Áhorfendurnir bentu Richards á að skjaldkirtillinn virtist vera mjög bólginn og hvöttu hana til að fara til læknis.
Skjaldkirtillinn er staðsettur neðarlega á framanverðum hálsinum og er í laginu eins og fiðrildi. Hann hefur margvíslegu hlutverki að gegna fyrir líkamann en hann stjórnar meðal annars efnaskiptum líkamans.
Í gær birti Richards síðan færslu á Instagram – þar sem hún segir fylgjendum sínum frá því að hún hefði látið skoða skjaldkirtilinn eftir ábendingarnar og að hann hefði í reynd verið bólginn.
It’s amazing to me in a short time eliminating gluten from my diet how much my thyroid has changed. A few of you pointed out after the #RHOBH reunion that my thyroid was enlarged. You were right, it was something I ignored until pointed out. I had no idea how much our diet really can affect our body and for me how toxic gluten really is ... I thank all of you who sent me messages. #selfcareView this post on Instagram
A post shared by Denise Richards (@deniserichards) on Aug 4, 2019 at 1:35pm PDT
Á Vísindavefnum kemur fram að skjaldkirtillinn geti bólgnað vegna joð-skorts. Hann getur stækkað bæði ef hann starfar of mikið og of lítið. Þá getur bólgumyndunin einnig verið einkenni ýmissa sjálfsofnæmissjúkdóma.
Hún segist þá vera virkilega hissa á því hversu mikinn árangur hún hafi séð á skjaldkirtlinum með því einu að taka út glúten.
„Ég hafði ekki hugmynd um hversu mikið mataræðið hefur áhrif á líkamann og, fyrir minn líkama, hversu eitrað glúten raunverulega er. Bestu þakkir til allra sem skrifuðu mér skilaboð.“
Fyrr á þessu ári þurfti fréttakonan Deborah Norville að fara í skurðaðgerð vegna krabbameins sem fannst í skjaldkirtlinum eftir að áhorfandi fréttaþáttarins Inside Edition kom auga á bólginn skjaldkirtil á Norville.
Denise Richards er gift leikaranum Aaron Phypers. Hún á tvær unglingsdætur með fyrrverandi eiginmanni sínum Charlie Sheen. Richards og Phypers ættleiddu síðan stúlkuna Eloise.