Enski boltinn

Inter mun leggja allt í sölurnar til þess að kaupa Lukaku

Anton Ingi Leifsson skrifar
Verður Lukaku áfram hjá United?
Verður Lukaku áfram hjá United? vísir/getty
Inter Milan mun gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að kaupa belgíska framherjann, Romelu Lukaku, frá Manchester United í sumarglugganum.

Þetta sagði umboðsmaður Lukaku, Federico Pastorello, í samtali við fjölmiðla eftir að hafa fundað með forráðamönnum Inter í Mílanóborg í kvöld.

Félögin eru enn að ræða saman um mögulegt kaupverð en Sky á Ítalíu greinir frá því að Lukaku sé sá leikmaður sem Inter vill helst fá. Talið er að kaupverðið sé um 70 milljónir evra.







„Þetta var bara spjall. Ég talaði við yfirmanninn til þess að átta mig á hversu mikið þeir vilji fá hann. Þeir munu svo taka ákvörðun,“ sagði Pastorello í samtali við Sky.

„Það sem er klárt er að Inter vill leikmanninn. Þeir vilja alvarlega fá hann og munu gera allt til þess. Kannski komast liðin ekki að samkomulagi en hann er markmiðið hjá þeim,“ sagði umboðsmaðurinn.

Antonio Conte, nýráðinn stjóri Inter, hefur sett Lukaku efstan á óskalistann. Hann reyndi að kaupa Lukaku til Chelsea árið 2017 en Lukaku hefur gert 42 mörk í 96 leikjum fyrir þá rauðklæddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×