Ian McEwan tekur við alþjóðlegum verðlaunum Halldórs Laxness Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. september 2019 13:06 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, afhenti verðlaunin en hún er sjálf mikill lestrarhestur. Hún bíður spennt eftir næstu bók höfundar sem fjallar um kakkalakka sem vaknar sem forsætisráðherra. Vísir/Einar Árnason Breski rithöfundurinn Ian McEwan er fyrsti handhafi alþjóðlegra verðlauna Halldórs Laxness. Hann veitti verðlaununum viðtöku við hátíðlega athöfn í Veröld – húsi Vigdísar í hádeginu. Verðlaunin nema tveimur milljónum íslenskra króna og eru veitt alþjóðlega þekktum rithöfundi fyrir að stuðla að endurnýjun sagnalistarinnar með verkum sínum, en fyrir það hlaut Halldór sjálfur verðlaun. Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru afhent en skrifstofa forsætisráðherra, menntamálaráðuneytið, Íslandsstofa, Bókmenntahátíð í Reykjavík, Gljúfrasteinn og Forlagið standa að verðlaununum. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, afhendir verðlaunin að þessu sinni. Hvers vegna er mikilvægt fyrir Ísland að veita alþjóðleg verðlaun? „Ég held það sé mjög mikilvægt fyrir Ísland að halda á lofti sinni miklu hefð á sviði sagnaarfsins og bókmennta og frumsköpunar bókmennta. Við eigum auðvitað okkar Nóbelskáld sem við höldum á lofti með stofnun alþjóðlegra verðlauna. Ég auðvitað vonast til þess að þau muni bæði vekja thygli á íslenskum bókmenntum en halda um leið á lofti þessari sögu sem við eigum hér,“ segir Katrín. Eliza Reid, forsetafrú, Einar Már Guðmundsson rithöfundur og Stella Soffía Jóhannesdóttir framkvæmdastjóri bókmenntahátíðar í Reykjavík skipuðu valnefndina að þessu sinni. Verðlaunin verða framvegis veitt á Bókmenntahátíð. Höfundurinn veitti verðlaununum viðtöku við hátíðlega athöfn í Veröld - húsi Vigdísar. McEwan hélt ræðu og gestum gafst tækifæri til að spjalla við höfundinn í lokin.Vísir/Einar Árnason Fjallar um málefni sem ná inn í hjarta samfélagsins Höfundarverkið samanstendur af átján útgefnum verkum og spanna sögur hans vítt svið allt frá frekar óhugnanlegum sögum um myrkustu afkima sálarinnar— yfir í samfélagssögur sviðsettar í samtíma okkar sem og á tímum seinni heimsstyrjaldar, Kalda stríðsins og valdatíðar Margrétar Thatchers. Katrín er hrifin af nýjustu skáldsögu McEwans, Vélar eins og ég. „Nýjasta bókin sem fjallar til dæmis um tengsl mennskunnar og gervigreindar þannig að hann er oft að fjalla um mál sem ná inn í hjarta samfélagsins,“ segir Katrín. Kakkalakki vaknar sem forsætisráðherraNú ert þú sjálf mjög bókelsk og sérstaklega mikið fyrir glæpasögur. Hver er þín eftirlætisbók eftir McEwan? „Ég var nú mjög hrifin af síðustu bókinni sem fjallar um þessi tengsl véla og manna. Ég á mjög erfitt með að velja uppáhalds bækur en ég verð að viðurkenna að ég er mjög spennt fyrir þeirri bók sem nú er von á frá honum sem mun heita Kakkalakkinn og fjallar um kakkalakka sem vaknar sem forsætisráðherra þannig að ég verð að segja að ég er mjög spennt, ekki síst starfs míns vegna að lesa þá bók,“ segir Katrín. Bókmenntir Menning Halldór Laxness Tengdar fréttir Ian McEwan hlýtur bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness Breski rithöfundurinn Ian McEwan hlaut í dag alþjóðleg bókmenntaverðlaun sem kennd eru við Halldór Laxness. Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru afhent. 25. apríl 2019 15:36 Atonement kom, sá og sigraði á Golden Globe tilnefningunum Það er óhætt að segja að myndin Atonement hafi komið séð og sigrað við tilnefningar til Golden Globe vrðlaunanna. Myndin er tilnefnd til sjö verðlauna í flokki kvikmynda. 14. desember 2007 09:02 Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Breski rithöfundurinn Ian McEwan er fyrsti handhafi alþjóðlegra verðlauna Halldórs Laxness. Hann veitti verðlaununum viðtöku við hátíðlega athöfn í Veröld – húsi Vigdísar í hádeginu. Verðlaunin nema tveimur milljónum íslenskra króna og eru veitt alþjóðlega þekktum rithöfundi fyrir að stuðla að endurnýjun sagnalistarinnar með verkum sínum, en fyrir það hlaut Halldór sjálfur verðlaun. Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru afhent en skrifstofa forsætisráðherra, menntamálaráðuneytið, Íslandsstofa, Bókmenntahátíð í Reykjavík, Gljúfrasteinn og Forlagið standa að verðlaununum. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, afhendir verðlaunin að þessu sinni. Hvers vegna er mikilvægt fyrir Ísland að veita alþjóðleg verðlaun? „Ég held það sé mjög mikilvægt fyrir Ísland að halda á lofti sinni miklu hefð á sviði sagnaarfsins og bókmennta og frumsköpunar bókmennta. Við eigum auðvitað okkar Nóbelskáld sem við höldum á lofti með stofnun alþjóðlegra verðlauna. Ég auðvitað vonast til þess að þau muni bæði vekja thygli á íslenskum bókmenntum en halda um leið á lofti þessari sögu sem við eigum hér,“ segir Katrín. Eliza Reid, forsetafrú, Einar Már Guðmundsson rithöfundur og Stella Soffía Jóhannesdóttir framkvæmdastjóri bókmenntahátíðar í Reykjavík skipuðu valnefndina að þessu sinni. Verðlaunin verða framvegis veitt á Bókmenntahátíð. Höfundurinn veitti verðlaununum viðtöku við hátíðlega athöfn í Veröld - húsi Vigdísar. McEwan hélt ræðu og gestum gafst tækifæri til að spjalla við höfundinn í lokin.Vísir/Einar Árnason Fjallar um málefni sem ná inn í hjarta samfélagsins Höfundarverkið samanstendur af átján útgefnum verkum og spanna sögur hans vítt svið allt frá frekar óhugnanlegum sögum um myrkustu afkima sálarinnar— yfir í samfélagssögur sviðsettar í samtíma okkar sem og á tímum seinni heimsstyrjaldar, Kalda stríðsins og valdatíðar Margrétar Thatchers. Katrín er hrifin af nýjustu skáldsögu McEwans, Vélar eins og ég. „Nýjasta bókin sem fjallar til dæmis um tengsl mennskunnar og gervigreindar þannig að hann er oft að fjalla um mál sem ná inn í hjarta samfélagsins,“ segir Katrín. Kakkalakki vaknar sem forsætisráðherraNú ert þú sjálf mjög bókelsk og sérstaklega mikið fyrir glæpasögur. Hver er þín eftirlætisbók eftir McEwan? „Ég var nú mjög hrifin af síðustu bókinni sem fjallar um þessi tengsl véla og manna. Ég á mjög erfitt með að velja uppáhalds bækur en ég verð að viðurkenna að ég er mjög spennt fyrir þeirri bók sem nú er von á frá honum sem mun heita Kakkalakkinn og fjallar um kakkalakka sem vaknar sem forsætisráðherra þannig að ég verð að segja að ég er mjög spennt, ekki síst starfs míns vegna að lesa þá bók,“ segir Katrín.
Bókmenntir Menning Halldór Laxness Tengdar fréttir Ian McEwan hlýtur bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness Breski rithöfundurinn Ian McEwan hlaut í dag alþjóðleg bókmenntaverðlaun sem kennd eru við Halldór Laxness. Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru afhent. 25. apríl 2019 15:36 Atonement kom, sá og sigraði á Golden Globe tilnefningunum Það er óhætt að segja að myndin Atonement hafi komið séð og sigrað við tilnefningar til Golden Globe vrðlaunanna. Myndin er tilnefnd til sjö verðlauna í flokki kvikmynda. 14. desember 2007 09:02 Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Ian McEwan hlýtur bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness Breski rithöfundurinn Ian McEwan hlaut í dag alþjóðleg bókmenntaverðlaun sem kennd eru við Halldór Laxness. Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru afhent. 25. apríl 2019 15:36
Atonement kom, sá og sigraði á Golden Globe tilnefningunum Það er óhætt að segja að myndin Atonement hafi komið séð og sigrað við tilnefningar til Golden Globe vrðlaunanna. Myndin er tilnefnd til sjö verðlauna í flokki kvikmynda. 14. desember 2007 09:02