Vilja göngubrú eða undirgöng vegna öryggis nemenda Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. janúar 2019 10:33 Þess er krafist að sett verði göngubrú eða grafin undirgöng í stað þessarar gangbrautar. Visir/Tryggvi Páll Skólaráð Glerárskóla á Akureyri og hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis á Akureyri hefur óskað eftir því að ráðist verði í framkvæmdir til þess að auka öryggi nemanda á leið í skólann. Skólaráðið og hverfisnefndin vilja göngubrú eða undirgöng undir þjóðveg 1 sem liggur í gegnum bæinn.Þetta kemur fram í bréfi sem skólaráðið og hverfisnefndin sendi á skipulagsráðs bæjarins en þar segir að í mörg ár hafi nemendur sem búi við Lyngholt og Stórholt þurft að ganga yfir Glerárgötu til þess að komast í skólann. Þjóðvegur 1 liggur um Glerárgötu sem er afar umferðarþung, enda um tvær akreinar að ræða í báðar áttir Íbúar á svæðinu hafa lengi kallað eftir aðgerðum til þess að bæta öryggi gangandi vegfarenda við götuna og nýverið voru sett upp gönguljós en alvarleg slys hafa orðið við gangbrautina. Í bréfinu segir aðeins nokkrar vikur séu síðan nemandi í skólanum brotnaði illa á læri og mjaðmakúlu þegar ekið var á hann.Íbúar vilja undirgöng eða göngubrú þar sem rauði hringurinn. Börn sem sækja Glerárskól (rauðar byggingar í vinstra horninu) þurfa sum hver að labba þar yfir til þess að komast í skólann.Mynd/Já.is„Það er því afar brýnt að auka umferðaröryggi nemenda enn meira en gert hefur verið,“ segir í bréfinu. Þá er einnig farið fram á það að settar verði gangbrautir víðar en nú er á helstu leiðum við Glerárskóla, sérstaklega við Höfðahlíð en í bréfinu segir að gatnamót Höfðahlíðar og Skarðshlíðar séu afar varasöm og erfið. Þá er bent á að hámarkshraði við Höfðahlíð, götuna sem Glerárskóli stendur við, sé 30 kílómetrar á klukkustund og því sé vert að bæta við göngubrautum, þrengingum og hraðahindrunum til þess að ökumenn fylgi reglum um hámarkshraða Í bókun skipulagsráðs vegna bréfsins segir að óskað verði eftir umsögn skipulagsviðs bæjarins, sem og umhverfis og mannvirkjasviðs um það sem lagt er til í bréfinu. Akureyri Samgöngur Skóla - og menntamál Umferðaröryggi Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Skólaráð Glerárskóla á Akureyri og hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis á Akureyri hefur óskað eftir því að ráðist verði í framkvæmdir til þess að auka öryggi nemanda á leið í skólann. Skólaráðið og hverfisnefndin vilja göngubrú eða undirgöng undir þjóðveg 1 sem liggur í gegnum bæinn.Þetta kemur fram í bréfi sem skólaráðið og hverfisnefndin sendi á skipulagsráðs bæjarins en þar segir að í mörg ár hafi nemendur sem búi við Lyngholt og Stórholt þurft að ganga yfir Glerárgötu til þess að komast í skólann. Þjóðvegur 1 liggur um Glerárgötu sem er afar umferðarþung, enda um tvær akreinar að ræða í báðar áttir Íbúar á svæðinu hafa lengi kallað eftir aðgerðum til þess að bæta öryggi gangandi vegfarenda við götuna og nýverið voru sett upp gönguljós en alvarleg slys hafa orðið við gangbrautina. Í bréfinu segir aðeins nokkrar vikur séu síðan nemandi í skólanum brotnaði illa á læri og mjaðmakúlu þegar ekið var á hann.Íbúar vilja undirgöng eða göngubrú þar sem rauði hringurinn. Börn sem sækja Glerárskól (rauðar byggingar í vinstra horninu) þurfa sum hver að labba þar yfir til þess að komast í skólann.Mynd/Já.is„Það er því afar brýnt að auka umferðaröryggi nemenda enn meira en gert hefur verið,“ segir í bréfinu. Þá er einnig farið fram á það að settar verði gangbrautir víðar en nú er á helstu leiðum við Glerárskóla, sérstaklega við Höfðahlíð en í bréfinu segir að gatnamót Höfðahlíðar og Skarðshlíðar séu afar varasöm og erfið. Þá er bent á að hámarkshraði við Höfðahlíð, götuna sem Glerárskóli stendur við, sé 30 kílómetrar á klukkustund og því sé vert að bæta við göngubrautum, þrengingum og hraðahindrunum til þess að ökumenn fylgi reglum um hámarkshraða Í bókun skipulagsráðs vegna bréfsins segir að óskað verði eftir umsögn skipulagsviðs bæjarins, sem og umhverfis og mannvirkjasviðs um það sem lagt er til í bréfinu.
Akureyri Samgöngur Skóla - og menntamál Umferðaröryggi Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira