Nýjar stofnanir verði á landsbyggðinni Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 5. október 2019 08:30 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Á ríkisstjórnarfundi í gær lagði forsætisráðherra áherslu á að ráðherrar skoði sérstaklega hvort þær stofnanir sem ráðuneyti áformi að setja á laggirnar geti verið staðsettar utan höfuðborgarsvæðisins. Lagði forsætisráðherra fram minnisblað um málið þar sem vísað er til stjórnarsáttmála flokkanna um mikilvægi blómlegrar byggðar um landið allt, jafnt aðgengi allra landsmanna að þjónustu, atvinnutækifærum og lífskjörum. Í minnisblaðinu er einnig vísað til fjölda aðgerða í byggðaáætlun sem ætlað er að jafna aðgengi að þjónustu, jafna tækifæri til atvinnu og stuðla að sjálfbærri þróun byggða. Þá er vísað til ýmissa áforma um breytingar á stofnanafyrirkomulagi hins opinbera; bæði tillögur að sameiningu stofnana auk tillagna um að nýjar stofnanir verði settar á laggirnar. Svo segir í minnisblaðinu: „Hlutverk forsætisráðuneytisins er að tryggja að skoðað verði þegar ný starfsemi hefst á vegum ríkisins hvort starfsemin geti verið sett á laggirnar utan höfuðborgarsvæðisins. Samkvæmt byggðaáætlun er árangur af verkefninu mældur í fjölda starfa og starfsstöðva sem settar verða á laggirnar utan höfuðborgarsvæðisins.“ Með minnisblaðinu sé áréttað mikilvægi þess að skoðað verði hvort áformaðar stofnanir geti verið staðsettar utan höfuðborgarsvæðisins. Mikilvægt sé að ráðuneyti geti rökstutt ákvarðanir um staðsetningu stofnana „í þeim umræðum sem án efa munu verða um þessi mál“. Fréttablaðið greindi nýverið frá því að samkvæmt þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir yfirstandandi þing sé áformað að til verði fjórar nýjar ríkisstofnanir. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun er ætlað að leysa af hólmi bæði Íbúðalánasjóð og Mannvirkjastofnun. Gert er ráð fyrir að Ríkiskaup verði grunnur að nýrri Nýsköpunar- og umbótastofnun á vegum ríkisins samkvæmt boðuðu frumvarpi fjármálaráðherra. Á vorþingi hyggst umhverfisráðherra setja á fót Þjóðgarðsstofnun sem ætlað er að taka við verkefnum Vatnajökulsþjóðgarðs, þjóðgarðsins á Þingvöllum og verkefnum á sviði náttúruverndar á vegum Umhverfisstofnunar. Þá hyggst nýr dómsmálaráðherra leggja fram frumvarp um sérstakan dómstól um endurupptöku mála að nýju. Í frumvarpinu er kveðið á um að dómstóllinn verði staðsettur hjá Dómstólasýslunni og hann fer því tæpast út á land. Áform um nýjar ríkisstofnanir-Húsnæðis- og mannvirkjastofnun er ætlað að leysa af hólmi bæði Íbúðalánasjóð og Mannvirkjastofnun. (Félagsmálaráðherra) -Nýsköpunar- og umbótastofnun á grunni Ríkiskaupa. (Fjármálaráðherra) -Þjóðgarðsstofnun tæki við verkefnum Vatnajökulsþjóðgarðs, þjóðgarðsins á Þingvöllum og verkefnum á sviði náttúruverndar á vegum Umhverfisstofnunar. (Umhverfisráðherra) -Endurupptökudómur – Samkvæmt frumvarpi um málið verður dómstóllinn staðsettur hjá Dómstólasýslunni. (Dómsmálaráðherra) Birtist í Fréttablaðinu Byggðamál Stjórnsýsla Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Á ríkisstjórnarfundi í gær lagði forsætisráðherra áherslu á að ráðherrar skoði sérstaklega hvort þær stofnanir sem ráðuneyti áformi að setja á laggirnar geti verið staðsettar utan höfuðborgarsvæðisins. Lagði forsætisráðherra fram minnisblað um málið þar sem vísað er til stjórnarsáttmála flokkanna um mikilvægi blómlegrar byggðar um landið allt, jafnt aðgengi allra landsmanna að þjónustu, atvinnutækifærum og lífskjörum. Í minnisblaðinu er einnig vísað til fjölda aðgerða í byggðaáætlun sem ætlað er að jafna aðgengi að þjónustu, jafna tækifæri til atvinnu og stuðla að sjálfbærri þróun byggða. Þá er vísað til ýmissa áforma um breytingar á stofnanafyrirkomulagi hins opinbera; bæði tillögur að sameiningu stofnana auk tillagna um að nýjar stofnanir verði settar á laggirnar. Svo segir í minnisblaðinu: „Hlutverk forsætisráðuneytisins er að tryggja að skoðað verði þegar ný starfsemi hefst á vegum ríkisins hvort starfsemin geti verið sett á laggirnar utan höfuðborgarsvæðisins. Samkvæmt byggðaáætlun er árangur af verkefninu mældur í fjölda starfa og starfsstöðva sem settar verða á laggirnar utan höfuðborgarsvæðisins.“ Með minnisblaðinu sé áréttað mikilvægi þess að skoðað verði hvort áformaðar stofnanir geti verið staðsettar utan höfuðborgarsvæðisins. Mikilvægt sé að ráðuneyti geti rökstutt ákvarðanir um staðsetningu stofnana „í þeim umræðum sem án efa munu verða um þessi mál“. Fréttablaðið greindi nýverið frá því að samkvæmt þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir yfirstandandi þing sé áformað að til verði fjórar nýjar ríkisstofnanir. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun er ætlað að leysa af hólmi bæði Íbúðalánasjóð og Mannvirkjastofnun. Gert er ráð fyrir að Ríkiskaup verði grunnur að nýrri Nýsköpunar- og umbótastofnun á vegum ríkisins samkvæmt boðuðu frumvarpi fjármálaráðherra. Á vorþingi hyggst umhverfisráðherra setja á fót Þjóðgarðsstofnun sem ætlað er að taka við verkefnum Vatnajökulsþjóðgarðs, þjóðgarðsins á Þingvöllum og verkefnum á sviði náttúruverndar á vegum Umhverfisstofnunar. Þá hyggst nýr dómsmálaráðherra leggja fram frumvarp um sérstakan dómstól um endurupptöku mála að nýju. Í frumvarpinu er kveðið á um að dómstóllinn verði staðsettur hjá Dómstólasýslunni og hann fer því tæpast út á land. Áform um nýjar ríkisstofnanir-Húsnæðis- og mannvirkjastofnun er ætlað að leysa af hólmi bæði Íbúðalánasjóð og Mannvirkjastofnun. (Félagsmálaráðherra) -Nýsköpunar- og umbótastofnun á grunni Ríkiskaupa. (Fjármálaráðherra) -Þjóðgarðsstofnun tæki við verkefnum Vatnajökulsþjóðgarðs, þjóðgarðsins á Þingvöllum og verkefnum á sviði náttúruverndar á vegum Umhverfisstofnunar. (Umhverfisráðherra) -Endurupptökudómur – Samkvæmt frumvarpi um málið verður dómstóllinn staðsettur hjá Dómstólasýslunni. (Dómsmálaráðherra)
Birtist í Fréttablaðinu Byggðamál Stjórnsýsla Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira