Caballero þurfti ekki að verja eitt skot er Chelsea kláraði Tottenham Anton Ingi Leifsson skrifar 27. febrúar 2019 22:00 Hazard og Pedro fagna í kvöld. vísir/getty Kepa Arrizabalga var settur á bekkinn er Chelsea vann 2-0 sigur á Tottenham í Lundúnarslag í kvöld en Kepa neitaði að koma af velli í úrslitaleiknum gegn Manchester City um helgina í deildarbikarnum. Mikið fjaðrafok var eftir atvikið og ákvað Maurizio Sarri, stjóri Chelsea, að henda Kepa á bekkinn. Willy Caballero var því í markinu í kvöld og hann hafði lítið að gera. Í raun ekkert.0 - Tottenham have failed to land a shot on target in a Premier League game for the first time since December 2013 against Liverpool. Blank. #CHETOT — OptaJoe (@OptaJoe) February 27, 2019 Staðan var markalaus í hálfleik en á 57. mínútu var það Pedro sem kom Chelsea yfir eftir laglegan einleik. Heimamenn komnir með forystu. Sex mínútum fyrir leikslok tvöfaldaði Chelsea svo forystuna en það var Kieran Trippier sem skoraði í eigið mark. Markið var afar skrautlegt en Trippier ætlaði að gefa boltann til baka á markvörðinn Lloris sem var kominn út úr markinu. Lokatölur 2-0 og Tottenham átti ekki skot á markið í kvöld en það gerist ekki oft. Tottenham er í þriðja sætinu með 60 stig en Chelsea er í sjötta sætinu með 53 stig. Enski boltinn
Kepa Arrizabalga var settur á bekkinn er Chelsea vann 2-0 sigur á Tottenham í Lundúnarslag í kvöld en Kepa neitaði að koma af velli í úrslitaleiknum gegn Manchester City um helgina í deildarbikarnum. Mikið fjaðrafok var eftir atvikið og ákvað Maurizio Sarri, stjóri Chelsea, að henda Kepa á bekkinn. Willy Caballero var því í markinu í kvöld og hann hafði lítið að gera. Í raun ekkert.0 - Tottenham have failed to land a shot on target in a Premier League game for the first time since December 2013 against Liverpool. Blank. #CHETOT — OptaJoe (@OptaJoe) February 27, 2019 Staðan var markalaus í hálfleik en á 57. mínútu var það Pedro sem kom Chelsea yfir eftir laglegan einleik. Heimamenn komnir með forystu. Sex mínútum fyrir leikslok tvöfaldaði Chelsea svo forystuna en það var Kieran Trippier sem skoraði í eigið mark. Markið var afar skrautlegt en Trippier ætlaði að gefa boltann til baka á markvörðinn Lloris sem var kominn út úr markinu. Lokatölur 2-0 og Tottenham átti ekki skot á markið í kvöld en það gerist ekki oft. Tottenham er í þriðja sætinu með 60 stig en Chelsea er í sjötta sætinu með 53 stig.