Eiga ekkert annað en stoltið Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. október 2019 19:15 Fátækir eru farnir að leita fyrr til hjálparsamtaka, sem er til marks um að róður þeirra sé að þyngjast að mati talsmanns slíkra samtaka. Einstæðum mæðrum á örorku og öldruðum hafi fjölgað hratt í hópi fátækra, sem þurfi að kyngja stoltinu til að leita sér aðstoðar. Oft hafi því verið þörf til að grípa til aðgerða, en nú sé nauðsyn. Umsóknum í sárafátæktarsjóð Rauða krossins fer stöðugt fjölgandi og er það mat samtakanna að neyð fátækra á Íslandi sé að aukast. Fjölgunin kemur Ástu Þórdísi Skjalddal Guðjónsdóttur ekki á óvart. Samtök fólks í fátækt á Íslandi hafi fundið vel fyrir þessari þróun. „Það eru fleiri sem vilja koma og fá mat hjá okkur og það eru fleiri sem þurfa á því að halda. Ég sé að það er orðið æ algengara að fyrstu beiðnir berist fljótlega eftir mánaðamót. Það byrjar fyrir og því virðist vera sem róðurinn sé að þyngjast,“ segir Ásta Þórdís hjá Pepp á Íslandi.Sjá einnig: 120 sótt um sárafátæktarstyrk: Neyddist til að borða popp í heila viku Hún segir að neyðin sé einna mest meðal tveggja þjóðfélagshópa. „Við vitum að sá hópur sem hefur það verst eru einstæðar mæður á örorkulífeyri. Það hafa það langverst,“ segir Ásta. Í þeim hópi er Helga Hákonardóttir, sem sagði sögu sína í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.Niðurlægjandi að leita sér aðstoðar Ásta segir að það sé jafnframt að fjölga í hópi aldraðra, sem þyki niðurlægjandi að leita sér aðstoðar. „Því að áður en þú ferð og biður um aðstoð þá þarftu að kyngja stoltinu. Stundum er fólk komið á þeim stað að það á ekkert annað en stoltið og þá er ennþá erfiðara að kyngja því.“ Ásta hvetur stjórnvöld til að mæta þörfum fátækra. „Það eru til margar leiðir til þess að nálgast þennan hóp og bæta um betur. Öll gögn sýna fram á að oft hafi verið þörf en að nú sé brýn nauðsyn.“ Félagsmál Tengdar fréttir 120 sótt um sárafátæktarstyrk: Neyddist til að borða popp í heila viku Öryrki og móðir fatlaðs barns hefur glímt við svo mikla fátækt að hún neyddist til að borða popp í heila viku. Neyðin virðist mikil en rúmlega 120 manns hafa sótt um styrk í sérstakan sárafátækarstjóð Rauða krossins síðan sjóðurinn var stofnaður í mars. 4. október 2019 19:15 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira
Fátækir eru farnir að leita fyrr til hjálparsamtaka, sem er til marks um að róður þeirra sé að þyngjast að mati talsmanns slíkra samtaka. Einstæðum mæðrum á örorku og öldruðum hafi fjölgað hratt í hópi fátækra, sem þurfi að kyngja stoltinu til að leita sér aðstoðar. Oft hafi því verið þörf til að grípa til aðgerða, en nú sé nauðsyn. Umsóknum í sárafátæktarsjóð Rauða krossins fer stöðugt fjölgandi og er það mat samtakanna að neyð fátækra á Íslandi sé að aukast. Fjölgunin kemur Ástu Þórdísi Skjalddal Guðjónsdóttur ekki á óvart. Samtök fólks í fátækt á Íslandi hafi fundið vel fyrir þessari þróun. „Það eru fleiri sem vilja koma og fá mat hjá okkur og það eru fleiri sem þurfa á því að halda. Ég sé að það er orðið æ algengara að fyrstu beiðnir berist fljótlega eftir mánaðamót. Það byrjar fyrir og því virðist vera sem róðurinn sé að þyngjast,“ segir Ásta Þórdís hjá Pepp á Íslandi.Sjá einnig: 120 sótt um sárafátæktarstyrk: Neyddist til að borða popp í heila viku Hún segir að neyðin sé einna mest meðal tveggja þjóðfélagshópa. „Við vitum að sá hópur sem hefur það verst eru einstæðar mæður á örorkulífeyri. Það hafa það langverst,“ segir Ásta. Í þeim hópi er Helga Hákonardóttir, sem sagði sögu sína í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.Niðurlægjandi að leita sér aðstoðar Ásta segir að það sé jafnframt að fjölga í hópi aldraðra, sem þyki niðurlægjandi að leita sér aðstoðar. „Því að áður en þú ferð og biður um aðstoð þá þarftu að kyngja stoltinu. Stundum er fólk komið á þeim stað að það á ekkert annað en stoltið og þá er ennþá erfiðara að kyngja því.“ Ásta hvetur stjórnvöld til að mæta þörfum fátækra. „Það eru til margar leiðir til þess að nálgast þennan hóp og bæta um betur. Öll gögn sýna fram á að oft hafi verið þörf en að nú sé brýn nauðsyn.“
Félagsmál Tengdar fréttir 120 sótt um sárafátæktarstyrk: Neyddist til að borða popp í heila viku Öryrki og móðir fatlaðs barns hefur glímt við svo mikla fátækt að hún neyddist til að borða popp í heila viku. Neyðin virðist mikil en rúmlega 120 manns hafa sótt um styrk í sérstakan sárafátækarstjóð Rauða krossins síðan sjóðurinn var stofnaður í mars. 4. október 2019 19:15 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira
120 sótt um sárafátæktarstyrk: Neyddist til að borða popp í heila viku Öryrki og móðir fatlaðs barns hefur glímt við svo mikla fátækt að hún neyddist til að borða popp í heila viku. Neyðin virðist mikil en rúmlega 120 manns hafa sótt um styrk í sérstakan sárafátækarstjóð Rauða krossins síðan sjóðurinn var stofnaður í mars. 4. október 2019 19:15