Búið að tilkynna titil næstu Bond-myndar Sylvía Hall skrifar 20. ágúst 2019 16:52 Karl Bretaprins heimsótti tökustað í Wales í júní. Vísir/Getty Næsta Bond-mynd, sem verður sú 25. í röðinni, mun bera titilinn „No Time to Die“, sem á íslensku myndi útleggjast sem „Enginn tími til að deyja“. Daniel Craig mun í sjötta sinn fara með hlutverk James Bond en í myndinni verður hann þó sestur í helgan stein. Á vef Variety kemur fram að Bond verði skyndilega kallaður í verkefni eftir að vinur hans hjá CIA, Felix Leiter, biður hann um aðstoð. Snýr verkefnið að því að bjarga vísindamanni sem var rænt og verður verkefnið mun hættulegra en þótti í fyrstu. Í kjölfarið kemst Bond á snoðir um glæpamenn sem vopnaðir eru hátæknibúnaði. Leikkonan Lashana Lynch er sögð fara með hlutverk útsendara bresku krúnunnar, 007, þar sem Bond sjálfur er ekki starfandi útsendari og hefur fram að verkefninu notið lífsins á Jamaíka. Framleiðsla myndarinnar hefur ekki verið dans á rósum en Craig slasaðist við tökur á myndinni og þurfti að undirgangast aðgerð í maímánuði vegna ökklameiðsla sem hann hlaut. Þá slasaðist einn í sprengingu sem gerð var fyrir tökur og skemmdi hún einnig sviðið við Pinewood kvikmyndaverið fyrir utan London. Leikstjóri síðustu Bond-myndarinnar, Sam Mendes, neitaði að taka þátt myndinni og þurfti því að finna nýjan leikstjóra. Leikstjórinn Danny Boyle, sem ráðinn var í hans stað, hætti vegna handritsdeilna. Bandaríski leikstjórinn Cary Fukunaga tók þá við verkefninu en hann er þekktastur fyrir að hafa leikstýrt True Detective þáttum og myndinni Beasts of No Nation.Daniel Craig returns as James Bond, 007 in… NO TIME TO DIE. Out in the UK on 3 April 2020 and 8 April 2020 in the US. #Bond25#NoTimeToDiepic.twitter.com/qxYEnMhk2s — James Bond (@007) August 20, 2019 Bíó og sjónvarp Hollywood James Bond Tengdar fréttir Daniel Craig slasaðist við tökur á næstu Bond-mynd Tökum frestað um óákveðinn tíma. 14. maí 2019 13:24 Leikstjórinn þvertekur fyrir að hafa tafið framleiðslu Bond 25 með tölvuleikjaspilun Cary Fukunaga, leikstjóri nýjustu Bond-myndarninnar, þvertekur fyrir að tölvuleikjaspilun hans við tökur á myndinni hafi tafið framleiðslu hennar 22. júní 2019 09:41 Lynch sögð leika 007 í næstu Bond-mynd Talið er að breska leikkonan Lashana Lynch, sem meðal annars hefur leikið í myndum á borð við Captain Marvel, leiki hlutverk útsendara bresku krúnunnar, 15. júlí 2019 09:16 Rami Malek verður næsti Bond þorparinn Óskarsverðlaunahafinn Rami Malek mun fara með hlutverk þorparans í næstu kvikmynd um leyniþjónustumanninn James Bond. 25. apríl 2019 16:21 Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Næsta Bond-mynd, sem verður sú 25. í röðinni, mun bera titilinn „No Time to Die“, sem á íslensku myndi útleggjast sem „Enginn tími til að deyja“. Daniel Craig mun í sjötta sinn fara með hlutverk James Bond en í myndinni verður hann þó sestur í helgan stein. Á vef Variety kemur fram að Bond verði skyndilega kallaður í verkefni eftir að vinur hans hjá CIA, Felix Leiter, biður hann um aðstoð. Snýr verkefnið að því að bjarga vísindamanni sem var rænt og verður verkefnið mun hættulegra en þótti í fyrstu. Í kjölfarið kemst Bond á snoðir um glæpamenn sem vopnaðir eru hátæknibúnaði. Leikkonan Lashana Lynch er sögð fara með hlutverk útsendara bresku krúnunnar, 007, þar sem Bond sjálfur er ekki starfandi útsendari og hefur fram að verkefninu notið lífsins á Jamaíka. Framleiðsla myndarinnar hefur ekki verið dans á rósum en Craig slasaðist við tökur á myndinni og þurfti að undirgangast aðgerð í maímánuði vegna ökklameiðsla sem hann hlaut. Þá slasaðist einn í sprengingu sem gerð var fyrir tökur og skemmdi hún einnig sviðið við Pinewood kvikmyndaverið fyrir utan London. Leikstjóri síðustu Bond-myndarinnar, Sam Mendes, neitaði að taka þátt myndinni og þurfti því að finna nýjan leikstjóra. Leikstjórinn Danny Boyle, sem ráðinn var í hans stað, hætti vegna handritsdeilna. Bandaríski leikstjórinn Cary Fukunaga tók þá við verkefninu en hann er þekktastur fyrir að hafa leikstýrt True Detective þáttum og myndinni Beasts of No Nation.Daniel Craig returns as James Bond, 007 in… NO TIME TO DIE. Out in the UK on 3 April 2020 and 8 April 2020 in the US. #Bond25#NoTimeToDiepic.twitter.com/qxYEnMhk2s — James Bond (@007) August 20, 2019
Bíó og sjónvarp Hollywood James Bond Tengdar fréttir Daniel Craig slasaðist við tökur á næstu Bond-mynd Tökum frestað um óákveðinn tíma. 14. maí 2019 13:24 Leikstjórinn þvertekur fyrir að hafa tafið framleiðslu Bond 25 með tölvuleikjaspilun Cary Fukunaga, leikstjóri nýjustu Bond-myndarninnar, þvertekur fyrir að tölvuleikjaspilun hans við tökur á myndinni hafi tafið framleiðslu hennar 22. júní 2019 09:41 Lynch sögð leika 007 í næstu Bond-mynd Talið er að breska leikkonan Lashana Lynch, sem meðal annars hefur leikið í myndum á borð við Captain Marvel, leiki hlutverk útsendara bresku krúnunnar, 15. júlí 2019 09:16 Rami Malek verður næsti Bond þorparinn Óskarsverðlaunahafinn Rami Malek mun fara með hlutverk þorparans í næstu kvikmynd um leyniþjónustumanninn James Bond. 25. apríl 2019 16:21 Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Daniel Craig slasaðist við tökur á næstu Bond-mynd Tökum frestað um óákveðinn tíma. 14. maí 2019 13:24
Leikstjórinn þvertekur fyrir að hafa tafið framleiðslu Bond 25 með tölvuleikjaspilun Cary Fukunaga, leikstjóri nýjustu Bond-myndarninnar, þvertekur fyrir að tölvuleikjaspilun hans við tökur á myndinni hafi tafið framleiðslu hennar 22. júní 2019 09:41
Lynch sögð leika 007 í næstu Bond-mynd Talið er að breska leikkonan Lashana Lynch, sem meðal annars hefur leikið í myndum á borð við Captain Marvel, leiki hlutverk útsendara bresku krúnunnar, 15. júlí 2019 09:16
Rami Malek verður næsti Bond þorparinn Óskarsverðlaunahafinn Rami Malek mun fara með hlutverk þorparans í næstu kvikmynd um leyniþjónustumanninn James Bond. 25. apríl 2019 16:21