Enski boltinn

Royal færir sig frá Lundúnum til Mílanó

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Royal í leik með Tottenham.
Royal í leik með Tottenham. Tottenham Hotspur/Getty Images

Brasilíski hægri bakvörðurinn Emerson Royal er genginn í raðir AC Milan á Ítalíu frá enska úrvalsdeildarfélaginu Tottenham Hotspur. Hann kostar Mílanó-liðið 15 milljónir evra eða rúma 2,2 milljarða íslenskra króna.

AC Milan staðfesti vistaskiptin rétt í þessu en hinn 25 ára gamla Royal á að baki 10 A-landsleiki fyrir Brasilíu. Hann gekk í raðir Tottenham árið 2021 eftir að hafa verið leikmaður Barcelona án þess þó að spila mikið fyrir félagið.

Royal skrifar undir samning til sumarsins 2028 með möguleika á eins árs framlengingu. Hann spilaði alls 101 leiki fyrir Tottenham en Ange Postecoglou, þjálfari liðsins, virðist ætla að treysta á Pedro Porro og Djed Spence í vetur.

Í tilkynningu AC Milan segir að lokum að Royal muni klæðast treyju númer 22.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×