Ágúst Ólafur segir af sér varaformennsku í fjárlaganefnd Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. maí 2019 14:57 Ágúst Ólafur Ólafsson þingmaður. Fréttablaðið/Anton Brink Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir af sér varaformennsku í fjárlaganefnd Alþingis. Hann staðfestir þetta í samtali við fréttastofu en vildi að þessu sinni ekki veita viðtal vegna málsins. DV greindi fyrst frá þessu. Ágúst Ólafur sneri aftur til starfa eftir að hafa tekið sér fimm mánaða leyfi frá þingstörfum. Hann tók sér leyfi frá þingstörfum vegna framkomu sinnar gagnvart konu sem hann hitti á bar síðastliðið sumar en hann hlaut áminningu frá trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar. Fyrir tveimur dögum boðaði hann komu sína á ný og bað um annað tækifæri. Í færslu sem hann birti á Facebook sagðist hann eiga SÁÁ margt að þakka í baráttu hans við áfengisvanda. „Ég hef þurft að horfast í augu við líf mitt, viðurkenna vanmátt minn gagnvart áfengi og vera tilbúinn að þiggja aðstoð annarra. Hjá SÁÁ hefur mér opnast nýr heimur. Markmið þeirra sem leita sér aðstoðar er að verða betri samferðarmenn fyrir sína nánustu og samfélagið allt. Hinni eiginlegu meðferð er nú lokið þótt verkefninu ljúki vissulega aldrei,“ skrifaði Ágúst Ólafur. Í samtali við fréttastofu segir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og nefndarmaður í fjárlaganefnd, að það hefði spurst út að hann bæri þær vonir til Ágústar að hann segði af sér varaformennsku. Það teldi hann eðlilegt í ljósi þess að hann hefði gert sömu kröfur til Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, varðandi trúnaðarstörf í umhverfis- og samgöngunefnd eftir ósæmilegt tal hans á Klaustur bar.Sjá nánar: Bergþór stígur til hliðar sem formaður umhverfis-og samgöngunefndar Björn Leví segir að Ágúst Ólafur hefði tekið ákvörðunina að eigin frumkvæði. Birni finnst ákvörðunin vera rétt á þeim forsendum að hún væri liður í því að ávinna sér traust. „Þegar maður biður um annað tækifæri gengur maður ekki beint inn í trúnaðarstöðu, Maður vinnur sér inn traust að komast í trúnaðarstöðu. Það var út frá þeim forsendum sem mér hefði fundist það eðlilegt og vildi bara að gefa honum tækifæri að taka það skref sjálfur.“ Alþingi Samfylkingin Tengdar fréttir Ágúst Ólafur verður lengur í meðferð en ráð var fyrir gert Einar Kárason ílengist þinginu. 8. febrúar 2019 13:27 Ágúst Ólafur boðar endurkomu sína Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, ætlar sér að mæta aftur til starfa í þinghúsið. 30. apríl 2019 14:16 Vill að mál Ágústs Ólafs fari fyrir siðanefnd Alþingis Nefndarmönnum í forsætisnefnd Alþingis hefur borist beiðni um mál Ágústs Ólafs Ágústssonar þingmanns Samfylkingarinnar fari fyrir siðanefnd Alþingis og fái þar með sömu meðferð og mál þingmannanna sex sem ræddu saman á Klausturbar í lok nóvember á síðasta ári. 21. janúar 2019 18:05 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Sjá meira
Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir af sér varaformennsku í fjárlaganefnd Alþingis. Hann staðfestir þetta í samtali við fréttastofu en vildi að þessu sinni ekki veita viðtal vegna málsins. DV greindi fyrst frá þessu. Ágúst Ólafur sneri aftur til starfa eftir að hafa tekið sér fimm mánaða leyfi frá þingstörfum. Hann tók sér leyfi frá þingstörfum vegna framkomu sinnar gagnvart konu sem hann hitti á bar síðastliðið sumar en hann hlaut áminningu frá trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar. Fyrir tveimur dögum boðaði hann komu sína á ný og bað um annað tækifæri. Í færslu sem hann birti á Facebook sagðist hann eiga SÁÁ margt að þakka í baráttu hans við áfengisvanda. „Ég hef þurft að horfast í augu við líf mitt, viðurkenna vanmátt minn gagnvart áfengi og vera tilbúinn að þiggja aðstoð annarra. Hjá SÁÁ hefur mér opnast nýr heimur. Markmið þeirra sem leita sér aðstoðar er að verða betri samferðarmenn fyrir sína nánustu og samfélagið allt. Hinni eiginlegu meðferð er nú lokið þótt verkefninu ljúki vissulega aldrei,“ skrifaði Ágúst Ólafur. Í samtali við fréttastofu segir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og nefndarmaður í fjárlaganefnd, að það hefði spurst út að hann bæri þær vonir til Ágústar að hann segði af sér varaformennsku. Það teldi hann eðlilegt í ljósi þess að hann hefði gert sömu kröfur til Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, varðandi trúnaðarstörf í umhverfis- og samgöngunefnd eftir ósæmilegt tal hans á Klaustur bar.Sjá nánar: Bergþór stígur til hliðar sem formaður umhverfis-og samgöngunefndar Björn Leví segir að Ágúst Ólafur hefði tekið ákvörðunina að eigin frumkvæði. Birni finnst ákvörðunin vera rétt á þeim forsendum að hún væri liður í því að ávinna sér traust. „Þegar maður biður um annað tækifæri gengur maður ekki beint inn í trúnaðarstöðu, Maður vinnur sér inn traust að komast í trúnaðarstöðu. Það var út frá þeim forsendum sem mér hefði fundist það eðlilegt og vildi bara að gefa honum tækifæri að taka það skref sjálfur.“
Alþingi Samfylkingin Tengdar fréttir Ágúst Ólafur verður lengur í meðferð en ráð var fyrir gert Einar Kárason ílengist þinginu. 8. febrúar 2019 13:27 Ágúst Ólafur boðar endurkomu sína Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, ætlar sér að mæta aftur til starfa í þinghúsið. 30. apríl 2019 14:16 Vill að mál Ágústs Ólafs fari fyrir siðanefnd Alþingis Nefndarmönnum í forsætisnefnd Alþingis hefur borist beiðni um mál Ágústs Ólafs Ágústssonar þingmanns Samfylkingarinnar fari fyrir siðanefnd Alþingis og fái þar með sömu meðferð og mál þingmannanna sex sem ræddu saman á Klausturbar í lok nóvember á síðasta ári. 21. janúar 2019 18:05 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Sjá meira
Ágúst Ólafur verður lengur í meðferð en ráð var fyrir gert Einar Kárason ílengist þinginu. 8. febrúar 2019 13:27
Ágúst Ólafur boðar endurkomu sína Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, ætlar sér að mæta aftur til starfa í þinghúsið. 30. apríl 2019 14:16
Vill að mál Ágústs Ólafs fari fyrir siðanefnd Alþingis Nefndarmönnum í forsætisnefnd Alþingis hefur borist beiðni um mál Ágústs Ólafs Ágústssonar þingmanns Samfylkingarinnar fari fyrir siðanefnd Alþingis og fái þar með sömu meðferð og mál þingmannanna sex sem ræddu saman á Klausturbar í lok nóvember á síðasta ári. 21. janúar 2019 18:05