Aðalfundur ÖBÍ: Katrín hefur tvö ár til að standa við orð sín Atli Ísleifsson skrifar 5. október 2019 20:59 Frá aðalfundi ÖBÍ ÖBÍ Þuríður Harpa Sigurðardóttir var endurkjörin formaður Öryrkjabandalags Íslands til næstu tveggja ára á aðalfundi í dag. Þuríður Harpa var ein í framboði og var kjörin með lófataki. Á heimasíðu ÖBÍ segir að í þakkarræðu sinni sagði nýkjörinn formaður að framundan væri baráttan fyrir þeim sjálfsögðu réttindum að eiga mannsæmandi líf. Þar væri mikilvægast að hækka verulega örorkulífeyrinn, sem væri nú um 70 þúsund krónum lægri en lágmarkslaun. „Sú kjaragliðnun sem við neyðumst til að lifa með, í boði stjórnvalda, er algerlega óásættanleg,“ sagði Þuríður Harpa.Ný stjórn Örykjabandalagsins.ÖBÍBeðið eftir réttlæti Aðalfundargestir samþykktu jafnframt ályktun þar sem segir að enn eitt árið aukist gjáin milli örorkulífeyris og lágmarkslauna. „Það er ömurlegt að við Íslendingar höfum ákveðið að sumum okkar skuli haldið í sárafátækt lífið á enda. Þó forsætisráðherra vilji ekki biðja fátækt fólk að bíða eftir réttlætinu, bíður það enn. Aðalfundur Öryrkjabandalagsins skorar á þjóðina að beita sér fyrir því að biðinni ljúki nú þegar. Það veit enginn hver þarf næst að reiða sig á smánarlegan örorkulífeyri,“ segir í ályktuninni. Í greinargerð með ályktuninni er rifjað upp að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafi í umræðu um stefnuræðu þáverandi forsætisráðherra [Bjarni Benediktsson, núverandi fjármálaráðherra] í september 2017 sagt að ekki eigi að biðja fátækt fólk á Íslandi að bíða eftir réttlætinu. „Hún sagði ríkisstjórnina gera ráð fyrir að öryrkjar og aldraðir hokruðu áfram og byggju við skammarleg kjör. Katrín Jakobsdóttir hefur haft tvö ár til að standa við þessi orð sín. Fólk í fátækt bíður enn,“ segir í greinargerðinni með ályktun aðafundar ÖBÍ. Félagsmál Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Sjá meira
Þuríður Harpa Sigurðardóttir var endurkjörin formaður Öryrkjabandalags Íslands til næstu tveggja ára á aðalfundi í dag. Þuríður Harpa var ein í framboði og var kjörin með lófataki. Á heimasíðu ÖBÍ segir að í þakkarræðu sinni sagði nýkjörinn formaður að framundan væri baráttan fyrir þeim sjálfsögðu réttindum að eiga mannsæmandi líf. Þar væri mikilvægast að hækka verulega örorkulífeyrinn, sem væri nú um 70 þúsund krónum lægri en lágmarkslaun. „Sú kjaragliðnun sem við neyðumst til að lifa með, í boði stjórnvalda, er algerlega óásættanleg,“ sagði Þuríður Harpa.Ný stjórn Örykjabandalagsins.ÖBÍBeðið eftir réttlæti Aðalfundargestir samþykktu jafnframt ályktun þar sem segir að enn eitt árið aukist gjáin milli örorkulífeyris og lágmarkslauna. „Það er ömurlegt að við Íslendingar höfum ákveðið að sumum okkar skuli haldið í sárafátækt lífið á enda. Þó forsætisráðherra vilji ekki biðja fátækt fólk að bíða eftir réttlætinu, bíður það enn. Aðalfundur Öryrkjabandalagsins skorar á þjóðina að beita sér fyrir því að biðinni ljúki nú þegar. Það veit enginn hver þarf næst að reiða sig á smánarlegan örorkulífeyri,“ segir í ályktuninni. Í greinargerð með ályktuninni er rifjað upp að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafi í umræðu um stefnuræðu þáverandi forsætisráðherra [Bjarni Benediktsson, núverandi fjármálaráðherra] í september 2017 sagt að ekki eigi að biðja fátækt fólk á Íslandi að bíða eftir réttlætinu. „Hún sagði ríkisstjórnina gera ráð fyrir að öryrkjar og aldraðir hokruðu áfram og byggju við skammarleg kjör. Katrín Jakobsdóttir hefur haft tvö ár til að standa við þessi orð sín. Fólk í fátækt bíður enn,“ segir í greinargerðinni með ályktun aðafundar ÖBÍ.
Félagsmál Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Sjá meira