Enn grjóthrun úr Reynisfjalli Jóhann K. Jóhannsson skrifar 20. ágúst 2019 12:00 Svæðið þar sem skriðan féll úr Reynisfjalli í morgun Vísir Enn er grjóthrun úr Reynisfjalli ofan við Reynisfjöru. Stór skriða kom úr fjallinu snemma í morgun sem gekk fram í sjó en svæðinu þar sem skriðan féll var lokað í gær eftir að ferðamenn sem þar stóðu slösuðust eftir að hafa fengið yfir sig grjót. Skriðan sem féll úr Reynisfjalli í morgun féll niður á sama stað og tveir ferðamenn slösuðust í gær eftir að grjót féll úr fjallinu. Lögreglan á Suðurlandi lokaði austasta hluta fjörunnar en frá því í fyrradag hafa þrír orðið fyrir meiðslum á svæðinu eftir að hafa fengið grjót yfir sig. Jón Kristinn Helgason, jarðfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir ekki fyllilega ljóst hvað sé að gerast í Reynisfjalli. „Í sjálfu sér ekki. Við erum að senda menn á vettvang á eftir til þess að kanna betur aðstæður en við vitum það að úr fjallinu hefur í gegnum tíðina verið að hrynja sæmilega stór hrun, sérstaklega að austanverðu og svo hefur verið að hrynja einstaka sinnum í Reynisfjöru líka. Stærsta hrunið sem ég man eftir í seinni tíð var held ég árið 2005 sem var eitthvað aðeins minna heldur en þetta hrun,“ segir Jón Kristinn.Lögreglan á Suðurlandi lokaði svæðinu í gær vegna grjóthruns en þrír ferðamenn hafa slasast þar síðustu tvo daga.Vísir/Jóhann K.Búast má við frekara hruni „Það sem mætti nú kannski búast við er að í nánasta nágrenni við skriðuna verði áframhaldandi hrun næstu daga. Það eru eflaust einhverjir lausir steinar og björg þarna uppi sem eiga eftir að hrynja sem svo kemur það í ljós við matið hvort það eru einhverjar fleiri sprungur eða fleira sem að þurfi að hafa áhyggjur af,“ segir Jón Kristinn. Löglegan á Suðurlandi mun vakta svæðið í dag og þá skoðar sérfræðingur almannavarna á svæðinu aðstæður. „Það sem er fyrir austan hellinn sem er þarna, þar er viðloðandi grjóthrun þar sem skriðan féll í nótt,“ segir Björn Ingi. Ekki áform um að loka stærra svæði í Reynisfjöru „Það er töluverður eðlismunur á berginu vestan við hellinn þar sem virðist ekki vera koma grjót úr, það er meira svona móberg fyrir austan, þar sem skriðan er,“ segir Björn Ingi. Björn segir sérfræðinga á leiðinni á staðinn þar sem bergið, hlíðin og svæði ofar í fjallinu er metin. „Við erum að vinna í að reyna meta stærðina á þessu og fljúga þarna yfir með dróna til þess að sjá hvort það sé meira af lausu efni þarna uppi, eða stærri sprungur sem gætu framkalla frekara hrun og í framhaldi af því verður tekið samtal um þetta,“ segir Björn Ingi Jónsson, verkefnastjóri almannavarna hjá Lögreglunni á Suðurlandi. Almannavarnir Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Skriðan kom niður á sama stað og tveir ferðamenn slösuðust í gær Skriðan kom niður á sama stað og tveir ferðamenn slösuðust í gær þegar grjót kom úr fjallinu. 20. ágúst 2019 10:55 Stór hluti Reynisfjalls féll í Reynisfjöru Austasta hluta Reynisfjöru var í gær lokað sökum grjóthruns eins og Vísir greindi frá í gær. Lögreglan á Suðurlandi birtir í dag mynd sem sýnir umfang grjóthrunsins en ljóst er að nokkuð stór hluti hlíðar Reynisfjalls hefur fallið í fjöruna og í sjó. 20. ágúst 2019 08:22 Þrír slasast eftir grjóthrun í Reynisfjöru Búið er að loka austasta hluta Reynisfjöru. 19. ágúst 2019 15:30 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fleiri fréttir Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Sjá meira
Enn er grjóthrun úr Reynisfjalli ofan við Reynisfjöru. Stór skriða kom úr fjallinu snemma í morgun sem gekk fram í sjó en svæðinu þar sem skriðan féll var lokað í gær eftir að ferðamenn sem þar stóðu slösuðust eftir að hafa fengið yfir sig grjót. Skriðan sem féll úr Reynisfjalli í morgun féll niður á sama stað og tveir ferðamenn slösuðust í gær eftir að grjót féll úr fjallinu. Lögreglan á Suðurlandi lokaði austasta hluta fjörunnar en frá því í fyrradag hafa þrír orðið fyrir meiðslum á svæðinu eftir að hafa fengið grjót yfir sig. Jón Kristinn Helgason, jarðfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir ekki fyllilega ljóst hvað sé að gerast í Reynisfjalli. „Í sjálfu sér ekki. Við erum að senda menn á vettvang á eftir til þess að kanna betur aðstæður en við vitum það að úr fjallinu hefur í gegnum tíðina verið að hrynja sæmilega stór hrun, sérstaklega að austanverðu og svo hefur verið að hrynja einstaka sinnum í Reynisfjöru líka. Stærsta hrunið sem ég man eftir í seinni tíð var held ég árið 2005 sem var eitthvað aðeins minna heldur en þetta hrun,“ segir Jón Kristinn.Lögreglan á Suðurlandi lokaði svæðinu í gær vegna grjóthruns en þrír ferðamenn hafa slasast þar síðustu tvo daga.Vísir/Jóhann K.Búast má við frekara hruni „Það sem mætti nú kannski búast við er að í nánasta nágrenni við skriðuna verði áframhaldandi hrun næstu daga. Það eru eflaust einhverjir lausir steinar og björg þarna uppi sem eiga eftir að hrynja sem svo kemur það í ljós við matið hvort það eru einhverjar fleiri sprungur eða fleira sem að þurfi að hafa áhyggjur af,“ segir Jón Kristinn. Löglegan á Suðurlandi mun vakta svæðið í dag og þá skoðar sérfræðingur almannavarna á svæðinu aðstæður. „Það sem er fyrir austan hellinn sem er þarna, þar er viðloðandi grjóthrun þar sem skriðan féll í nótt,“ segir Björn Ingi. Ekki áform um að loka stærra svæði í Reynisfjöru „Það er töluverður eðlismunur á berginu vestan við hellinn þar sem virðist ekki vera koma grjót úr, það er meira svona móberg fyrir austan, þar sem skriðan er,“ segir Björn Ingi. Björn segir sérfræðinga á leiðinni á staðinn þar sem bergið, hlíðin og svæði ofar í fjallinu er metin. „Við erum að vinna í að reyna meta stærðina á þessu og fljúga þarna yfir með dróna til þess að sjá hvort það sé meira af lausu efni þarna uppi, eða stærri sprungur sem gætu framkalla frekara hrun og í framhaldi af því verður tekið samtal um þetta,“ segir Björn Ingi Jónsson, verkefnastjóri almannavarna hjá Lögreglunni á Suðurlandi.
Almannavarnir Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Skriðan kom niður á sama stað og tveir ferðamenn slösuðust í gær Skriðan kom niður á sama stað og tveir ferðamenn slösuðust í gær þegar grjót kom úr fjallinu. 20. ágúst 2019 10:55 Stór hluti Reynisfjalls féll í Reynisfjöru Austasta hluta Reynisfjöru var í gær lokað sökum grjóthruns eins og Vísir greindi frá í gær. Lögreglan á Suðurlandi birtir í dag mynd sem sýnir umfang grjóthrunsins en ljóst er að nokkuð stór hluti hlíðar Reynisfjalls hefur fallið í fjöruna og í sjó. 20. ágúst 2019 08:22 Þrír slasast eftir grjóthrun í Reynisfjöru Búið er að loka austasta hluta Reynisfjöru. 19. ágúst 2019 15:30 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fleiri fréttir Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Sjá meira
Skriðan kom niður á sama stað og tveir ferðamenn slösuðust í gær Skriðan kom niður á sama stað og tveir ferðamenn slösuðust í gær þegar grjót kom úr fjallinu. 20. ágúst 2019 10:55
Stór hluti Reynisfjalls féll í Reynisfjöru Austasta hluta Reynisfjöru var í gær lokað sökum grjóthruns eins og Vísir greindi frá í gær. Lögreglan á Suðurlandi birtir í dag mynd sem sýnir umfang grjóthrunsins en ljóst er að nokkuð stór hluti hlíðar Reynisfjalls hefur fallið í fjöruna og í sjó. 20. ágúst 2019 08:22
Þrír slasast eftir grjóthrun í Reynisfjöru Búið er að loka austasta hluta Reynisfjöru. 19. ágúst 2019 15:30