Guardiola heldur áfram að sanka að sér titlum á Englandi Kristinn Páll Teitsson skrifar 6. ágúst 2019 11:00 Leikmenn Manchester City fagna titlinum um helgina, Getty/Charlotte Wilson Ótrúleg sigurganga Manchester City undir stjórn Pep Guardiola heldur áfram en um helgina lyftu Guardiola og hans menn sjöunda bikarnum eftir sigur á Liverpool í úrslitaleiknum um Samfélagsskjöldinn. Er þetta annað árið í röð sem City vinnur þennan titil og verða lærisveinar Guardiola áfram handhafar allra titla sem í boði eru á Englandi fyrir lið í efstu deild næstu mánuðina. Snemma leiks virtist City vera í sérflokki, Liverpool réð illa við fjölbreyttan sóknarleik og pressu Manchester City sem fann fjölmargar glufur á vörn Liverpool. Á upphafsmínútunum tókst Raheem Sterling að koma Manchester City yfir af stuttu færi eftir mistök í varnarlínu Liverpool, hans fyrsta mark gegn Liverpool í tíundu tilraun. City hélt áfram að sækja og fékk Sterling gott færi til að bæta við forskotið í upphafi seinni hálfleiks en var of lengi að athafna sig. Það virtist vekja Liverpool til lífsins sem var mun sterkari aðilinn síðustu 30. mínúturnar og jafnaði verðskuldað metin korteri fyrir leikslok þegar Joel Matip skallaði í netið af stuttu færi. Liverpool sótti stíft í leit að sigurmarki á lokamínútum leiksins og mátti hársbreidd muna að Mohamed Salah skoraði sigurmarkið undir lok venjulegs leiktíma en Kyle Walker bjargaði á ótrúlegan máta á línunni. Þurfti því að grípa til vítaspyrnukeppni þar sem Gini Wijnaldum reyndist skúrkur Liverpool-manna. Claudio Bravo varði vítaspyrnu Hollendingsins og kom það í hlut Gabriel Jesus að tryggja City sigurinn með fimmtu og síðustu spyrnu City á Wembley.Guardiola var feginn í leikslok. „Þetta var ótrúlegur úrslitaleikur, og bæði liðin léku mjög vel. Á þessu stigi knattspyrnunnar munar oftast litlu, í dag var það ein vítaspyrna og í vor munaði einu stigi. Þetta er góð áminning fyrir mína leikmenn um hvað það má ekki margt fara úrskeiðis,“ sagði Guardiola í leikslok. Pressan er á City í aðdraganda mótsins sem hefst á Anfield á föstudaginn. Erkifjendur City í Manchester-borg, Manchester United hafa styrkt hópinn vel líkt og Arsenal, Chelsea og Tottenham sem gera atlögu til að brjóta sér leið inn í toppbaráttuna í vetur eftir einsleita titilbaráttu í fyrra þegar City og Liverpool stungu snemma af. City hefur verið í sérflokki undanfarin tvö ár og stigasöfnun þeirra í deildarkeppninni einstök en lærisveinar Guardiola reyna nú eitthvað sem engum öðrum en Sir Alex Ferguson hefur tekist frá því að nafninu var breytt í ensku úrvalsdeildina árið 1992, að vinna meistaratitilinn þrjú ár í röð. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Sjá meira
Ótrúleg sigurganga Manchester City undir stjórn Pep Guardiola heldur áfram en um helgina lyftu Guardiola og hans menn sjöunda bikarnum eftir sigur á Liverpool í úrslitaleiknum um Samfélagsskjöldinn. Er þetta annað árið í röð sem City vinnur þennan titil og verða lærisveinar Guardiola áfram handhafar allra titla sem í boði eru á Englandi fyrir lið í efstu deild næstu mánuðina. Snemma leiks virtist City vera í sérflokki, Liverpool réð illa við fjölbreyttan sóknarleik og pressu Manchester City sem fann fjölmargar glufur á vörn Liverpool. Á upphafsmínútunum tókst Raheem Sterling að koma Manchester City yfir af stuttu færi eftir mistök í varnarlínu Liverpool, hans fyrsta mark gegn Liverpool í tíundu tilraun. City hélt áfram að sækja og fékk Sterling gott færi til að bæta við forskotið í upphafi seinni hálfleiks en var of lengi að athafna sig. Það virtist vekja Liverpool til lífsins sem var mun sterkari aðilinn síðustu 30. mínúturnar og jafnaði verðskuldað metin korteri fyrir leikslok þegar Joel Matip skallaði í netið af stuttu færi. Liverpool sótti stíft í leit að sigurmarki á lokamínútum leiksins og mátti hársbreidd muna að Mohamed Salah skoraði sigurmarkið undir lok venjulegs leiktíma en Kyle Walker bjargaði á ótrúlegan máta á línunni. Þurfti því að grípa til vítaspyrnukeppni þar sem Gini Wijnaldum reyndist skúrkur Liverpool-manna. Claudio Bravo varði vítaspyrnu Hollendingsins og kom það í hlut Gabriel Jesus að tryggja City sigurinn með fimmtu og síðustu spyrnu City á Wembley.Guardiola var feginn í leikslok. „Þetta var ótrúlegur úrslitaleikur, og bæði liðin léku mjög vel. Á þessu stigi knattspyrnunnar munar oftast litlu, í dag var það ein vítaspyrna og í vor munaði einu stigi. Þetta er góð áminning fyrir mína leikmenn um hvað það má ekki margt fara úrskeiðis,“ sagði Guardiola í leikslok. Pressan er á City í aðdraganda mótsins sem hefst á Anfield á föstudaginn. Erkifjendur City í Manchester-borg, Manchester United hafa styrkt hópinn vel líkt og Arsenal, Chelsea og Tottenham sem gera atlögu til að brjóta sér leið inn í toppbaráttuna í vetur eftir einsleita titilbaráttu í fyrra þegar City og Liverpool stungu snemma af. City hefur verið í sérflokki undanfarin tvö ár og stigasöfnun þeirra í deildarkeppninni einstök en lærisveinar Guardiola reyna nú eitthvað sem engum öðrum en Sir Alex Ferguson hefur tekist frá því að nafninu var breytt í ensku úrvalsdeildina árið 1992, að vinna meistaratitilinn þrjú ár í röð.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Sjá meira