Viðskipti innlent

Ísey Skyr verði fáanlegt í tugþúsundum japanskra verslana

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Í efri ræð eru þeir Kazuhiro Mikuni, aðstoðarforstjóri Nippon Ham, Yoshihide Hata, forstjóri Nippon Ham, Jón Axel Pétursson, framkvæmdastjóri Ísey Export og  Bolli Thoroddsen, forstjóri Takanawa. Í þeirri neðri má sjá Yoshihiko Ishii, forstjóra Nippon Luna, og Ara Edwald, forstjóra Mjólkursamsölunnar.
Í efri ræð eru þeir Kazuhiro Mikuni, aðstoðarforstjóri Nippon Ham, Yoshihide Hata, forstjóri Nippon Ham, Jón Axel Pétursson, framkvæmdastjóri Ísey Export og Bolli Thoroddsen, forstjóri Takanawa. Í þeirri neðri má sjá Yoshihiko Ishii, forstjóra Nippon Luna, og Ara Edwald, forstjóra Mjólkursamsölunnar. MS
Forstjóri hins japanska Nippon Luna og forstjóri Mjólkursamsölunnar hafa undirritað viljayfirlýsingu um frekara samstarf í Asíu.

Undirritunin tengist undirbúningi á framleiðslu og sölu á Ísey Skyr í Japan en dótturfyrirtæki Nippon Ham, mjólkurvörufyrirtækið Nippon Luna, gerði framleiðslu og vörumerkjasamning um Ísey Skyr við MS á síðasta ári. Vonir standa til að hægt verði að koma skyrinu í í allt að 50 þúsund verslanir í Japan á næstu árum.

Í tilkynningu frá Mjólkursamsölunni segir að forsvarsmenn Nippon Ham hafi tekið ákvörðun um að gera Ísey Skyr að sinni „aðalheilsuvöru“ - ákvörðun sem sögð er mjög þýðingarmikil fyrir alla markaðssókn sem viðkemur Ísey Skyri í Japan.

„Áætlanir gera ráð fyrir að mikill kraftur verði settur í markaðssetninguna og að koma Ísey vel á kortið áður en Ólympíuleikarnir hefjast í Tókýó árið 2020,“ segir í tilkynningunni og því bætt við að verið sé að ljúka byggingu nýrrar verksmiðju í nágrenni Tókýó sem hefur framleiðslu á Ísey Skyr fyrir Japansmarkað á næstu mánuðum.

Nippon Ham er eitt stærsta fyrirtæki Japans á sviði ferskra og frosinna matvæla og jafnframt fjórði stæsti kjötframleiðandi í heims. Þar starfa 30.000 manns og fyrirtækið veltir um 1.400 milljörðum árlega.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×