Forsvarsmenn Domino's hér á landi hafa ákveðið að nýta sölurétt sinn á 4,7 prósent hluti í Pizza-Pizza, sem á og rekur Domino's hér á landi, til breska móðurfélagsins Domino's Pizza Group. Þannið mun breska félagið að fullu eignast Pizza-Pizza.
Fréttablaðið greindi fyrstfrá en íárshlutareikningi Domino's Pizza Groupsem birtur var í dag má lesa að reiknað sé með að söluandvirði hlutarins sé 2,5 milljónir punda, um 370 milljónir króna.
Domino's Pizza Group keypti fyrst hlut í Pizza-Pizza árið 2016 og árið 2017 hafði félagið eignast 95,3 prósent hlut í fyrirtækinu. Eftir sátu Birgir Örn Birgisson, forstjóri Domino’s á Íslandi og Steinar Bragi Sigurðsson en hafa þeir nú ákveðið að selja hlut sinn. Reiknað er með að salan gangi í gegn í þessum mánuði.
Domino's á Íslandi að fullu í hendur Bretanna

Tengdar fréttir

Sala Domino's á Íslandi minnkaði um nærri 5 prósent
Sala Domino's á Íslandi minnkaði um 4,6 prósent á samanburðargrundvelli (e. like-for-like) á fyrstu þremur mánuðum ársins.

Kaupa nærri tíu prósent af öllum osti
Birgir Örn Birgisson, forstjóri Domino's, starfaði erlendis frá 1997 til 2010 hjá hratt vaxandi fyrirtæki og var þar vanur "harkinu“. "Marga skorti reynsluna til að takast á við eftirmál hrunsins en segja má að ég hafði verið í sl