Samdráttur í samfélaginu dregur töluvert úr tekjum ríkissjóðs Heimir Már Pétursson skrifar 12. nóvember 2019 20:30 Áætlað er að samdráttur í samfélaginu lækki tekjur ríkissjóðs um 12,4 milljarða króna á næsta ári. Að teknu tilliti til breytinga á gjöldum og tekjum leggur meirihluti fjárlaganefndar til að fjárlög næsta árs verði afgreidd með 9,7 milljarða króna halla. Önnur umræða um fjárlög næsta árs hófst á Alþingi í dag. Með breytingum sínum á frumvarpinu leggur meirihluti fjárlaganefndar til heildartekjur ríkissjóðs lækki um 10,2 milljarða króna.Samdráttur í efnahagsmálum hefur mest áhrif á stöðu ríkissjóðs en nú er áætlað að skattar á tekjur og hagnað skili ríkissjóði 7,3 milljörðum minna en áður var áætlað á næsta ári og skattar á vöru og þjónustu 5,1 milljarði minna. Þá er fallið frá 2,5 milljarða skatti á ferðaþjónustuna og vegna afkomu útgerða að veiðigjöldin skili 2,1 milljarði minna í ríkissjóð á næsta ári. Dæmi um gjöld sem lækka er að fjárþörf í nýbyggingu Landspítala lækki um 3,5 milljarða, vaxtagjöld um rúman 1,3 milljarða og fjárheimildir til málaflokka og sviða lækki um 547 milljónir. Í heild leiði breyting á tekjum og gjöldum til 9,7 milljarða halla á fjárlögum sem hafa verið afgreidd hallalaus frá árinu 2013.Willum Þór Þórsson formaður fjárlaganefndar segir ríkissjóð standa sterkt og geta tekið á sig niðursveifluna í efnahagslífinu og halda áfram að lækka skuldir. „Við þær kringumstæður sem við búum við í hagkerfinu er afar mikilvægt að setja aukinn kraft í opinbera fjárfestingu. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir fjárfestingu upp á liðlega 72 milljarða króna sem er tvöföldun frá árinu 2017,“ segir Willum Þór. Stjórnarandstæðingar gera ýmsar athugasemdir við breytingatillögur meirihlutans. Ágúst Ólafur Ágústsson fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd sagði veiðigjöldin ekki einu sinni standa undir kostnaði við rannsóknir og eftirlit í greininni. „Það er sláandi staðreynd að upphæð veiðileyfagjalds hefur lækkað um meira en helming síðan þessi ríkisstjórn tók við. Og það er hin pólitíska spurning,“ sagði Ágúst Ólafur. Samfylkingin leggur til hækkun útgjalda og tekna og tilfæringar upp á 20 milljarða króna og Miðflokkurinn upp á 4,7 milljarða. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar sagði ríkisstjórnina tefla á tæpasta varð. Lítið væri eftir af svigrúmi ríkissjóðs til að bregðast við óvæntum uppákomum. „Á síðasta ári afgreiddum við hér fjárlög sem áætluð voru með 28 milljarða afgangi. Eða 1% af landsframleiðslu. Nú stefnir í að afkoma ríkisins verði að minnsta kosti í halla upp á hálft prósent af landsframleiðslu þetta árið og eru ekki öll kurl komin til grafar þar enn þá,“ sagði Þorsteinn. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2020 Tengdar fréttir Lýsa efasemdum um ýmis atriði fjáraukalaga Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra mælti fyrir frumvarpi til fjáraukalaga á Alþingi nú í kvöld. 11. nóvember 2019 18:40 Gert ráð fyrir halla á fjárlögum í fyrsta skipti í sjö ár Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að fjárlög fyrir næsta ár verði afgreidd með tæplega tíu milljarða króna halla. Það yrði í fyrsta skipti í sjö ár fjárlagafrumvarp yrði afgreitt án afgangs. 12. nóvember 2019 13:00 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Sjá meira
Áætlað er að samdráttur í samfélaginu lækki tekjur ríkissjóðs um 12,4 milljarða króna á næsta ári. Að teknu tilliti til breytinga á gjöldum og tekjum leggur meirihluti fjárlaganefndar til að fjárlög næsta árs verði afgreidd með 9,7 milljarða króna halla. Önnur umræða um fjárlög næsta árs hófst á Alþingi í dag. Með breytingum sínum á frumvarpinu leggur meirihluti fjárlaganefndar til heildartekjur ríkissjóðs lækki um 10,2 milljarða króna.Samdráttur í efnahagsmálum hefur mest áhrif á stöðu ríkissjóðs en nú er áætlað að skattar á tekjur og hagnað skili ríkissjóði 7,3 milljörðum minna en áður var áætlað á næsta ári og skattar á vöru og þjónustu 5,1 milljarði minna. Þá er fallið frá 2,5 milljarða skatti á ferðaþjónustuna og vegna afkomu útgerða að veiðigjöldin skili 2,1 milljarði minna í ríkissjóð á næsta ári. Dæmi um gjöld sem lækka er að fjárþörf í nýbyggingu Landspítala lækki um 3,5 milljarða, vaxtagjöld um rúman 1,3 milljarða og fjárheimildir til málaflokka og sviða lækki um 547 milljónir. Í heild leiði breyting á tekjum og gjöldum til 9,7 milljarða halla á fjárlögum sem hafa verið afgreidd hallalaus frá árinu 2013.Willum Þór Þórsson formaður fjárlaganefndar segir ríkissjóð standa sterkt og geta tekið á sig niðursveifluna í efnahagslífinu og halda áfram að lækka skuldir. „Við þær kringumstæður sem við búum við í hagkerfinu er afar mikilvægt að setja aukinn kraft í opinbera fjárfestingu. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir fjárfestingu upp á liðlega 72 milljarða króna sem er tvöföldun frá árinu 2017,“ segir Willum Þór. Stjórnarandstæðingar gera ýmsar athugasemdir við breytingatillögur meirihlutans. Ágúst Ólafur Ágústsson fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd sagði veiðigjöldin ekki einu sinni standa undir kostnaði við rannsóknir og eftirlit í greininni. „Það er sláandi staðreynd að upphæð veiðileyfagjalds hefur lækkað um meira en helming síðan þessi ríkisstjórn tók við. Og það er hin pólitíska spurning,“ sagði Ágúst Ólafur. Samfylkingin leggur til hækkun útgjalda og tekna og tilfæringar upp á 20 milljarða króna og Miðflokkurinn upp á 4,7 milljarða. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar sagði ríkisstjórnina tefla á tæpasta varð. Lítið væri eftir af svigrúmi ríkissjóðs til að bregðast við óvæntum uppákomum. „Á síðasta ári afgreiddum við hér fjárlög sem áætluð voru með 28 milljarða afgangi. Eða 1% af landsframleiðslu. Nú stefnir í að afkoma ríkisins verði að minnsta kosti í halla upp á hálft prósent af landsframleiðslu þetta árið og eru ekki öll kurl komin til grafar þar enn þá,“ sagði Þorsteinn.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2020 Tengdar fréttir Lýsa efasemdum um ýmis atriði fjáraukalaga Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra mælti fyrir frumvarpi til fjáraukalaga á Alþingi nú í kvöld. 11. nóvember 2019 18:40 Gert ráð fyrir halla á fjárlögum í fyrsta skipti í sjö ár Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að fjárlög fyrir næsta ár verði afgreidd með tæplega tíu milljarða króna halla. Það yrði í fyrsta skipti í sjö ár fjárlagafrumvarp yrði afgreitt án afgangs. 12. nóvember 2019 13:00 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Sjá meira
Lýsa efasemdum um ýmis atriði fjáraukalaga Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra mælti fyrir frumvarpi til fjáraukalaga á Alþingi nú í kvöld. 11. nóvember 2019 18:40
Gert ráð fyrir halla á fjárlögum í fyrsta skipti í sjö ár Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að fjárlög fyrir næsta ár verði afgreidd með tæplega tíu milljarða króna halla. Það yrði í fyrsta skipti í sjö ár fjárlagafrumvarp yrði afgreitt án afgangs. 12. nóvember 2019 13:00