Lífið

Gylfi Sig ruddist inn í hljóðver og tók við af Hödda Magg í miðri lýsingu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gylfi Sig stóð sig eins og hetja og gæti farið í þetta starf eftir að ferlinum lýkur.
Gylfi Sig stóð sig eins og hetja og gæti farið í þetta starf eftir að ferlinum lýkur.
Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson mun ganga í það heilaga með unnustu sinni Alexöndru Helgu Ívarsdóttur næsta sumar.

Skemmtileg uppákoma átti sér stað á Suðurlandsbraut í dag en þá mætti Gylfi Þór ásamt bestu vinum sínum til að koma Herði Magnússyni, íþróttafréttamanni, á óvart.

Gylfi ruddist inn í hljóðver Stöðvar 2 Sports, gaf Hödda Magg Everton treyju og tók við lýsingu á leik Real Madrid og Girona í spænsku úrvalsdeildinni en verið var að steggja landsliðsmanninn.

Hér að neðan má heyra lýsingu Gylfa Sig.

Klippa: Gylfi Þór lýsir leik Real Madrid og Girona á Stöð 2 Sport
Gylfi hefur spilað með tveimur leikmönnum Real Madrid, þeim Gareth Bale og Luka Modric þegar þeir voru saman hjá Tottenham.

Gylfi var nokkuð stressaður fyrir verkefninu.
Hörður tók vel á móti Gylfa sem lýsti í tæplega tvær mínútur og það með miklum tilþrifum. Hér að neðan má sjá einnig stutt myndbrot innan úr hljóðveri Stöðvar 2 Sports.

Klippa: Gylfi Sig lýsir leik Real Madrid og Girona





Fleiri fréttir

Sjá meira


×