Aukinn stuðningur við þungunarrof Lovísa Arnardóttir skrifar 27. maí 2019 06:00 Frá mótmælum við nýrri löggjöf um þungunarrof í Georgíu á laugardag. Nordicphotos/Getty Images Aukinn stuðningur mælist í Bandaríkjunum við að heimila þungunarrof á sama tíma og æ fleiri ríki sem stjórnað er af Repúblikönum herða sína löggjöf, eða jafnvel banna þungunarrof í öllum tilvikum. Niðurstöður nýrrar könnunar Reuters og Ipsos voru birtar í gær. Samkvæmt niðurstöðunni eru 58 prósent Bandaríkjamanna sammála því að þungunarrof eigi að vera heimilt í nærri öllum tilvikum. Hlutfallið hefur hækkað um 8 prósent frá því í sömu könnun sem framkvæmd var ári áður. Stuðningur var þó mjög ólíkur eftir því hvaða flokk fólk styður. Um 81 prósent Demókrata var sammála að heimila ætti þungunarrof í nærri öllum tilvikum, á meðan 55 prósent Repúblikana sögðu að þungunarrof ætti að vera bannað í nærri öllum tilvikum. Á þessu ári hafa alls átta ríki sem stjórnað er af Repúblikönum leitt í lög einhvers konar takmarkanir á þungunarrofi. Í Alabama hefur þungunarrof verið bannað í öllum tilvikum, í Ohio og Georgíu er það heimilt til 6. viku, en svo aðeins í neyð. Talið er að nýta eigi breytingarnar til að fá Hæstarétt Bandaríkjanna til að endurskoða dóm sinn frá árinu 1973 þar staðfestur var sjálfsákvörðunarréttur kvenna til að rjúfa þungun. Þeir sem eru á móti þungunarrofi telja að með nýjum íhaldssömum meirihluta réttarins, í kjölfar skipunar Donalds Trump á tveimur dómurum, verði hægt að snúa dómnum. Mikill meirihluti Bandaríkjamanna er samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar ekki sammála því að það eigi að banna þungunarrof í öllum tilvikum, en sem dæmi sögðust 80 prósent styðja aðgerðina ef þungun væri af völdum nauðgunar eða kynferðislegrar misnotkunar. Þá sögðust 85 prósent styðja þungunarrof þegar líf móðurinnar væri í hættu og 59 prósent þegar vísbendingar værum um að barnið yrði andlega eða líkamlega fatlað. 58 prósent sögðu að þungunarrof ætti ekki að vera heimilt eftir 20. viku meðgöngu, en 30 prósent sögðu að það ætti að vera heimilt. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Býður milljónum starfsmanna að hætta gegn átta mánaða biðlaunum Sjá meira
Aukinn stuðningur mælist í Bandaríkjunum við að heimila þungunarrof á sama tíma og æ fleiri ríki sem stjórnað er af Repúblikönum herða sína löggjöf, eða jafnvel banna þungunarrof í öllum tilvikum. Niðurstöður nýrrar könnunar Reuters og Ipsos voru birtar í gær. Samkvæmt niðurstöðunni eru 58 prósent Bandaríkjamanna sammála því að þungunarrof eigi að vera heimilt í nærri öllum tilvikum. Hlutfallið hefur hækkað um 8 prósent frá því í sömu könnun sem framkvæmd var ári áður. Stuðningur var þó mjög ólíkur eftir því hvaða flokk fólk styður. Um 81 prósent Demókrata var sammála að heimila ætti þungunarrof í nærri öllum tilvikum, á meðan 55 prósent Repúblikana sögðu að þungunarrof ætti að vera bannað í nærri öllum tilvikum. Á þessu ári hafa alls átta ríki sem stjórnað er af Repúblikönum leitt í lög einhvers konar takmarkanir á þungunarrofi. Í Alabama hefur þungunarrof verið bannað í öllum tilvikum, í Ohio og Georgíu er það heimilt til 6. viku, en svo aðeins í neyð. Talið er að nýta eigi breytingarnar til að fá Hæstarétt Bandaríkjanna til að endurskoða dóm sinn frá árinu 1973 þar staðfestur var sjálfsákvörðunarréttur kvenna til að rjúfa þungun. Þeir sem eru á móti þungunarrofi telja að með nýjum íhaldssömum meirihluta réttarins, í kjölfar skipunar Donalds Trump á tveimur dómurum, verði hægt að snúa dómnum. Mikill meirihluti Bandaríkjamanna er samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar ekki sammála því að það eigi að banna þungunarrof í öllum tilvikum, en sem dæmi sögðust 80 prósent styðja aðgerðina ef þungun væri af völdum nauðgunar eða kynferðislegrar misnotkunar. Þá sögðust 85 prósent styðja þungunarrof þegar líf móðurinnar væri í hættu og 59 prósent þegar vísbendingar værum um að barnið yrði andlega eða líkamlega fatlað. 58 prósent sögðu að þungunarrof ætti ekki að vera heimilt eftir 20. viku meðgöngu, en 30 prósent sögðu að það ætti að vera heimilt.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Býður milljónum starfsmanna að hætta gegn átta mánaða biðlaunum Sjá meira