Lykilbragðefni Bláa Opalsins finnst ekki Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. febrúar 2019 11:30 Rétt rúm tvö ár eru síðan að fréttastofan hafði pakka af nýjum Bláum Opal undir höndum. Þá var talið að hægt yrði að hefja framleiðslu á ný. Annað kom þó á daginn. VÍSIR/ERNIR Þrátt fyrir viðamiklar umleitanir eru aðstandendur Nóa Siríus svartsýnir á að Blár Opal fari aftur í framleiðslu hjá sælgætisfyrirtækinu. Erfiðlega hefur gengið að hafa uppi á lykilbragðefninu og því taldar litlar líkur á að Blár Opal verði fáanlegur þegar 75 ára afmæli Opals verður fagnað árið 2020. Vísir greindi frá því í lok árs 2016 að Nói Siríus hafi um það leyti verið að „þreifa fyrir sér“ í framleiðslu Blás Opals. Sælgætið var tekið af markaði árið 2005 eftir að hætt var að framleiða helsta bragðefnið. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Blár Opal var tekinn úr sölu. Það var til að mynda gert árið 1982 en sælgætið rataði þó aftur á markað tveimur árum síðar. Þá var búið að breyta innihaldinu örlítið. Eftir endurkomuna innihélt Blár Opal 1,4 prósent af aðalbragðefninu, klóróformi. Nýleg reglugerð um þetta leyti setti hámarkið við tvö prósent. Klóróform er þó ekki notað í matvælavinnslu í dag. Fregnir af yfirvofandi endurkomu Bláa Opalsins í desember 2016 vöktu að vonum athygli enda hafa margir Íslendingar kallað eftir því að hafin verði framleiðsla á Bláum Opal á ný. Nóa Siríus hafa borist ótal áskoranir í áranna rás þess efnis og þá eru jafnframt dæmi um að bláir opalpakkar séu seldir á uppboði fyrir þúsundir króna.Sent út til greiningar Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs hjá Nóa Siríus, segir að á þeim tveimur árum sem liðin eru frá fyrri fréttaflutningi hafi verið reynt til hins ítrasta að hefja framleiðsluna aftur - en án árangurs. Ásættanlegt staðkvæmdarbragðefni fyrir klóróform, sem gaf Bláa Opal sinn sérstaka keim, sé hreinlega hvergi fáanlegt. Í leit sinni hafi Nói Siríus til að mynda sett sig í samband við marga af „öflugustu bragðefnaframleiðendum í heiminum“. Þeir hafi jafnvel látið greina Bláa Opalinn, „en ekki haft erindi sem erfiði við að ná að endurgera það einstaka bragð sem var af Bláum Opal,“ segir Auðjón. Það sé ekki síst hvimleitt í ljósi þess að Opal fagnar 75 ára afmæli á næsta ári. Auðjón segir að því hafi Nóa Siríus verið í mun um að ná að hefja framleiðslu á Bláum Opal. „En það verður að segjast eins og er, að við erum svartsýn á að það takist – þótt við gefumst aldrei upp,“ segir Auðjón. Neytendur Tengdar fréttir Blár Opal og Piparpúkar aftur í framleiðslu hjá Nóa Líkur eru á að bæði Blár Opal og Piparpúkar muni sjást aftur í verslunum á næstu misserum. 1. desember 2016 14:40 Hvaða vörur vilt þú fá aftur? Eins og Vísir greindi frá á fimmtudaginn er Blár Opal og Piparpúkar á leiðinni aftur í framleiðslu hjá Nóa Síríus. 5. desember 2016 14:00 Mest lesið Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Þrátt fyrir viðamiklar umleitanir eru aðstandendur Nóa Siríus svartsýnir á að Blár Opal fari aftur í framleiðslu hjá sælgætisfyrirtækinu. Erfiðlega hefur gengið að hafa uppi á lykilbragðefninu og því taldar litlar líkur á að Blár Opal verði fáanlegur þegar 75 ára afmæli Opals verður fagnað árið 2020. Vísir greindi frá því í lok árs 2016 að Nói Siríus hafi um það leyti verið að „þreifa fyrir sér“ í framleiðslu Blás Opals. Sælgætið var tekið af markaði árið 2005 eftir að hætt var að framleiða helsta bragðefnið. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Blár Opal var tekinn úr sölu. Það var til að mynda gert árið 1982 en sælgætið rataði þó aftur á markað tveimur árum síðar. Þá var búið að breyta innihaldinu örlítið. Eftir endurkomuna innihélt Blár Opal 1,4 prósent af aðalbragðefninu, klóróformi. Nýleg reglugerð um þetta leyti setti hámarkið við tvö prósent. Klóróform er þó ekki notað í matvælavinnslu í dag. Fregnir af yfirvofandi endurkomu Bláa Opalsins í desember 2016 vöktu að vonum athygli enda hafa margir Íslendingar kallað eftir því að hafin verði framleiðsla á Bláum Opal á ný. Nóa Siríus hafa borist ótal áskoranir í áranna rás þess efnis og þá eru jafnframt dæmi um að bláir opalpakkar séu seldir á uppboði fyrir þúsundir króna.Sent út til greiningar Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs hjá Nóa Siríus, segir að á þeim tveimur árum sem liðin eru frá fyrri fréttaflutningi hafi verið reynt til hins ítrasta að hefja framleiðsluna aftur - en án árangurs. Ásættanlegt staðkvæmdarbragðefni fyrir klóróform, sem gaf Bláa Opal sinn sérstaka keim, sé hreinlega hvergi fáanlegt. Í leit sinni hafi Nói Siríus til að mynda sett sig í samband við marga af „öflugustu bragðefnaframleiðendum í heiminum“. Þeir hafi jafnvel látið greina Bláa Opalinn, „en ekki haft erindi sem erfiði við að ná að endurgera það einstaka bragð sem var af Bláum Opal,“ segir Auðjón. Það sé ekki síst hvimleitt í ljósi þess að Opal fagnar 75 ára afmæli á næsta ári. Auðjón segir að því hafi Nóa Siríus verið í mun um að ná að hefja framleiðslu á Bláum Opal. „En það verður að segjast eins og er, að við erum svartsýn á að það takist – þótt við gefumst aldrei upp,“ segir Auðjón.
Neytendur Tengdar fréttir Blár Opal og Piparpúkar aftur í framleiðslu hjá Nóa Líkur eru á að bæði Blár Opal og Piparpúkar muni sjást aftur í verslunum á næstu misserum. 1. desember 2016 14:40 Hvaða vörur vilt þú fá aftur? Eins og Vísir greindi frá á fimmtudaginn er Blár Opal og Piparpúkar á leiðinni aftur í framleiðslu hjá Nóa Síríus. 5. desember 2016 14:00 Mest lesið Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Blár Opal og Piparpúkar aftur í framleiðslu hjá Nóa Líkur eru á að bæði Blár Opal og Piparpúkar muni sjást aftur í verslunum á næstu misserum. 1. desember 2016 14:40
Hvaða vörur vilt þú fá aftur? Eins og Vísir greindi frá á fimmtudaginn er Blár Opal og Piparpúkar á leiðinni aftur í framleiðslu hjá Nóa Síríus. 5. desember 2016 14:00