:00
Fullt út úr dyrum á íbúafundi um uppbyggingu á Oddeyrinni Akureyringar, og þá sérstaklega íbúar á Oddeyrinni, fjölmenntu á íbúafund þar sem kynntar voru nánar hugmyndir að uppbyggingu nokkurra fjölbýlishúsa á afmörkuðum reit á Oddeyrinni. Fullt var út úr dyrum á fundinum í kvöld í menningarhúsinu Hofi. 21. október 2019 21:45
Svona líta hugmyndir að uppbyggingunni á Oddeyrinni út "Svona verkefni í bæ eins og Akureyri. Við þurfum að vinna það í sátt við samfélagið,“ segir Helgi Örn Eyþórsson, verkefnastjóri hjá SS Byggi, um hugmyndir félagsins að byggja allt að ellefu hæða fjölbýlishúsa á Oddeyrinni á Akureyri. 10. október 2019 18:45