Starfsmönnum seldir smábílar Félagsbústaða Sigurður Mikael Jónsson skrifar 21. janúar 2019 07:30 Einn bílanna sem Félagsbústaðir auglýstu til sölu. Mynd/félagsbústaðir „Þetta þótti ásættanleg niðurstaða enda með öllu óvíst hvort tekist hefði að selja alla bílana með öðrum hætti,“ segir Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, um þá ákvörðun að selja starfsmanni fimm smábíla í eigu félagsins og dóttur annars einn. Alls fengust 780 þúsund krónur fyrir bílana sem orðnir voru gamlir og lúnir að sögn Sigrúnar. Ákveðið var að selja bílana innanhúss eftir að hefðbundnar auglýsingar báru ekki árangur. Í september síðastliðnum seldu Félagsbústaðir bifreiðar sem félagið hafði verið með í notkun um langt árabil og komið var að því að endurnýja. Samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdastjóranum var um að ræða sex smábíla sem voru á bilinu 11 til 13 ára gamlir og eknir frá 108-160 þúsund kílómetra. Flestir hafi verið í döpru ástandi.Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða.„Fimm þessara bíla voru af gerðinni Honda Jazz en einn af gerðinni Toyota Yaris. Að mati bílasala sem FB leitaði til hefðu þessir bílar verið þungir í sölu vegna aldurs og ástands og taldi hann að fá mætti í hæsta lagi um 150 þús. kr. staðgreitt fyrir hvern Hondu bíl en eitthvað meira fyrir Toyotuna. Sölulaun fyrir hvern bíl hefðu verið 63.500 krónur,“ segir í svari Sigrúnar við fyrirspurn Fréttablaðsins. Af þessum sökum var þess freistað að auglýsa eftir tilboðum í bílana í Fréttablaðinu og á vef Félagsbústaða þann 18. ágúst 2018. „Þegar þessar auglýsingar báru ekki árangur var sendur tölvupóstur á starfsmenn FB og þeim boðið að gera tilboð í bílana. Mánuði síðar voru fimm þeirra seldir starfsmanni FB fyrir samtals 600 þúsund krónur og sá sjötti var seldur dóttur annars starfsmanns fyrir 180 þúsund krónur,“ segir Sigrún og bætir við: „Samanlagt fengust því 780 þúsund krónur fyrir bílana með þessu móti sem er svipað eða heldur meira en vænta mátti samkvæmt upplýsingum sem fyrir lágu og að teknu tilliti til sölulauna,“ segir Sigrún. Félagsbústaðir hafa að sögn Sigrúnar endurnýjað átta bíla af þrettán. Kaupverð þeirra var á bilinu 2,9 til 3,2 milljónir. Hluti nýju bílanna var keyptur af innkaupadeild borgarinnar að undangengnu útboði en hluti eftir verðkönnun hjá umboðum. Félagið vinnur að mótun innkaupareglna í samráði við borgina. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Fleiri fréttir Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu „Fólk er að deyja út af þessu“ Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Sjá meira
„Þetta þótti ásættanleg niðurstaða enda með öllu óvíst hvort tekist hefði að selja alla bílana með öðrum hætti,“ segir Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, um þá ákvörðun að selja starfsmanni fimm smábíla í eigu félagsins og dóttur annars einn. Alls fengust 780 þúsund krónur fyrir bílana sem orðnir voru gamlir og lúnir að sögn Sigrúnar. Ákveðið var að selja bílana innanhúss eftir að hefðbundnar auglýsingar báru ekki árangur. Í september síðastliðnum seldu Félagsbústaðir bifreiðar sem félagið hafði verið með í notkun um langt árabil og komið var að því að endurnýja. Samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdastjóranum var um að ræða sex smábíla sem voru á bilinu 11 til 13 ára gamlir og eknir frá 108-160 þúsund kílómetra. Flestir hafi verið í döpru ástandi.Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða.„Fimm þessara bíla voru af gerðinni Honda Jazz en einn af gerðinni Toyota Yaris. Að mati bílasala sem FB leitaði til hefðu þessir bílar verið þungir í sölu vegna aldurs og ástands og taldi hann að fá mætti í hæsta lagi um 150 þús. kr. staðgreitt fyrir hvern Hondu bíl en eitthvað meira fyrir Toyotuna. Sölulaun fyrir hvern bíl hefðu verið 63.500 krónur,“ segir í svari Sigrúnar við fyrirspurn Fréttablaðsins. Af þessum sökum var þess freistað að auglýsa eftir tilboðum í bílana í Fréttablaðinu og á vef Félagsbústaða þann 18. ágúst 2018. „Þegar þessar auglýsingar báru ekki árangur var sendur tölvupóstur á starfsmenn FB og þeim boðið að gera tilboð í bílana. Mánuði síðar voru fimm þeirra seldir starfsmanni FB fyrir samtals 600 þúsund krónur og sá sjötti var seldur dóttur annars starfsmanns fyrir 180 þúsund krónur,“ segir Sigrún og bætir við: „Samanlagt fengust því 780 þúsund krónur fyrir bílana með þessu móti sem er svipað eða heldur meira en vænta mátti samkvæmt upplýsingum sem fyrir lágu og að teknu tilliti til sölulauna,“ segir Sigrún. Félagsbústaðir hafa að sögn Sigrúnar endurnýjað átta bíla af þrettán. Kaupverð þeirra var á bilinu 2,9 til 3,2 milljónir. Hluti nýju bílanna var keyptur af innkaupadeild borgarinnar að undangengnu útboði en hluti eftir verðkönnun hjá umboðum. Félagið vinnur að mótun innkaupareglna í samráði við borgina.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Fleiri fréttir Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu „Fólk er að deyja út af þessu“ Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Sjá meira