Enski boltinn

De Ligt þrisvar á topp­lista yfir þá dýrustu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Matthijs de Ligt með knattspyrnustjóranum Erik ten Hag og íþróttastjóranum Dan Ashworth.
Matthijs de Ligt með knattspyrnustjóranum Erik ten Hag og íþróttastjóranum Dan Ashworth. Manchester United

Manchester United keypti í gær hollenska miðvörðinn Matthijs de Ligt frá Bayern München og þurfti líka að borga fyrir hann.

De Ligt kostar enska félagið fimmtíu milljónir evra en það er langt frá því að vera það hæsta sem hefur verið borgað fyrir Hollendinginn á hans ferli.

De Ligt komst í tólfta sætið yfir dýrustu varnarmenn sögunnar með þessum kaupum en hann er líka í öðru sætinu sem og í sjötta sætinu.

Manchester United gerði Harry Maguire að dýrasta varnarmanni sögunnar þegar félagið borgaði Leicester 87 milljónir evra fyrir hann árið 2019.

De Ligt er í öðru sæti en Juventus borgaði Ajax 85,5 milljónir evra fyrir hann árið 2019.

Hann er líka í sjötta sætinu frá því þegar Bayern borgaði Juventus 67 milljónir evra fyrir De Ligt fyrir tveimur árum.

Transfermarkt tók topplistann saman og hann má sjá hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×