Ian McEwan tekur við alþjóðlegum verðlaunum Halldórs Laxness Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. september 2019 13:06 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, afhenti verðlaunin en hún er sjálf mikill lestrarhestur. Hún bíður spennt eftir næstu bók höfundar sem fjallar um kakkalakka sem vaknar sem forsætisráðherra. Vísir/Einar Árnason Breski rithöfundurinn Ian McEwan er fyrsti handhafi alþjóðlegra verðlauna Halldórs Laxness. Hann veitti verðlaununum viðtöku við hátíðlega athöfn í Veröld – húsi Vigdísar í hádeginu. Verðlaunin nema tveimur milljónum íslenskra króna og eru veitt alþjóðlega þekktum rithöfundi fyrir að stuðla að endurnýjun sagnalistarinnar með verkum sínum, en fyrir það hlaut Halldór sjálfur verðlaun. Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru afhent en skrifstofa forsætisráðherra, menntamálaráðuneytið, Íslandsstofa, Bókmenntahátíð í Reykjavík, Gljúfrasteinn og Forlagið standa að verðlaununum. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, afhendir verðlaunin að þessu sinni. Hvers vegna er mikilvægt fyrir Ísland að veita alþjóðleg verðlaun? „Ég held það sé mjög mikilvægt fyrir Ísland að halda á lofti sinni miklu hefð á sviði sagnaarfsins og bókmennta og frumsköpunar bókmennta. Við eigum auðvitað okkar Nóbelskáld sem við höldum á lofti með stofnun alþjóðlegra verðlauna. Ég auðvitað vonast til þess að þau muni bæði vekja thygli á íslenskum bókmenntum en halda um leið á lofti þessari sögu sem við eigum hér,“ segir Katrín. Eliza Reid, forsetafrú, Einar Már Guðmundsson rithöfundur og Stella Soffía Jóhannesdóttir framkvæmdastjóri bókmenntahátíðar í Reykjavík skipuðu valnefndina að þessu sinni. Verðlaunin verða framvegis veitt á Bókmenntahátíð. Höfundurinn veitti verðlaununum viðtöku við hátíðlega athöfn í Veröld - húsi Vigdísar. McEwan hélt ræðu og gestum gafst tækifæri til að spjalla við höfundinn í lokin.Vísir/Einar Árnason Fjallar um málefni sem ná inn í hjarta samfélagsins Höfundarverkið samanstendur af átján útgefnum verkum og spanna sögur hans vítt svið allt frá frekar óhugnanlegum sögum um myrkustu afkima sálarinnar— yfir í samfélagssögur sviðsettar í samtíma okkar sem og á tímum seinni heimsstyrjaldar, Kalda stríðsins og valdatíðar Margrétar Thatchers. Katrín er hrifin af nýjustu skáldsögu McEwans, Vélar eins og ég. „Nýjasta bókin sem fjallar til dæmis um tengsl mennskunnar og gervigreindar þannig að hann er oft að fjalla um mál sem ná inn í hjarta samfélagsins,“ segir Katrín. Kakkalakki vaknar sem forsætisráðherraNú ert þú sjálf mjög bókelsk og sérstaklega mikið fyrir glæpasögur. Hver er þín eftirlætisbók eftir McEwan? „Ég var nú mjög hrifin af síðustu bókinni sem fjallar um þessi tengsl véla og manna. Ég á mjög erfitt með að velja uppáhalds bækur en ég verð að viðurkenna að ég er mjög spennt fyrir þeirri bók sem nú er von á frá honum sem mun heita Kakkalakkinn og fjallar um kakkalakka sem vaknar sem forsætisráðherra þannig að ég verð að segja að ég er mjög spennt, ekki síst starfs míns vegna að lesa þá bók,“ segir Katrín. Bókmenntir Menning Halldór Laxness Tengdar fréttir Ian McEwan hlýtur bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness Breski rithöfundurinn Ian McEwan hlaut í dag alþjóðleg bókmenntaverðlaun sem kennd eru við Halldór Laxness. Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru afhent. 25. apríl 2019 15:36 Atonement kom, sá og sigraði á Golden Globe tilnefningunum Það er óhætt að segja að myndin Atonement hafi komið séð og sigrað við tilnefningar til Golden Globe vrðlaunanna. Myndin er tilnefnd til sjö verðlauna í flokki kvikmynda. 14. desember 2007 09:02 Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Fleiri fréttir Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Breski rithöfundurinn Ian McEwan er fyrsti handhafi alþjóðlegra verðlauna Halldórs Laxness. Hann veitti verðlaununum viðtöku við hátíðlega athöfn í Veröld – húsi Vigdísar í hádeginu. Verðlaunin nema tveimur milljónum íslenskra króna og eru veitt alþjóðlega þekktum rithöfundi fyrir að stuðla að endurnýjun sagnalistarinnar með verkum sínum, en fyrir það hlaut Halldór sjálfur verðlaun. Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru afhent en skrifstofa forsætisráðherra, menntamálaráðuneytið, Íslandsstofa, Bókmenntahátíð í Reykjavík, Gljúfrasteinn og Forlagið standa að verðlaununum. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, afhendir verðlaunin að þessu sinni. Hvers vegna er mikilvægt fyrir Ísland að veita alþjóðleg verðlaun? „Ég held það sé mjög mikilvægt fyrir Ísland að halda á lofti sinni miklu hefð á sviði sagnaarfsins og bókmennta og frumsköpunar bókmennta. Við eigum auðvitað okkar Nóbelskáld sem við höldum á lofti með stofnun alþjóðlegra verðlauna. Ég auðvitað vonast til þess að þau muni bæði vekja thygli á íslenskum bókmenntum en halda um leið á lofti þessari sögu sem við eigum hér,“ segir Katrín. Eliza Reid, forsetafrú, Einar Már Guðmundsson rithöfundur og Stella Soffía Jóhannesdóttir framkvæmdastjóri bókmenntahátíðar í Reykjavík skipuðu valnefndina að þessu sinni. Verðlaunin verða framvegis veitt á Bókmenntahátíð. Höfundurinn veitti verðlaununum viðtöku við hátíðlega athöfn í Veröld - húsi Vigdísar. McEwan hélt ræðu og gestum gafst tækifæri til að spjalla við höfundinn í lokin.Vísir/Einar Árnason Fjallar um málefni sem ná inn í hjarta samfélagsins Höfundarverkið samanstendur af átján útgefnum verkum og spanna sögur hans vítt svið allt frá frekar óhugnanlegum sögum um myrkustu afkima sálarinnar— yfir í samfélagssögur sviðsettar í samtíma okkar sem og á tímum seinni heimsstyrjaldar, Kalda stríðsins og valdatíðar Margrétar Thatchers. Katrín er hrifin af nýjustu skáldsögu McEwans, Vélar eins og ég. „Nýjasta bókin sem fjallar til dæmis um tengsl mennskunnar og gervigreindar þannig að hann er oft að fjalla um mál sem ná inn í hjarta samfélagsins,“ segir Katrín. Kakkalakki vaknar sem forsætisráðherraNú ert þú sjálf mjög bókelsk og sérstaklega mikið fyrir glæpasögur. Hver er þín eftirlætisbók eftir McEwan? „Ég var nú mjög hrifin af síðustu bókinni sem fjallar um þessi tengsl véla og manna. Ég á mjög erfitt með að velja uppáhalds bækur en ég verð að viðurkenna að ég er mjög spennt fyrir þeirri bók sem nú er von á frá honum sem mun heita Kakkalakkinn og fjallar um kakkalakka sem vaknar sem forsætisráðherra þannig að ég verð að segja að ég er mjög spennt, ekki síst starfs míns vegna að lesa þá bók,“ segir Katrín.
Bókmenntir Menning Halldór Laxness Tengdar fréttir Ian McEwan hlýtur bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness Breski rithöfundurinn Ian McEwan hlaut í dag alþjóðleg bókmenntaverðlaun sem kennd eru við Halldór Laxness. Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru afhent. 25. apríl 2019 15:36 Atonement kom, sá og sigraði á Golden Globe tilnefningunum Það er óhætt að segja að myndin Atonement hafi komið séð og sigrað við tilnefningar til Golden Globe vrðlaunanna. Myndin er tilnefnd til sjö verðlauna í flokki kvikmynda. 14. desember 2007 09:02 Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Fleiri fréttir Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Ian McEwan hlýtur bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness Breski rithöfundurinn Ian McEwan hlaut í dag alþjóðleg bókmenntaverðlaun sem kennd eru við Halldór Laxness. Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru afhent. 25. apríl 2019 15:36
Atonement kom, sá og sigraði á Golden Globe tilnefningunum Það er óhætt að segja að myndin Atonement hafi komið séð og sigrað við tilnefningar til Golden Globe vrðlaunanna. Myndin er tilnefnd til sjö verðlauna í flokki kvikmynda. 14. desember 2007 09:02