Segir ávinning þess að Sjúkratryggingar niðurgreiði sálfræðikostnað vega upp á móti kostnaði ríkisins Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. janúar 2019 19:00 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Þingmenn úr öllum flokkum á Alþingi nema Framsókn eru flutningsmenn frumvarps um að ríkið greiði sálfræðikostnað. Formaður Viðreisnar og fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er afar ánægð með samstöðuna á þinginu og er vongóð um að málið nái fram að ganga. Verði það að veruleika gæti kostnaðurinn numið hundruðum milljóna króna. Tuttugu og tveir þingmenn á Alþingi eru flutningsmenn frumvarps til laga um að sjúkratryggingar taki til sálfræðimeðferðar og koma þeir úr öllum flokkum nema Framsóknarflokki. Fyrsti flutningamaður frumvarpsins segir gilda ástæðu fyrir því. „Það er mikill vilji meðal Framsóknarmanna að gera þetta. Þetta er nú eins og gengur á þinginu að eðlilega er þingmeirihlutinn varfærnari en ég vil meina að það mikill hugur sem að er jákvæður innan þeirra flokka líka,“ segir Þorgerður. Þorgerður leggur frumvarpið fram á Alþingi morgun og er vongóð um að málið hljóti brautargengi þó hún sé í stjórnarandstöðu. „Ég lít á þetta sem mál alls þingsins af því við erum með þennan breiða stuðning en ég vona bara að þau hugsi með sjálfum sér það skiptir ekki máli hvaðan gott kemur,“ segir Þorgerður. Í greinagerð með frumvarpinu kemur m.a. fram að samkvæmt upplýsingum Hagstofu telja um 33% fólks sig ekki hafa efni á geðheilbrigðisþjónustu og samkvæmt evrópskri heilsufarsrannsókn frá árinu 2015 mældust fleiri ungar konur með þunglyndiseinkenni á Íslandi en í nokkru öðru Evrópuríki.Algengasta dánarorsök íslenskra karlmanna á aldrinum 18–25 ára eru sjálfsvíg, en árlega deyja um sex karlmenn á þeim aldri af þeim völdum. Rekja má brotthvarf íslenskra háskólanema úr háskólum að miklu leyti til slæmrar geðheilsu. Stærstur hluti örorkubóta er greiddur vegna geðrænna veikinda fólks. Árið 2017 höfðu því 18% allra kvenna á Íslandi fengið ávísað þunglyndislyfjum og rúmlega 10% allra karla og samkvæmt upplýsingum frá Landlækni hafa Íslendingar notað 37% meira af svefnlyfjum en næsta Norðurlandaþjóð, Svíþjóð. Alma Möller Landlæknir sagði í samtali við fréttastofu að henni lítist vel á að sjálfræðiþjónusta fari undir sama hatt og önnur heilbrigðisþjónusta. Þá sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra jákvætt að frumvarpið komi til kasta þingsins og mikilvægt sé að ræða skipulag kaup ríkisins á sérfræðiþjónustu í heilbrigðiskerfinu. Það þurfi hins vegar að vera vel skilgreint hvers konar þjónusta er keypt og, hvert skipulag hennar eigi að vera. Það sjónarmið verði skoðað gaumgæfilega í umræðum um heilbrigðisstefnu til framtíðar í meðförum þingsins. Þorgerður Katrín telur viðbrögð heilbrigðisráðherra jákvæð. „Ég vil fagna því sérstaklega að heilbrigðisráðherra hefur tekið jákvætt í málið og ég efa það ekki að hún sé að skoða málið gaumgæfilega innan sinnar heilbrigðisstefnu,“ segir Þorgerður. Hún segir að verði frumvarpið að lögum sé gert ráð fyrir talsverðum kostnaði en ávinningurinn vegi uppá móti. „Ja það hleypur á hundruðum milljóna króna upphaflega,“ segir Þorgerður Katrín. Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Sjá meira
Þingmenn úr öllum flokkum á Alþingi nema Framsókn eru flutningsmenn frumvarps um að ríkið greiði sálfræðikostnað. Formaður Viðreisnar og fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er afar ánægð með samstöðuna á þinginu og er vongóð um að málið nái fram að ganga. Verði það að veruleika gæti kostnaðurinn numið hundruðum milljóna króna. Tuttugu og tveir þingmenn á Alþingi eru flutningsmenn frumvarps til laga um að sjúkratryggingar taki til sálfræðimeðferðar og koma þeir úr öllum flokkum nema Framsóknarflokki. Fyrsti flutningamaður frumvarpsins segir gilda ástæðu fyrir því. „Það er mikill vilji meðal Framsóknarmanna að gera þetta. Þetta er nú eins og gengur á þinginu að eðlilega er þingmeirihlutinn varfærnari en ég vil meina að það mikill hugur sem að er jákvæður innan þeirra flokka líka,“ segir Þorgerður. Þorgerður leggur frumvarpið fram á Alþingi morgun og er vongóð um að málið hljóti brautargengi þó hún sé í stjórnarandstöðu. „Ég lít á þetta sem mál alls þingsins af því við erum með þennan breiða stuðning en ég vona bara að þau hugsi með sjálfum sér það skiptir ekki máli hvaðan gott kemur,“ segir Þorgerður. Í greinagerð með frumvarpinu kemur m.a. fram að samkvæmt upplýsingum Hagstofu telja um 33% fólks sig ekki hafa efni á geðheilbrigðisþjónustu og samkvæmt evrópskri heilsufarsrannsókn frá árinu 2015 mældust fleiri ungar konur með þunglyndiseinkenni á Íslandi en í nokkru öðru Evrópuríki.Algengasta dánarorsök íslenskra karlmanna á aldrinum 18–25 ára eru sjálfsvíg, en árlega deyja um sex karlmenn á þeim aldri af þeim völdum. Rekja má brotthvarf íslenskra háskólanema úr háskólum að miklu leyti til slæmrar geðheilsu. Stærstur hluti örorkubóta er greiddur vegna geðrænna veikinda fólks. Árið 2017 höfðu því 18% allra kvenna á Íslandi fengið ávísað þunglyndislyfjum og rúmlega 10% allra karla og samkvæmt upplýsingum frá Landlækni hafa Íslendingar notað 37% meira af svefnlyfjum en næsta Norðurlandaþjóð, Svíþjóð. Alma Möller Landlæknir sagði í samtali við fréttastofu að henni lítist vel á að sjálfræðiþjónusta fari undir sama hatt og önnur heilbrigðisþjónusta. Þá sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra jákvætt að frumvarpið komi til kasta þingsins og mikilvægt sé að ræða skipulag kaup ríkisins á sérfræðiþjónustu í heilbrigðiskerfinu. Það þurfi hins vegar að vera vel skilgreint hvers konar þjónusta er keypt og, hvert skipulag hennar eigi að vera. Það sjónarmið verði skoðað gaumgæfilega í umræðum um heilbrigðisstefnu til framtíðar í meðförum þingsins. Þorgerður Katrín telur viðbrögð heilbrigðisráðherra jákvæð. „Ég vil fagna því sérstaklega að heilbrigðisráðherra hefur tekið jákvætt í málið og ég efa það ekki að hún sé að skoða málið gaumgæfilega innan sinnar heilbrigðisstefnu,“ segir Þorgerður. Hún segir að verði frumvarpið að lögum sé gert ráð fyrir talsverðum kostnaði en ávinningurinn vegi uppá móti. „Ja það hleypur á hundruðum milljóna króna upphaflega,“ segir Þorgerður Katrín.
Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Sjá meira