Markaveisla á Anfield

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mo Salah, framherji Liverpool og Mane fagna.
Mo Salah, framherji Liverpool og Mane fagna. vísir/getty
Liverpool komst aftur á sigurbarut er liðið rúllaði yfir Watford á heimavelli í kvöld en þeir rauðklæddu gerðu fimm mörk í kvöld.

Það tók Liverpool ekki nema níu mínútur að komast yfir en fyrsta markið skoraði Sadio Mane. Ellefu mínútum síðar var svo Mane búinn að koma Liverpool í 2-0 en Trent Alexander-Arnold lagði upp fyrstu tvö mörkin.

Liverpool sótti og sótti í leiknum en þriðja markið kom ekki fyrr en á 66. mínútu er Divock Origi, sem fékk tækifæri í fremstu víglínu Liverpool, kom Liverpool í 3-0.







Virgil Van Dijk skoraði fjórða markið ellefu mínútum fyrir leikslok og þremur mínútum síðar var Hollendingurinn aftur á ferðinni er hann skoraði annað mark sitt og fimmta mark Liverpool.

Liverpool er því áfram á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og áfram með eins stigs forskot á Manchester City sem vann einnig í kvöld. Watford er í áttunda sætinu.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira