Lífið

Bændurnir sem búa við besta útsýnið í dyrnar á Dyrhólaey

Kristján Már Unnarsson skrifar
Gunnar Þormar Þorsteinsson og Þorbjörg Kristjánsdóttir búa á Dyrhólum en reka kúabú á Vatnsskarðshólum.
Gunnar Þormar Þorsteinsson og Þorbjörg Kristjánsdóttir búa á Dyrhólum en reka kúabú á Vatnsskarðshólum. Stöð 2/Einar Árnason.
Bændurnir á Vatnsskarðshólum eru þeir sem besta útsýnið hafa í dyrnar á Dyrhólaey. Þeir eru samt með þeim fáu í Mýrdal sem halda enn tryggð við hefðbundinn búskap og hafa ekki haslað sér völl í ferðaþjónustu.

Þetta kemur fram í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2, sem fjallar um mannlíf í Mýrdal.

Dyrhólaey.Stöð 2/Einar Árnason.
Það eru engin áform um að koma upp pylsusjoppu né annarri ferðaþjónustu á Vatnsskarðshólum. Þar verða þó áfram veðurathuganir, - nafn Vatnsskarðshóla mun áfram heyrast í veðurfregnum. 

„Já, já. Úrkoma í grennd,“ segir Gunnar Þormar Þorsteinsson kúabóndi og hlær. 

Bændurnir á Brekkum, þau Steinþór Vigfússon og Margrét Ebba Harðardóttir, stigu hins vegar skrefið til fulls, hættu kúabúskap og byggðu upp Hótel Dyrhólaey. 



Margrét Ebba Harðardóttir og Steinþór Vigfússon á Brekkum hættu kúabúskap til að byggja upp Hótel Dyrhólaey, sem núna er stærsta hótel Mýrdalshrepps.Stöð 2/Einar Árnason.
„Þetta var algjört basl. Við áttum enga peninga þegar við byrjuðum og áttum ekki að fara út í hótelrekstur, - kunnum ekkert, vissum ekkert hvað við áttum að gera. En einhvern veginn hefur þetta allt reddast svona í gegnum tíðina,“ segir Steinþór. 

„Við gerðum þetta bara,“ segir Margrét Ebba. 

Þátturinn verður endursýndur á Stöð 2 næstkomandi laugardag klukkan 15.35 en einnig geta áskrifendur séð hann á Stöð 2 Frelsi. 

Hér má sjá myndskeið úr þættinum um Mýrdal:


Tengdar fréttir

Eva kallar á kindurnar sínar í Dyrhólahverfi

Húsfreyjan Eva Dögg Þorsteinsdóttir í Mýrdal notar óvenjulega aðferð til að hóa í kindurnar sínar. Það mátti sjá og heyra í þættinum "Um land allt“ á Stöð 2.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.