Lífið

Tólf hundruð manns fylltu Kórinn á fyrsta þorrablóti Kópavogs

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kópavogsblótið var haldið í fyrsta sinn síðastliðinn föstudag í Kórnum með pompi og prakt. Þetta var samvinnuverkefni stóru íþróttafélaganna þriggja í Kópavogi, Breiðabliks, Gerplu og HK.

Á blótinu komu saman tólf hundruð manns í mat auk fjölda fólks sem mætti á ball að loknu borðhaldi.

Jón Jónsson var veislustjóri kvöldsins og auk hans komu fram Ari Eldjárn, Guðni Ágústsson og svo var það Stuðlabandið sem lék fyrir dansi fram á nótt.

Þakið ætlaði af Kórnum þegar leynigestur kvöldsins steig á svið en það var engin önnur en Sigga Beinteins. Kóngurinn sjálfur, Jói í Múlakaffi sá um matinn sem rann ljúft ofan í mannskapinn. 

„Íþróttafélögin vilja koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem lögðu hönd á plóg og gerðu þennan viðburð að veruleika.Sérstakar þakkir fær þó Þorrablótsnefndin fyrir vel unnin störf,“ segir í tilkynningu frá félögunum.

Hér að neðan má sjá myndir frá Þorrablóti Kópavogs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×