Matvælalandið „Ýmis lönd“ Margrét Gísladóttir skrifar 28. janúar 2019 07:00 „Neytendur eiga rétt á því, einnig á veitingastöðum, að fá að vita frá hvaða landi maturinn kemur og það án þess að þurfa að spyrja.“ Þetta segir Jari Leppä, landbúnaðarráðherra Finnlands, en í maímánuði munu nýjar reglur taka gildi í Finnlandi sem skikka alla þá sem selja kjöt í landinu til að upplýsa neytendur um uppruna kjötsins. Var ákveðið að fara þessa leið í framhaldi af könnun sem gerð var fyrir ríkisstjórnina þar í landi þar sem 80% aðspurðra svöruðu því til að uppruni kjötsins skipti þá miklu máli og álíka hátt hlutfall vildi hafa vöruna merkta svo ekki þyrfti að spyrja um upprunann. Nýju reglurnar kveða á um að allir veitingastaðir þurfa að merkja með skýrum hætti hvaðan það kjöt og sá fiskur sem þeir bjóða upp á komi. Er sérstaklega tekið fram í reglunum að merkingarnar eigi að vera svo skýrar og aðgengilegar að fólk eigi ekki að þurfa að spyrja um upprunann. Um allnokkurt skeið hafa talsmenn íslenskra bænda bent á mikilvægi þess að upprunamerkingar séu skýrar og auðsjáanlegar og séu ekki einungis fyrir augum neytenda í verslunum heldur einnig í mötuneytum og á veitingastöðum. Samkvæmt könnun Gallup í ágúst 2016 skiptir uppruni landbúnaðarafurða íslenska neytendur síður minna máli en finnska en þá svöruðu 82,2% því að þeir veldu eingöngu, mun frekar eða frekar íslenskt kjöt en erlent þegar verslað er og 88,3% sögðu það skipta öllu, mjög miklu eða frekar miklu máli að upplýsingar um uppruna væru á umbúðunum.Ekki krafa um upprunamerkingar á veitingastöðum og mötuneytum á Íslandi Krafa er um upprunamerkingar matvæla í verslunum hér á landi og er það vel. Mér sem neytanda finnst það reyndar lágmarkskrafa. Þannig geta neytendur tekið upplýst val um hvaða vörur fara í innkaupakerruna og verður boðið upp á innan veggja heimilisins. Það hafa þó komið upp dæmi um merkingar eins og „Upprunaland: Ýmis lönd“ og afar illsjáanlega og jafnvel villandi framsetningu upplýsinga á hinum ýmsu vörum. Það er því ljóst að betur má ef duga skal. Þótt málin séu að þokast í rétta átt innan verslunarinnar þá gildir hið sama hins vegar ekki um veitingastaði og mötuneyti, þó svo ákveðnir veitingastaðir gangi fram með góðu fordæmi og hafi tekið slíkar merkingar upp af sjálfsdáðum. Án upplýsinga um uppruna höfum við lítið um það að segja hvað við látum ofan í okkur í þau skipti sem borðað er utan veggja heimilisins. Sjálfsagður réttur að vita hvaðan maturinn kemur Það er nánast sama við hvern er talað; stjórnmálafólk úr öllum flokkum, verslunarfólk, veitingafólk, neytendur, bændur, það eru allir sammála um að upprunamerkingar séu eðlileg krafa. Með aukinni vitund neytenda um kolefnisspor, lyfjanotkun í framleiðslu, dýravelferð og fleira höfum við sífellt breiðari grunn til að byggja val okkar á. Auðvitað skiptir það margan neytandann miklu máli hvort upprunaland sé Ísland eða „Ýmis lönd“. Því tel ég það einungis tímaspursmál hvenær við sjáum álíka reglur hér á landi og Finnar hafa nú sett sér. Neytendur eiga alltaf að hafa möguleikann á að taka upplýst val þegar matvæli eru keypt, óháð því hvar maturinn er keyptur.Höfundur er framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Neytendur Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Sjá meira
„Neytendur eiga rétt á því, einnig á veitingastöðum, að fá að vita frá hvaða landi maturinn kemur og það án þess að þurfa að spyrja.“ Þetta segir Jari Leppä, landbúnaðarráðherra Finnlands, en í maímánuði munu nýjar reglur taka gildi í Finnlandi sem skikka alla þá sem selja kjöt í landinu til að upplýsa neytendur um uppruna kjötsins. Var ákveðið að fara þessa leið í framhaldi af könnun sem gerð var fyrir ríkisstjórnina þar í landi þar sem 80% aðspurðra svöruðu því til að uppruni kjötsins skipti þá miklu máli og álíka hátt hlutfall vildi hafa vöruna merkta svo ekki þyrfti að spyrja um upprunann. Nýju reglurnar kveða á um að allir veitingastaðir þurfa að merkja með skýrum hætti hvaðan það kjöt og sá fiskur sem þeir bjóða upp á komi. Er sérstaklega tekið fram í reglunum að merkingarnar eigi að vera svo skýrar og aðgengilegar að fólk eigi ekki að þurfa að spyrja um upprunann. Um allnokkurt skeið hafa talsmenn íslenskra bænda bent á mikilvægi þess að upprunamerkingar séu skýrar og auðsjáanlegar og séu ekki einungis fyrir augum neytenda í verslunum heldur einnig í mötuneytum og á veitingastöðum. Samkvæmt könnun Gallup í ágúst 2016 skiptir uppruni landbúnaðarafurða íslenska neytendur síður minna máli en finnska en þá svöruðu 82,2% því að þeir veldu eingöngu, mun frekar eða frekar íslenskt kjöt en erlent þegar verslað er og 88,3% sögðu það skipta öllu, mjög miklu eða frekar miklu máli að upplýsingar um uppruna væru á umbúðunum.Ekki krafa um upprunamerkingar á veitingastöðum og mötuneytum á Íslandi Krafa er um upprunamerkingar matvæla í verslunum hér á landi og er það vel. Mér sem neytanda finnst það reyndar lágmarkskrafa. Þannig geta neytendur tekið upplýst val um hvaða vörur fara í innkaupakerruna og verður boðið upp á innan veggja heimilisins. Það hafa þó komið upp dæmi um merkingar eins og „Upprunaland: Ýmis lönd“ og afar illsjáanlega og jafnvel villandi framsetningu upplýsinga á hinum ýmsu vörum. Það er því ljóst að betur má ef duga skal. Þótt málin séu að þokast í rétta átt innan verslunarinnar þá gildir hið sama hins vegar ekki um veitingastaði og mötuneyti, þó svo ákveðnir veitingastaðir gangi fram með góðu fordæmi og hafi tekið slíkar merkingar upp af sjálfsdáðum. Án upplýsinga um uppruna höfum við lítið um það að segja hvað við látum ofan í okkur í þau skipti sem borðað er utan veggja heimilisins. Sjálfsagður réttur að vita hvaðan maturinn kemur Það er nánast sama við hvern er talað; stjórnmálafólk úr öllum flokkum, verslunarfólk, veitingafólk, neytendur, bændur, það eru allir sammála um að upprunamerkingar séu eðlileg krafa. Með aukinni vitund neytenda um kolefnisspor, lyfjanotkun í framleiðslu, dýravelferð og fleira höfum við sífellt breiðari grunn til að byggja val okkar á. Auðvitað skiptir það margan neytandann miklu máli hvort upprunaland sé Ísland eða „Ýmis lönd“. Því tel ég það einungis tímaspursmál hvenær við sjáum álíka reglur hér á landi og Finnar hafa nú sett sér. Neytendur eiga alltaf að hafa möguleikann á að taka upplýst val þegar matvæli eru keypt, óháð því hvar maturinn er keyptur.Höfundur er framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar